Mannréttindaráðið hafnar að ræða brot Kínverja á úígúrum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 23:46 Chen Xu, fastafulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Hann varaði aðildarríki mannréttindaráðsins við því að greiða atkvæði með tillögunni. Vísir/EPA Meirihluti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafnaði tillögu vestrænna ríkja um að ræða ætluð mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda á úígúrum og öðrum múslimum í Xinjiang-héraði. Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu ráðsins sem það hafnar tillögu af þessu tagi. Bandaríkin, Kanada og Bretland voru á meðal þeirra ríkja sem báru tillöguna upp. Nítján ríki greiddu atkvæði gegn því að ræða málið en sautján með. Ellefu sátu hjá, þar á meðal Úkraína. Ríki eins og Katar, Indónesía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Pakistan greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Pakistans sagðist síðar ekki hafa viljað styggja Kínverja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mörg þróunarríki eru sögð hafa verið í þröngri stöðu þar sem þau vilja ekki tefla kínverskri fjárfestingu í tvísýnu. Önnur hafi ekki viljað draga athygli að stöðu mannréttindamála hjá þeim sjálfum. Fulltrúi Kína hafði hótað því fyrir atkvæðagreiðsluna að tillagan skapaði fordæmi til að skoða mannréttindamál annarra ríkja. Þetta var í fyrsta skipti sem tillaga var uppi um að skoða mannréttindamál í Kína hjá ráðinu. „Í dag er það Kína sem er skotmarkið. Á morgun gæti það verið hvaða þróunarríki sem er,“ sagði Chen Xu, fulltrúi Kína í ráðinu. Ráðið hafnaði tillögunni þrátt fyrir að niðurstöður þess eigin skýrslu sem var birt eftir miklar tafir í lok ágúst hafi verið þær að alvarleg mannréttindabrot væru framin í Xinjiang, þar á meðal einhver sem gætu talist glæpir gegn mannkyninu. Vísbendingar hafa komið fram um að kínversk stjórnvöld neyði úígúra, þjóðarbrot sem er múslimatrúar, í svokallað endurmenntunarbúðir þar sem fólk er látið vinna nauðgunarvinnu og sætir innrætingu. Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Kína Tengdar fréttir SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Bandaríkin, Kanada og Bretland voru á meðal þeirra ríkja sem báru tillöguna upp. Nítján ríki greiddu atkvæði gegn því að ræða málið en sautján með. Ellefu sátu hjá, þar á meðal Úkraína. Ríki eins og Katar, Indónesía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Pakistan greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Pakistans sagðist síðar ekki hafa viljað styggja Kínverja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mörg þróunarríki eru sögð hafa verið í þröngri stöðu þar sem þau vilja ekki tefla kínverskri fjárfestingu í tvísýnu. Önnur hafi ekki viljað draga athygli að stöðu mannréttindamála hjá þeim sjálfum. Fulltrúi Kína hafði hótað því fyrir atkvæðagreiðsluna að tillagan skapaði fordæmi til að skoða mannréttindamál annarra ríkja. Þetta var í fyrsta skipti sem tillaga var uppi um að skoða mannréttindamál í Kína hjá ráðinu. „Í dag er það Kína sem er skotmarkið. Á morgun gæti það verið hvaða þróunarríki sem er,“ sagði Chen Xu, fulltrúi Kína í ráðinu. Ráðið hafnaði tillögunni þrátt fyrir að niðurstöður þess eigin skýrslu sem var birt eftir miklar tafir í lok ágúst hafi verið þær að alvarleg mannréttindabrot væru framin í Xinjiang, þar á meðal einhver sem gætu talist glæpir gegn mannkyninu. Vísbendingar hafa komið fram um að kínversk stjórnvöld neyði úígúra, þjóðarbrot sem er múslimatrúar, í svokallað endurmenntunarbúðir þar sem fólk er látið vinna nauðgunarvinnu og sætir innrætingu.
Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Kína Tengdar fréttir SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48
Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51