McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Rory McIlroy segir hróp áhorfenda á Ryder bikarnum í golfi, sem fór fram í New York í Bandaríkjunum síðasta haust, hafa farið langt yfir öll velsæmismörk. Golf 3.1.2026 14:03
Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Meðal fórnarlamba eldsvoðans sem braust út á nýársnótt í Crans Montana í Sviss var efnilegur kylfingur. Golf 3.1.2026 08:01
Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Einn sigursælasti kylfingur sögunnar, Tiger Woods, fagnar fimmtugsafmæli í dag og hefur verið boðið að taka þátt í PGA mótaröð eldri kylfinga. Golf 30.12.2025 16:33
Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Íslensku kylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir áttu að hefja leik í lokaúrtökumóti Ladies European Tour í gær en ekkert varð af því. Golf 17. desember 2025 09:33
Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Tveir þátttakendur Íslandsmóts golfklúbba í 3. deild karla 2025 á golfvelli Golfklúbbs Sauðárkróks hafa verið áminntir fyrir áfengisneyslu á mótinu. Þeir játuðu að hafa drukkið einn bjór og ekki var talið sannað að þeir hefðu drukkið meira, þrátt fyrir að kvartað hafi verið yfir því að þeir hefðu verið sjáanlega drukknir. Einnig var kvartað yfir því að þeir hefðu beitt svokallaðri „Happy Gilmore-sveiflu“ á fyrsta teig. Aganefnd taldi þeim hins vegar frjálst að slá með þeim hætti. Golf 11. desember 2025 17:00
Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Hátt upp í fimm þúsund kylfingar sem voru meðlimir í golfklúbbnum Karasjok GK í Noregi munu þurfa að finna sér nýjan golfklúbb eftir að Golfsamband Noregs svipti Karasjok mikilvægum réttindum. Golf 10. desember 2025 23:30
Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð. Viðskipti innlent 8. desember 2025 15:28
Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Bananahýði á Royal Melbourne-golfvellinum átti sinn þátt í því að McIlroy var ekki í baráttunni um sigurinn á Opna ástralska meistaramótinu um helgina. McIlroy sá á eftir sigrinum til Dana en óvenjulegt atvik á öðrum hring vakti mikla athygli. Golf 8. desember 2025 14:31
Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. Neytendur 1. desember 2025 09:15
Dáður en umdeildur kylfingur látinn Bandaríski kylfingurinn Fuzzy Zoeller, sem tvívegis fagnaði sigri á risamóti í golfi, er látinn, 74 ára að aldri. Rasísk ummæli hans varðandi Tiger Woods vörpuðu skugga á glæstan feril. Golf 28. nóvember 2025 14:03
Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golfsamband Íslands hefur sett sér nýja stefnu til ársins 2030 í stað fyrri stefnu sem átti að gilda til ársins 2027. Stöðug fjölgun skráðra kylfinga spilar þar stóra rullu en aðstaðan á höfuðborgarsvæðinu er sprungin að sögn forseta sambandsins. Golf 25. nóvember 2025 08:02
Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Golfsumarið 2026 verður það síðasta sem kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur geta notað eigin golfbíla á völlum klúbbsins. Boðið verður upp á golfbíla til leigu á „hóflegu gjaldi“ sem í dag er 9.350 krónur. Innlent 18. nóvember 2025 16:46
Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Hún er stappfull dagskráin hjá Sýn Sport í dag sunnudaginn 16. nóvember. Flestra augu verða líkleag á leik Úkraínu og Íslands en þar ræðst hvor þjóðin fer í umspil um farseðil á HM ´26 í Norður Ameríku. Fótbolti 16. nóvember 2025 06:02
Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Kai Trump var í miklum vandræðum á fyrsta hringnum sínum á Annika-mótinu og endaði daginn í síðasta sætinu. Golf 14. nóvember 2025 11:02
Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Augun verða á Kai Trump þrátt fyrir að hún sé að keppa á fyrsta LPGA-golfmótinu á ferlinum. Ástæðan er auðvitað sú að þarna er á ferðinni barnabarn Bandaríkjaforseta. Golf 13. nóvember 2025 06:32
Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál Olíufyrirtæki í Texas í Bandaríkjunum kannar nú hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum, meðal annars til Phils Mickelson, margfalds risamótameistara í golfi. Mickelson slapp naumleg við ákæru í innherjasvikamáli fyrir nokkrum árum. Sport 4. nóvember 2025 15:40
Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sænska stúlknalandsliðið í golfi fór í keppnisferð til Spánar á dögunum en það var ein regla í ferðinni sem hefur vakið talsverða athygli. Golf 2. nóvember 2025 09:20
Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Gunnlaugur Árni Sveinsson er fyrstur Íslendinga kominn í hóp tíu bestu áhugakylfinga heims eftir að hafa náð 9. sæti á nýjasta listanum. Golf 29. október 2025 14:12
Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Kylfingurinn Kai Trump tekur sér smá frí frá háskólagolfi í Miami til að keppa á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í næsta mánuði. Golf 29. október 2025 09:00
Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Keegan Bradley var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem tapaði á heimavelli á móti Evrópu í Ryderbikarnum á dögunum. Hann segist hafa upplifað mjög erfiðar vikur síðan. Golf 22. október 2025 22:33
Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Sigursælasti kylfingur sögunnar vinnur ekki aðeins á golfvöllunum heldur einnig í dómsölunum. Jack Nicklaus fagnaði sigri í meiðyrðamáli í Flórídafylki. Golf 21. október 2025 22:00
Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Íslenski landsliðskylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri á sterku háskólamóti í Bandaríkjunum í gær. Foreldrar hans voru á svæðinu og fylgdust með æsispennandi lokakafla. Golf 21. október 2025 09:32
Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Tommy Fleetwood stóð uppi sem sigurvegari á DP World India Championship um helgina. Um leið rættist ósk sonar enska kylfingsins. Golf 20. október 2025 12:31
Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur lýst yfir áhuga á að verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu einn daginn en ekki fyrr en „um miðjan fjórða áratuginn“ eins og hann orðar það. Golf 15. október 2025 19:32