Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­minntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“

Tveir þátttakendur Íslandsmóts golfklúbba í 3. deild karla 2025 á golfvelli Golfklúbbs Sauðárkróks hafa verið áminntir fyrir áfengisneyslu á mótinu. Þeir játuðu að hafa drukkið einn bjór og ekki var talið sannað að þeir hefðu drukkið meira, þrátt fyrir að kvartað hafi verið yfir því að þeir hefðu verið sjáanlega drukknir. Einnig var kvartað yfir því að þeir hefðu beitt svokallaðri „Happy Gilmore-sveiflu“ á fyrsta teig. Aganefnd taldi þeim hins vegar frjálst að slá með þeim hætti.

Golf
Fréttamynd

Ferðamálastofa fellir úr gildi starfs­leyfi Eagle golfferða

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir

Bananahýði á Royal Melbourne-golfvellinum átti sinn þátt í því að McIlroy var ekki í baráttunni um sigurinn á Opna ástralska meistaramótinu um helgina. McIlroy sá á eftir sigrinum til Dana en óvenjulegt atvik á öðrum hring vakti mikla athygli.

Golf
Fréttamynd

Bíða enn eftir tæpri milljón í endur­greiðslu eftir fall Play

Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 

Neytendur
Fréttamynd

Dáður en um­deildur kylfingur látinn

Bandaríski kylfingurinn Fuzzy Zoeller, sem tvívegis fagnaði sigri á risamóti í golfi, er látinn, 74 ára að aldri. Rasísk ummæli hans varðandi Tiger Woods vörpuðu skugga á glæstan feril.

Golf
Fréttamynd

Dag­skráin í dag: Úr­slita­stund í Var­sjá

Hún er stappfull dagskráin hjá Sýn Sport í dag sunnudaginn 16. nóvember. Flestra augu verða líkleag á leik Úkraínu og Íslands en þar ræðst hvor þjóðin fer í umspil um farseðil á HM ´26 í Norður Ameríku.

Fótbolti
Fréttamynd

Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál

Olíufyrirtæki í Texas í Bandaríkjunum kannar nú hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum, meðal annars til Phils Mickelson, margfalds risamótameistara í golfi. Mickelson slapp naumleg við ákæru í innherjasvikamáli fyrir nokkrum árum.

Sport
Fréttamynd

Mun lík­legast aldrei komast yfir þetta

Keegan Bradley var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem tapaði á heimavelli á móti Evrópu í Ryderbikarnum á dögunum. Hann segist hafa upplifað mjög erfiðar vikur síðan.

Golf