Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Árni farinn frá Fylki

Árni Freyr Guðnason er hættur störfum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Árangur Fylkismanna hefur verið langt undir væntingum og liðið er rétt ofan við fallsvæðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mikið undir fyrir bæði lið“

Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman

FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Vestri í úr­slit í fyrsta skipti

Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Á góðum stað fyrir mikil á­tök

„Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins.

Íslenski boltinn