„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. Íslenski boltinn 17.7.2025 23:10
„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. Íslenski boltinn 17.7.2025 22:24
Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Afturelding og Fram skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld í 15. umferð Bestu-deildar karla. Íslenski boltinn 17.7.2025 18:31
Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Eyjamenn og Skagamenn náðu í þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla í fótbolta í gær og settu enn meiri spennu inn í fallbaráttu deildarinnar. Nú má sjá mikilvægu sigurmörkin hér á Vísi. Íslenski boltinn 15. júlí 2025 09:01
Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum ÍA tóku á móti KR í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í kvöld og höfðu betur í hörkuleik sem lauk með 1-0 sigri heimamanna. Með sigrinum náðu Skagamenn að hefna fyrir 5-0 rasskellingu í fyrri viðurreign liðanna. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 18:32
Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn ÍBV fékk Stjörnuna í heimsókn í dag í Bestu deild karla. Þeir unnu leikinn 1-0, bráðnauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn, sem koma sér þrem stigum frá fallsæti. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 17:47
Árni farinn frá Fylki Árni Freyr Guðnason er hættur störfum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Árangur Fylkismanna hefur verið langt undir væntingum og liðið er rétt ofan við fallsvæðið. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 15:32
„Mikið undir fyrir bæði lið“ Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 14:16
FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Botnlið Bestu deildar kvenna í fótbolta hefur styrkt sig fyrir lokabaráttuna fyrir tilverurétti í deildinni. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 10:32
Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær FH vann 5-0 stórsigur á KA í fyrsta leik fimmtándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 08:45
Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sigurður Egill Lárusson er orðinn leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild. Nú eru þau systkinin bæði leikjahæst hjá félaginu. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 07:31
Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Íslenski boltinn 13. júlí 2025 15:17
Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni KR sækir ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranesi í 15. umferð Bestu deildar karla annað kvöld. Heimferð Vesturbæinga af Skaganum lengist um 45 mínútur eða svo, þar sem Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna framkvæmda. Íslenski boltinn 13. júlí 2025 12:25
„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Íslenski boltinn 13. júlí 2025 11:47
Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Njarðvík mistókst að komast á topp Lengjudeildarinnar í dag. Liðið gerði þá 1-1 jafntefli gegn Völsungi á Húsavík. Íslenski boltinn 12. júlí 2025 16:01
Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni. Íslenski boltinn 12. júlí 2025 13:31
Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að störfum við að ferja leikmenn liðsins frá flugvellinum á Ísafirði á hótel Framara í miðbænum þegar Vísir náði tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Fram mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Íslenski boltinn 12. júlí 2025 11:01
Lárus Orri byrjaður að bæta við sig ÍA hefur samið við danskan miðjumann, Jonas Gemmer, sem semur við liðið til ársloka 2027. Um er að ræða fyrstu félagsskipti nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar. Íslenski boltinn 11. júlí 2025 16:43
Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Valur sigraði Flora Tallinn örugglega, 3-0, í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og fara Valsmenn með gott veganesti í seinni leikinn í Eistlandi eftir viku. Fótbolti 10. júlí 2025 22:00
„Við erum að gera eitthvað rétt“ Valsmenn mæta Flora Tallinn í forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn ætla sér áfram í næstu umferð. Íslenski boltinn 10. júlí 2025 18:30
Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Víkingar unnu gríðarlega góðan 0-1 sigur í fyrri leik viðureignar þeirra gegn Malisheva frá Kósóvó í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Sambandsdeildina, sem Víkingar fóru alla leið í 16-liða úrslit í á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram ytra og Víkingar því með gott veganesti fyrir seinni leikinn í næstu viku. Fótbolti 10. júlí 2025 17:46
Á góðum stað fyrir mikil átök „Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins. Íslenski boltinn 10. júlí 2025 16:03
Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Risaleikur fer fram á Ísafirði á laugardaginn kemur þegar Vestri og Fram spila um sæti í bikarúrslitaleiknum í ár. Íslenski boltinn 9. júlí 2025 16:33
Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Víkingar hafa endurheimt einn sinn besta leikmann frá því í fyrrasumar fyrir seinni hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 16:32