Íslenski boltinn

Fréttamynd

„Við erum búnir að brenna skipin“

Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mark­menn Bestu deildar kvenna: Há­sætið laust

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er fyrir utan teig“

Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra

Vestri tók á móti FH á Kerecis-velli á Ísafirði í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður; hitastigið var um -6 gráður og norðanátt gerði leikmönnum erfitt fyrir. Um 200 áhorfendur mættu þó á leikinn og létu kuldann ekki stoppa sig í að styðja við sína menn.

Íslenski boltinn