Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Systurfélag ÞG verk­taka kaupir Arnarland

Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play sé ekki að fara á hausinn

Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægi­legar fyrir starfs­fólk

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taka tvær Airbus-þotur til á leigu

Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­dráttur hafinn í byggingar­iðnaði sem skapi efna­hags­legan víta­hring

Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yrði fljótt kvíðinn með al­eiguna í Bitcoin

Verðbréfagreinandi segir mikla áhætta fólgna í því að fjárfesta í rafmyntum. Sveiflur á virðinu séu slíkar að það geti verið fljótt að taka á sálina, séu háar fjárhæðir í spilinu. Fasteignir séu þó ekki endilega skynsamlegasta fjárfestingin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds

Egill Örn Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Solid Clouds hf. framleiðanda tölvuleiksins Starborne Frontiers. Hann tekur við starfinu af Stefáni Gunnarssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár en lét af störfum í síðustu viku með samkomlagi við stjórn Solid Clouds.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mat­vöru­verslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.

Viðskipti innlent