„Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Valur vann 1-2 sigur á Þór/KA í 12. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í kvöld. Öll mörkin komu í seinni hálfleik og skoruðu Valskonur sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en heimakonur voru þá nýbúnar að jafna leikinn úr vítaspyrnu. Íslenski boltinn 7.8.2025 21:04
„Ákvað bara að láta vaða“ Kristin Dís Árnadóttir miðjumaður Breiðabliks skoraði draumamark í kvöld gegn Fram þegar hún kom Breiðabliki í 2-0 með bylmingsskoti fyrir utan teig í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7.8.2025 20:58
„Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Fyrsti markaskorari Stjörnunnar í kvöld í 3-0 sigri þeirra á Tindastól, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, gat verið mjög ánægð með leikinn í kvöld. Hún var mjög fegin að sjá boltann í netinu en hafði látið verja oft frá sér í sumar. Íslenski boltinn 7.8.2025 20:50
Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Íslenski boltinn 7.8.2025 17:17
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Breiðablik sigrar Val 3-0 og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Breiðablik vinnur þar með sinn sjöunda leik í röð í öllum keppnum. Birta og Agla María með mörk Breiðabliks en þriðja markið var sjálfsmark eftir hornspyrnu. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 20:00
Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Kristján Guðmundsson er hættur sem aðalþjálfari kvennaliðs Vals í Bestu deildinni en meðþjálfari hans, Matthías Guðmundsson, verður áfram. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 10:17
„Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Kvennalið FH er á leið í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Árangurinn kemur fyrirliðanum Örnu Eiríksdóttir ekki á óvart, hún segir mikla vinnu liggja þar að baki og sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við systur sínar í Val. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 11:02
Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sunna Rún Sigurðardóttir hefur samið við Íslandsmeistara Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún kemur frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Íslenski boltinn 30. júlí 2025 17:17
Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær þar sem sjö mörk litu dagsins ljós. Fótbolti 26. júlí 2025 15:16
„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Eftir erfitt ár í Kanada var Shaina Ashouri ekki lengi að stimpla sig inn í endurkomunni til Íslands og skoraði opnunarmarkið í 2-1 sigri Víkings gegn Stjörnunni í kvöld. Íslenski boltinn 25. júlí 2025 21:09
„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. Íslenski boltinn 25. júlí 2025 20:48
Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið FH gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í Bestu deild kvenna í fótbolta og er komið upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á Fram í Kaplakrika í kvöld. FH-konur fóru upp fyrir Þrótt og eru þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Íslenski boltinn 25. júlí 2025 20:00
Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Besta deild kvenna hófst aftur eftir sumarfríi með þremur skemmtilegum leikjum í gærkvöldi. Mörkin úr þeim öllum má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 25. júlí 2025 11:39
Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Taylor Marie Hamlett, leikmaður FHL, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á Íslandi og ekki nóg með það, þá skoraði hún einnig þegar hún jafnaði leikinn í fyrri hálfleik. Þetta var sannkallað framherjamark þar sem hún var réttur maður á réttum stað í vítateig andstæðingsins. Íslenski boltinn 25. júlí 2025 00:00
„Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Agla María Albertsdóttir átti frábæran leik í kvöld þegar Blikar unnu 3-1 sigur á Þrótti í toppslag Bestu deildar kvenna í fótbolta og fannst það mjög jákvætt að vinna leikinn og tylla sér einar á toppinn. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 23:13
Andrea Rán semur við FH FH-ingar hafa fengið mikinn liðstyrk fyrir seinni hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta því miðjumaðurinn öflugi Andrea Rán Hauksdóttir er kominn heim og mun spila með Hafnarfjarðarliðinu út tímabili. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 21:55
Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Breiðablik vann 3-1 sigur á Þrótti í toppslag Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld og náðu Íslandsmeistararnir með því þriggja stiga forskoti á Þrótt á toppnum. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 21:03
Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Fanndís Friðriksdóttir tryggði Val 2-1 sigur á botnliði FHL í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. FHL var á eftir sínum fyrstu stigum í sumar en tapaði ellefta leiknum í röð. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 20:51
Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Tindastóll byrjar afar vel eftir EM-fríið því liðið vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Leikið var á Sauðárkróki við frábærar aðstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vinnur Þór/KA í keppnisleik. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 19:50
„Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Besta deild kvenna hefst aftur sumarfrí í kvöld og toppslagur er á dagskránni. Breiðablik tekur á móti Þrótti á Kópavogsvelli og Þórdís Elva, leikmaður Þróttar, á von á hörkuleik. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 12:16
„Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einar Guðnason, nýr þjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni, tekur fátt með sér heim frá Svíþjóð en hefur ekki gleymt því sem hann lærði af Arnari Gunnlaugssyni. Fótbolti 23. júlí 2025 08:01
Jón Páll aðstoðar Einar Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum. Íslenski boltinn 17. júlí 2025 15:03
Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið FHL heldur áfram að styrkja liðið sitt fyrir baráttuna um halda sæti sínu í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 17. júlí 2025 10:30
FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Botnlið Bestu deildar kvenna í fótbolta hefur styrkt sig fyrir lokabaráttuna fyrir tilverurétti í deildinni. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 10:32
Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Víkingar hafa endurheimt einn sinn besta leikmann frá því í fyrrasumar fyrir seinni hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 16:32