Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ein besta mark­varsla sem ég hef séð“

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Atlético lagði sprækt lið Leipzig

Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Fannst stemningin á Etihad stein­dauð

Peter Schmeichel segir að andrúmsloftið á Etihad hafi ekki hjálpað Manchester City í leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sagði að engin stemmning hefði verið hjá stuðningsmönnum City.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjarnan í vondum málum eftir tap í Ír­landi

Það stefnir í stutt ævintýri hjá 2. flokki Stjörnunnar í UEFA Youth League eftir 3-0 tap ytra gegn University College Dublin frá Írlandi. Liðin mætast aftur í Garðabænum og þurfa heimamenn kraftaverk til að komast áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn

Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Marka­laust á Eti­had

Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester.

Fótbolti
Fréttamynd

Róm­verjar búnir að finna eftir­mann De Rossi

Daniele De Rossi var fyrr í dag rekinn sem þjálfari Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Rómverjar voru ekki lengi að finna eftirmann hans en Ivan Juric hefur verið kynntur sem nýr þjálfari liðsins.

Fótbolti