Gummi Ben fékk hláturskast ársins Það er alltaf mikið fjör, mikið grín og mikið gaman í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Stundum er þó aðeins of mikið gaman fyrir umsjónarmanninn Guðmund Benediktsson. Fótbolti 11.11.2025 08:01
Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Liverpool eyddi metupphæð í þýska leikmanninn Florian Wirtz í sumar en það hefur ekki gengið vel hjá þeim þýska hingað til í enska boltanum. Nú er hann kominn til móts við þýska landsliðið og landsliðsþjálfarinn hefur tjáð sig um stöðuna sem er komin upp hjá Liverpool. Enski boltinn 11.11.2025 07:32
Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Lionel Messi heimsótti Nývang, heimavöll Barcelona, í gærkvöldi og birti myndir af sér með tilfinningaríkum texta. Enginn háttsettur aðili hjá Barcelona vissi hins vegar af heimsókninni. Fótbolti 10.11.2025 23:18
Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Ivan Juric hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa aðeins stýrt liðinu í fimmtán leikjum. Þetta er í annað sinn á árinu sem Króatinn er látinn fara eftir skamman tíma við stjórnvölinn. Fótbolti 10.11.2025 17:17
Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Á meðan Liverpool er í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni þá er fyrrum leikmaður þess að gera frábæra hluti í Þýskalandi. Fótbolti 10.11.2025 16:32
Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Mikið hefur verið skrifað um kynþáttafordóma gegn Real Madrid-stjörnunni Vinicius Junior en það er þó einn leikmaður í spænsku deildinni sem þarf að sætta sig við langtmest af kynþáttaníði. Fótbolti 10.11.2025 15:17
Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Nú styttist í það að Börsungar taki í notkun endurbættan Camp Nou sem mætti kalla nýjan Nývang. Stærsta hetjan í sögu félagsins heimsótti leikvanginn um helgina. Fótbolti 10.11.2025 14:32
„Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni skoðuðu fyrri dæmi á leiktíðinni um mörk sem fengið hafa að standa en voru keimlík markinu sem dæmt var af Liverpool í stórleiknum við Manchester City í gær. Sitt sýndist hverjum um hvort dómurinn hefði verið réttur eða kolrangur. Enski boltinn 10.11.2025 13:48
Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Þetta var ekki góð helgi fyrir Cameron Burgess í enska boltanum. Það má reyndar ganga svo langt að þetta hafi verið hörmuleg helgi fyrir kappann. Enski boltinn 10.11.2025 13:02
Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Spænski miðjumaðurinn Nico González mætti í viðtal við Hjörvar Hafliðason eftir 3-0 sigurinn með Manchester City gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. González skoraði eitt markanna en var ekki sammála því að hann hefði átt sinn besta leik í gær. Enski boltinn 10.11.2025 12:31
Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Virgil van Dijk sagði í samtali við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport í gær að Liverpool verðskuldaði gagnrýnina sem liðið hefði fengið á leiktíðinni. Enski boltinn 10.11.2025 11:30
Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Marsglugginn á nýju ári verður án efa erfiðasti gluggi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. Fótbolti 10.11.2025 10:30
Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Ólafur Jóhannesson talar um tíma sinn sem landsliðsþjálfari í nýrri ævisögu sinni sem kemur nú út fyrir jólin. Þar á meðal ræðir hann samskipti sín við Eið Smára Guðjohnsen, sem var fyrirliði landsliðsins og langstærsta fótboltastjarna Íslands, þegar Ólafur tók við liðinu. Fótbolti 10.11.2025 09:31
Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Virgil van Dijk hélt að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Markið var hins vegar dæmt af og Manchester City endaði á því að gjörsigra Liverpool 3–0. Enski boltinn 10.11.2025 08:31
Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Goðsögn hjá írska landsliðinu segir verkefni Heimis Hallgrímssonar snúið vegna skorts á hæfileikum í írska hópnum. Hann vonast til að Heimir fái meiri tíma með liðið. Fótbolti 10.11.2025 07:30
Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Atlético Ottawa tryggði sér kanadíska úrvalsdeildartitilinn í fótbolta eftir sigur í skrautlegum og framlengdum leik í nótt. Fótbolti 10.11.2025 07:17
Markaregn í enska boltanum í dag Mörkin létu ekki á sér standa í enska boltanum í dag en tólf mörk voru skoruð í fyrstu fjórum leikjum dagsins. Fótbolti 9.11.2025 22:32
Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Inter tyllti sér á topp Seríu A í kvöld við hlið Roma þegar liðið lagði Lazio 2-0 á San Siro. Fótbolti 9.11.2025 21:44
Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Englandsmeistarar síðustu tveggja ára, Manchester City og Liverpool, mættust í Manchester í dag þar sem gestirnir sáu aldrei til sólar í rigningunni í Manchester. Fótbolti 9.11.2025 21:00
Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Barcelona saxaði á forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Celta 2-4 í fjörugum leik. Fótbolti 9.11.2025 19:30
Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sønderjyske vann góðan 2-3 útisigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Kristall Máni Ingason skoraði mikilvægt mark. Fótbolti 9.11.2025 19:07
Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Giorgi Mamardashvili tók sig til og varði vítaspyrnu frá Erling Haaland nú rétt áðan í leik Manchester City og Liverpool en þetta var sjötta vítaspyrnan sem Mamardashvili ver á síðustu tveimur árum. Fótbolti 9.11.2025 17:55
Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Hinn nítján ára Daníel Tristan Guðjohnsen var hetja Malmö gegn GAIS í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Malmö vann 2-1 sigur. Fótbolti 9.11.2025 16:58
Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Hvorki gengur né rekur hjá Fiorentina en liðið er á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu. Í dag gerði Fiorentina 2-2 jafntefli við Genoa í Íslendingaslag. Fótbolti 9.11.2025 16:24