Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við. Íslenski boltinn 7.8.2025 14:48
Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin úr þeim inn á Vísi. Íslenski boltinn 7.8.2025 10:32
„Ég var í smá sjokki“ „Þetta er bara mjög flott og hópurinn er jákvæður þó við séum ekki í bestu stöðunni í deildinni,“ segir Amin Cosic, nýr leikmaður KR í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 7.8.2025 10:01
Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Stjarnan og Fram skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust í síðasta leik 17. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í deildinni og fara að líkindum bæði ósátt frá borði. Íslenski boltinn 6. ágúst 2025 21:15
Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Patrick Pedersen varð í gærkvöldi fyrsti leikmaðurinn til að skora 132 mörk í efstu deild á Íslandi og Tryggvi Guðmundsson missti um leið markametið sem hann hefur átt síðan haustið 2011. Hér er hægt að sjá meira um það hvernig hann skoraði öll þessi mörk. Íslenski boltinn 6. ágúst 2025 14:02
Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum ÍA og Valur gerðu 2-2 jafntefli í sautjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 6. ágúst 2025 09:30
Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í efstu deild á Íslandi, gat verið stoltur af því að hafa slegið metið í kvöld en að sama skapi svekktur með úrslit leiksins. Patrick skoraði bæði mörk Vals í 2-2 jafntefli við ÍA í 17. umferð Bestu deildar karla. Fótbolti 5. ágúst 2025 22:04
Ómar Björn: Misreiknaði boltann Ómar Björn Stefánsson reyndist hetja Skagamanna þegar þeir náðu í jafntefli gegn Val efsta liðið Bestu deildar karla. Hann skoraði jöfnunarmarkið með öxlinni þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 5. ágúst 2025 21:47
Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Patrick Pedersen sló markametið sem beðið hefur verið eftir í allt sumar en það fellur skuggi á það í kvöld. ÍA náði í jafntefli með ótrúlegu marki á fjórðu mínútu uppbótartíma. Leikurinn endaði 2-2 og Valur er með tveggja stiga forskot á toppnum en Skaginn nálgast örugga svæðið. Íslenski boltinn 5. ágúst 2025 18:31
Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Stuðningsmenn Víkings glöddust mikið í dag er Víkingur staðfesti að félagið hefði endursamið við framherjann Nikolaj Hansen. Íslenski boltinn 5. ágúst 2025 17:20
Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Markametið í efstu deild karla fellur með næsta marki Patrick Pedersen en síðast þegar metið var við það að falla þá féll það ekki nærri því strax. Íslenski boltinn 5. ágúst 2025 16:31
„Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ „Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 5. ágúst 2025 11:55
Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Breiðablik og KA gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik skoraði úr vítaspyrnu eftir umdeildan dóm, Viktor Örn Margeirsson hélt svo að hann hefði sett sigurmarkið en það var dæmt af og Blikar brjáluðust. Mörkin, löglegu og ólöglegu, má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 13:10
Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvö mörk fyrir FH en Víkingur svaraði jafnóðum og 2-2 jafntefli varð niðurstaðan í Kaplakrika í gær. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 12:20
Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Ég er fyrst og fremst svekktur. Mér fannst þetta vera okkar leikur til að tapa. Þeir voru dauðþreyttir og nýbúnir að spila 120 mínútur fyrir þremur dögum. Ég er bara svekktur,“ segir Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli við Víking í Bestu deild karla í dag. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 20:07
„Dómur af himnum ofan“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 19:57
Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Þetta er svekkjandi niðurstaða,“ segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 2-2 jafntefli hans manna við FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í röð án sigurs í deildinni. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 19:54
„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 19:47
„Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Mikal Breki Þórðarson skoraði mark KA þegar liðið gerði jafntefli við Breiðablik á útivelli í 17. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-1 og geta Akureyringar talið þetta gott stig á útivelli í baráttunni sem er framundan. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 18:56
Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! FH og Víkingur skildu jöfn 2-2 á Kaplakrikavelli í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Víkingar svöruðu þar mörkum FH-inga sem komust tvisvar yfir í leiknum. Bæði fara að líkindum ósátt heim. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 18:55
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Það var dramatík þegar Breiðablik og KA skildu jöfn í 17. umferð Bestu deildar karla í dag. Blika skoruðu í lokin en markið var dæmt af og þess vegna skildu leikar 1-1. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 15:46
„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR í Bestu deild karla í fótbolta, talaði ekki undir rós eftir tap sinna manna í Vestmannaeyjum. Sigurmark ÍBV kom í blálokin en það hafði legið lengi í loftinu. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 17:32
„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 16:49
„Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ „Vá, þessi dagur hefur allt“ sagði fyrirliði og hetja ÍBV með hásri röddu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 16:13