„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. Íslenski boltinn 17.7.2025 23:10
„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. Íslenski boltinn 17.7.2025 22:24
Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Afturelding og Fram skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld í 15. umferð Bestu-deildar karla. Íslenski boltinn 17.7.2025 18:31
Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum ÍA tóku á móti KR í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í kvöld og höfðu betur í hörkuleik sem lauk með 1-0 sigri heimamanna. Með sigrinum náðu Skagamenn að hefna fyrir 5-0 rasskellingu í fyrri viðurreign liðanna. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 18:32
Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn ÍBV fékk Stjörnuna í heimsókn í dag í Bestu deild karla. Þeir unnu leikinn 1-0, bráðnauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn, sem koma sér þrem stigum frá fallsæti. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 17:47
„Mikið undir fyrir bæði lið“ Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 14:16
Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær FH vann 5-0 stórsigur á KA í fyrsta leik fimmtándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 08:45
Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sigurður Egill Lárusson er orðinn leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild. Nú eru þau systkinin bæði leikjahæst hjá félaginu. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 07:31
Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Fótbolti 13. júlí 2025 20:11
Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. Fótbolti 13. júlí 2025 18:26
Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Íslenski boltinn 13. júlí 2025 15:17
Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni KR sækir ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranesi í 15. umferð Bestu deildar karla annað kvöld. Heimferð Vesturbæinga af Skaganum lengist um 45 mínútur eða svo, þar sem Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna framkvæmda. Íslenski boltinn 13. júlí 2025 12:25
„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Íslenski boltinn 13. júlí 2025 11:47
Lárus Orri byrjaður að bæta við sig ÍA hefur samið við danskan miðjumann, Jonas Gemmer, sem semur við liðið til ársloka 2027. Um er að ræða fyrstu félagsskipti nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar. Íslenski boltinn 11. júlí 2025 16:43
Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 11:38
Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki sammála þegar kom að því að meta Íslandsmeistaravonir Valsmanna í sumar. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 10:30
Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Stjörnumarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson var í sviðsljósinu í leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi en nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 09:01
Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ FH tók á móti Stjörnunni í dag en leikurinn endaði í 1-1 jafntefli. Heimir Guðjónsson var ánægður með leik sinna manna, en alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans eins og má sjá neðar í fréttinni. Sport 7. júlí 2025 21:43
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. Íslenski boltinn 7. júlí 2025 18:30
Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Hallgrímur Mar Steingrímsson var enn á ný hetja KA-manna í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 útisigri á KR í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 7. júlí 2025 09:00
„Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var vonsvikinn að hafa fengið ekki neitt út úr leiknum á móti KA í dag. KR laut í lægra haldi á móti KA á Avis-vellinum í Laugardal. Íslenski boltinn 6. júlí 2025 18:53
Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti KA gerði sér góða ferð suður og sigraði KR á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Með sigrinum fóru norðanmenn úr fallsæti og eru nú aðeins stigi á eftir KR eftir 14 umferðir í Bestu-deild karla. Íslenski boltinn 6. júlí 2025 18:00
Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Þrír leikir fóru fram í gær í Bestu deild karla. Það var ekki mikið um mörk, en það má sjá þau öll í spilurunum hér fyrir neðan. Sport 6. júlí 2025 11:32
„Búnir að vera á smá hrakhólum“ „Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Íslenski boltinn 5. júlí 2025 18:50