Slydda og snjókoma víða um land Djúp og kröpp lægð úti fyrir Norðvesturlandi beinir nú éljalofti til landsins, en hiti er nærri frostmarki víða hvar. Veður 3.3.2025 07:12
Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. Erlent 3.3.2025 07:11
Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem starfsmenn höfðu komið að manni inni á afgirtu svæði í Hafnarfirði. Innlent 3.3.2025 06:39
Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Ný lögreglustöð hefur verið opnuð í Vík í Mýrdal, sem mikil ánægja er með enda tilgangurinn að efla löggæslu á svæðinu og tryggja öryggi íbúa og ferðamanna. Sex lögreglumenn starfa á stöðinni. Innlent 2.3.2025 20:04
Starmer segir tíma aðgerða til kominn Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés. Erlent 2.3.2025 18:31
Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins á sögulegum landsfundi og er þar með fyrsti kvenkyns formaður flokksins. Aðeins nítján atkvæðum munaði á Guðrúnu og mótframbjóðanda hennar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Innlent 2.3.2025 18:22
Tvær bílveltur með stuttu millibili Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu. Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 2.3.2025 17:59
„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur. Innlent 2.3.2025 17:41
Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Mótmæli til stuðnings Úkraínu hafa farið fram víða um Bandaríkin í dag. Tilefnið er uppákoman í Hvíta húsinu í fyrradag þegar rifrildi braust út á milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, varaforsetans JD Vance og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta. Erlent 2.3.2025 15:54
„Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Jens Garðar Helgason er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Við tekur samstarf hans og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, nýkjörins formanns flokksins. Innlent 2.3.2025 15:01
Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, var kjörin formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar í gær. Innlent 2.3.2025 14:34
„Sigur er alltaf sigur“ Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar. Innlent 2.3.2025 14:07
Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið. Innlent 2.3.2025 14:03
„Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. Innlent 2.3.2025 13:54
Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir var rétt í þessu kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hún vann formannskjörið gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og verður því tíundi formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 2.3.2025 13:17
Holtavörðuheiðinni lokað Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld. Innlent 2.3.2025 13:13
Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Kosningum um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins er lokið en mun fljótt liggja fyrir hver mun gegna embættinu. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast um embættið. Innlent 2.3.2025 12:00
Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Formannskjör er hafið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Ríflega 2000 Sjálfstæðismenn greiða atkvæði milli þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Snorra Ásmundssonar í formannskjöri. Innlent 2.3.2025 11:58
Appelsínugular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir á Suðurlandi, í Faxaflóa, Breiðafirði, á Ströndum og Norðurlandi vestra. Veður 2.3.2025 11:38
Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 2.3.2025 09:59
Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. Innlent 2.3.2025 09:57
Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Hinn árlegi Háskóladagur fór fram í gær. Allir háskólar landsins stóðu að viðburðinum og kynntu gesti fyrir þeim námsleiðum sem þeir hafa upp á að bjóða. Innlent 2.3.2025 09:46
Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Ísraelsstjórn hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún heitir því að stöðva allan flutning neyðargagna inn á Gasa. Stjórnin varaði Hamas við afleiðingum þess og þrýsti þar með enn fremur á samtökin að samþykkja tillögu um að lengja fyrsta fasa vopnahlésins á Gasa. Erlent 2.3.2025 08:13
Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins „Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna. Innlent 2.3.2025 07:57