Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fara fram á dauða­refsingu yfir Robinson

Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum.

Erlent
Fréttamynd

Enn ein ásiglingin við rifið um­deilda

Talsmenn strandgæslu Kína hefur sakað áhöfn skips frá Filippseyjum að sigla vísvitandi á skip strandgæslunnar við umdeilt rif í Suður-Kínahafi. Ráðamenn í Filippseyjum segja ásakanirnar rangar. Kínverskir sjóliðar hafi notað öflugar vatnsbyssur til að skemma filippseyskt skip og slasa áhafnarmeðlim þar um borð.

Erlent
Fréttamynd

Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári

Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent árið 2024 miðað við árið áður. Stöðugildi á vegum ríkisins voru við síðustu áramót 29.054. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Um 65 prósent stöðugildanna tilheyra konum, eða rúm 18 þúsund og flest heyra undir heilbrigðisráðuneytið, eða alls 13 þúsund. 

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkaákærum vísað frá

Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir.

Erlent
Fréttamynd

Reikna með gosi í lok mánaðar

Mælingar sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og undanfarið. Niðurstöður líkanreikninga áætla að um átta til níu milljónir rúmmetra kviku hafi safnast frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi var áætlað um tólf milljónir rúmmetra. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er en hættumat er óbreytt enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Merki um að gjá í sam­fé­laginu sé að stækka

Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati.

Innlent
Fréttamynd

Skýrt að Ís­land sé ekki griða­staður stríðsglæpamanna

Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum.

Innlent
Fréttamynd

Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað

Kópavogsbær hefur heimilað Sorpu að reka endurvinnslustöð sína að Dalvegi til 1. febrúar næstkomandi. Upphaflega stóð að loka stöðinni í september í fyrra

Innlent
Fréttamynd

Trump-liðar heita hefndum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Fá að halda fram­kvæmdum á­fram í bili

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu þriggja náttúruverndarsamtaka um að undibúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun yrðu stöðvaðar á meðan á kæruferli vegna framkvæmdaleyfis stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í geymslu í blokk á Sel­fossi

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna bruna í geymslu í blokk á Selfossi. Slökkviliðsmenn vinna að reykræstingu. Engan sakaði í brunanum. 

Innlent
Fréttamynd

Yfir­læknir gagn­rýnir aug­lýsingu gegn lyfi við RS-veiru

Valtýr Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir heilbrigðisstarfsfólk á spennt að hefja notkun á nýju mótefni við RS-veirunni. Hann segir fullyrðingar hagsmunahóps um að lyfið hafi farið í hraðferð við leyfisveitingu ekki standast og að góð reynsla hafi myndast á notkun lyfsins á bæði Frakklandi og á Spáni.

Innlent
Fréttamynd

Flestir sem skráðu sig í Skorra­dals­hrepp fá að kjósa

Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu.

Innlent