Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið greindur með langvinna bláæðabólgu. Bólgu varð vart neðarlega á fæti forsetans og hann gekkst undir ítarlega læknisskoðun í kjölfarið. Erlent 17.7.2025 20:05
Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. Erlent 17.7.2025 12:20
Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa misst þolinmæðina gagnvart stuðningsmönnum sínum sem hafa kallað eftir því að yfirvöld birti öll gögn er varða mál auðmannsins og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Erlent 17.7.2025 07:29
Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra nafni Bandaríkjaforseta, Trump, í ræðustól á Alþingi í gær. Innlent 13. júlí 2025 09:56
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. Erlent 12. júlí 2025 21:27
Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent bréf á fulltrúa Evrópusambandsins þar sem segir að Bandaríkin hyggjast setja þrjátíu prósenta toll á vörur þeirra. Skuli Evrópusambandið svara fyrir sig verða tollarnir einungis hækkaðir. Viðskipti erlent 12. júlí 2025 13:43
Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Erlent 10. júlí 2025 22:55
Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Donald Trump hrósaði forseta Líberíu fyrir færni sína á ensku í gær þegar hann fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Hvíta húsinu. Enska er móðurmál Líberíuforseta og flestra Líberíumanna. Erlent 10. júlí 2025 06:33
Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Erlent 9. júlí 2025 22:04
Er Trump að gefast upp á Pútín? Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist vera farinn að reyna á þolinmæði Donald Trump Bandaríkjaforseta en síðarnefndi sagði í gær að Pútín væri fullur af „kjaftæði“. Erlent 9. júlí 2025 06:50
Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Þreyfingar hafa orðið í samingaviðræðum Hamas og Ísraelshers um 60 daga vopnahlé á Gasaströndinni. Aðeins eitt mál er enn óleyst og fjallar það um viðveru Ísraelshers á Gasa. Erlent 8. júlí 2025 21:45
Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Greint var frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust leggja 25 prósent toll á allar vörur frá Japan og Suður-Kóreu, nánum bandamönnum, 30 prósent toll á vörur frá Suður-Afríku og 36 prósent toll á vörur frá Taílandi. Erlent 8. júlí 2025 06:57
Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu. Erlent 7. júlí 2025 08:00
Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa logið um ástæðuna fyrir því að vopnasendingar til Úkraínu hefðu verið stöðvaðar væri sú að gengið væri á birgðir Bandaríkjamanna. Greining á birgðastöðu hersins sýni fram á allt annað að sögn NBC. Erlent 6. júlí 2025 13:20
Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Bardagaáhugamaðurinn mikli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda upp á 250 ára sjálfstæðisafmæli þjóðarinnar með því að setja upp UFC bardaga í garði Hvíta hússins. Sport 4. júlí 2025 09:05
Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur lagt blessun sína yfir brottflutning átta manna til Suður-Súdan, jafnvel þótt aðeins einn þeirra eigi rætur sínar að rekja þangað. Erlent 4. júlí 2025 07:32
Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Fjórtán létust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í gær. Sprengingar heyrðust í borginni og nokkrir eldar kviknuðu í kjölfarið, meðal annars í íbúðabyggingum í nokkrum hverfum og í heilbrigðisstofnun í Holosiivskyi. Erlent 4. júlí 2025 06:40
Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Bandaríkjaþing samþykkti í dag umfangsmikla löggjöf sem er vægast sagt umdeild vestanhafs. Lengsta ræða í sögu fulltrúadeildarinnar var flutt í málþófsskyni en Hakeem Jeffries þingmaður demókrata ávarpaði þingheim í á níundu klukkustund sleitulaust. Erlent 3. júlí 2025 20:23
„Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. Erlent 3. júlí 2025 07:21
Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins. Erlent 2. júlí 2025 11:41
„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. Erlent 1. júlí 2025 18:51
Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sú ákvörðun Donalds Trump forseta Bandaríkjanna að skrúfa fyrir mestalla þróunaraðstoð til fátækari ríkja heims, gæti orsakað það að ótímabærum dauðsfjöllum fjölgi fjórtán milljónir fram til ársins 2030, eða á næstu fimm árum. Erlent 1. júlí 2025 07:24
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. Erlent 1. júlí 2025 06:50
„Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins. Erlent 30. júní 2025 14:56
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent