Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri. Lífið 27.8.2025 16:40
Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar árlegir Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram. Gríðarlegur mannskari safnaðist saman og skemmti sér fram eftir kvöldi, þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið. Lífið 26.8.2025 17:01
Dansinn dunaði á Menningarnótt Það var líf og fjör á Laugaveginum þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í alvöru götudanspartý fyrir utan verslun sína á Menningarnótt um liðna helgi. Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á meðan gestir og gangandi dönsuðu og tóku virkan þátt í gleðinni. Lífið 26.8.2025 10:02
Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. Lífið 8. ágúst 2025 17:57
Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum. Lífið 4. ágúst 2025 12:02
Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Talið er að um fimm þúsund manns hafi verið staddir á Borgarfirði eystra liðna helgi þar sem Bræðslan var haldin. Hátíðin fagnaði tuttugu ára afmæli í ár og komust færri að en vildu. Lífið 29. júlí 2025 16:25
Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Tónleikahátíð Kaleo fór fram með pompi og prakt í Vaglaskógi í gær. Kaleo héldu þar sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. Lífið 27. júlí 2025 14:43
Sögulegt sveitaball í hundrað ár Hið goðsagnakennda og árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 19. júlí næstkomandi og fagnar hvorki meira né minna en heillrar aldar afmæli. Því verður nóg um að vera á Vestfjörðum í vikunni. Lífið 14. júlí 2025 17:01
Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Fjöldinn allur af ofurskvísum kom saman í Mýrarkoti síðastliðinn laugardag til að fagna með íslenska húðvörumerkinu Dóttir Skin. Meðal gesta voru raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime, markaðsskvísan Embla Óðinsdóttir, fyrirsætan Guðlaug Elísa og auðvitað Helga Sigrún eigandi Dóttir Skin. Lífið 8. júlí 2025 20:00
Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Það var sannkölluð carnival-stemning í hjarta miðborgarinnar síðastliðið fimmtudagskvöld þegar veitingastaðurinn Sushi Social breytti Þingholtsstrætinu í glitrandi sumarveislu með litríkum skreytingum og fjöri langt fram á kvöld. Lífið 7. júlí 2025 14:06
Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun. Lífið 3. júlí 2025 15:54
„Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Það var líf og fjör þegar ljósmyndasýningin Að-drag-andi opnaði í hommalegustu blómabúðininni í bænum á dögunum. Margir lögðu leið sína í Grímsbæ til að virða einstakar ljósmyndir Írisar Ann fyrir sér. Lífið 30. júní 2025 15:01
Glæsilegustu gellur Garðabæjar skáluðu á Garðatorgi Það var líf og fjör á Garðatorgi síðastliðinn fimmtudag þegar verslunin Maí opnaði dyrnar á nýrri og stærri verslun. Fjöldi fólks mætti í opnunina og skálaði fyrir tímamótunum. Lífið 24. júní 2025 10:43
Íslenskir áhrifavaldar fögnuðu sumrinu að sænskum sið Það ríkti sannkölluð sumarstemning á Nesjavöllum í vikunni þegar glæsilegur hópur áhrifavalda fagnaði að sænskum sið með litríkri Miðsumarveislu Ginu Tricot. Veislan sótti innblástur sinn til hinnar sívinsælu Midsommer-hátíðar sem haldin er víða um Skandinavíu. Lífið 16. júní 2025 09:15
Kærleiksherferð til heiðurs Bryndísi Klöru og betra samfélagi Herferðin Riddarar kærleikans hófst formlega með fallegum og áhrifamiklum viðburði í Iðnó síðastliðinn miðvikudag. Markmiðið er að safna fyrir Bryndísarhlíð, nýju húsnæði fyrir sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Lífið 13. júní 2025 14:03
Gríman og glens í Borgarleikhúsinu Grímuverðlaunin voru veitt í 23. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður. Alls voru tíu sýningar verðlaunaðar. Lífið 11. júní 2025 15:45
Ævintýralegur sumarfögnuður í Haukadal Töfrandi sumarstemning ríkti á Hótel Geysi í Haukadal um síðustu helgi þegar ný lúxuslína hótelsins og Sóley Organics var kynnt í glæsilegum miðsumarsfögnuði. Margar af stjörnum landsins lögðu leið sína í sveitina þar sem íslenska sumarnóttin tók á móti þeim í sinni fegurstu mynd. Lífið 5. júní 2025 15:50
Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Það var líf og fjör á opnun sýningarinnar Auðmannsgleði í Elliðárdal á dögunum. Myndlistarmaðurinn Árni Már sýndi þar ný verk samhliða því að kynna listamannarekinn fjárfestingarsjóð. Margt var um manninn og létu margar af stjörnum landsins sig ekki vanta. Menning 2. júní 2025 16:03
Troðfylltu Laugardalshöll á umtöluðum tónleikum FM95Blö Um tíu þúsund gestir voru á Fermingarveisla aldarinnar í Laugardalshöll á laugardagskvöld þegar þríeykið Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson úr FM95Blö fögnuðu fjórtán ára afmæli útvarpsþáttarins. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem voru þó ekki nægilega vel skipulagðir með tilliti til öryggis tónleikagesta. Lífið 2. júní 2025 12:31
Myndaveisla: Á bólakafi að skoða fiska á Sjómannadaginn Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Gestir hátíðarinnar á Granda í Reykjavík skemmtu sér konunglega við að skoða hina ýmsu furðufiska, boðið var upp á andlitsmálningu, koddaslag, siglingu með varðskipinu Freyju og margt fleira. Lífið 1. júní 2025 21:58
Sætustu systur landsins skáluðu fyrir Birni Tónlistarmaðurinn Birnir bauð í heljarinnar útgáfuteiti síðastliðið þriðjudagskvöld á skemmtistaðnum Nínu við Hverfisgötu, þar sem hann kynnti nýja bragðtegund af virknidrykknum COLLAB og nýju plötuna sína Dyrnar. Um hundrað manns mættu í teitið og skáluðu fyrir Birni. Lífið 30. maí 2025 15:46
Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Svokallað Gellufest tískuvöruverslunarinnar Ginu Tricot fór fram á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld. Þar mættu margar af skvísum landsins og tóku yfir klúbbinn með stæl og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi. Lífið 27. maí 2025 16:48
Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Stemningin var engu lík í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þegar XXX Rottweilerhundar héldu 25 ára afmælistónleika sína annað árið í röð. Húsið nötraði þegar þessi goðsagnakennda sveit steig á svið ásamt einvalaliði íslenskra tónlistarmanna. Lífið 26. maí 2025 16:00
Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, bauð fríðum hópi kvenna í litríkt og líflegt sumarboð á Tapasbarnum í blíðviðrinu á dögunum. Gestir voru hvattir til að mæta með stóra eyrnalokka, sem settu skemmtilegan svip á viðburðinn og vöktu mikla kátínu. Lífið 23. maí 2025 15:08