Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Athafnamaðurinn Reynir Bergmann Reynisson segir steranotkun ástæðuna fyrir því að hann fékk hjartastopp í lok síðasta mánaðar. Til að geta lyft þyngri lóðum hafi hann notað sex ólíkar tegundir stera og skjaldkirtilshormónið T3. Lífið 5.9.2025 16:52
Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Hjónin, Liv Bergþórsdóttir forstjóri BIOEFFECT og Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri hjá BAKO verslunartækni, hafa sett glæsihús sitt við Blikanes á Arnarnesi í Garðabæ á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. Lífið 5.9.2025 15:34
Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Rómantíski spennutryllirinn Eldarnir var frumsýndur fyrir fullum sal í Smárabíó 3. september síðastliðinn. Eftirvæntingin var mikil og stemmingin brakandi af myndum að dæma. Lífið 5.9.2025 15:29
„Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Helga Margrét Agnarsdóttir, lögfræðingur og Reykjavíkurmær, fagnaði nýverið 27 ára afmæli sínu með fjölbreyttri og hátíðlegri dagskrá sem spannaði heila viku. Helga hefur skipulagt svokallað Helgala, eða galahátíð, frá árinu 2019, tileinkaðri sjálfri sér. Lífið 4.9.2025 19:29
Mömmupasta að hætti Lindu Ben Linda Benediktsdóttir matgæðingur og uppskriftahöfundur deildi girnilegri uppskrift að kjúklinga-ravíólí í silkimjúkri hvítlauksrjómasósu með fersku babyleaf-salati. Rétturinn er bæði bragðgóður og fjölskylduvænn og tilvalinn sem hversdagréttur. Lífið 4.9.2025 13:53
Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Vesturbæingar sem áttu ferð um Hofsvallagötuna síðdegis í gær ráku eflaust upp stór augu þegar við blasti friðsæll fundur kattar og rottu. Kötturinn virtist saddur og rottan óhrædd. En hvað entist friðurinn lengi? Lífið 4.9.2025 13:04
Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona, og félagar hennar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot Productions fögnuðu tíu ára afmæli fyrirtækisins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum Fjallkonan á dögunum. Lífið 4.9.2025 10:12
Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Þótt ótrúlegt megi virðast eru tuttugu ár síðan að Hildur Vala Einarsdóttir vann Idol stjörnuleit. Hún varð landsþekkt nánast á einni nóttu og gerir upp þennan tuttugu ára feril á tónleikum í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld. Lífið 4.9.2025 10:03
„Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Fúkyrðin fengu að flæða í færslu Jacks Osbourne, sonar þungarokkarans Ozzy Osbourne, um Roger Waters, tónlistarmann og bassaleikara Pink Floyd, í kjölfar ummæla Waters um Ozzy heitinn. Lífið 4.9.2025 09:32
Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. Lífið 4.9.2025 07:02
Kaupir fjórða húsið við sömu götu Heimsfrægi söngvarinn Harry Styles hefur keypt fjórða húsið sitt við sömu götuna í Lundúnum. Hann hyggst sameina lóðirnar og byggja þar gríðarstórt glæsisetur. Lífið 3.9.2025 19:08
Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Thai kjúklinga salatvefjur með kókósnúðlum og fersku grænmeti eru einn af vinsælustu réttum hins margrómaða veitingastaðar Cheesecake Factory í Bandaríkjunum. Staðurinn er þekktur fyrir fjölbreyttan matseðil og ríkulega skammta. Lífið 3.9.2025 18:02
Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hlynur Sigurðsson, bifvélavirki og barnastjarna, og eiginkona hans Kelsey Howell hafa sett íbúð sína við Kambasel í Breiðholti á sölu. Eignin er 107 fermetrar að stærð, þar af 26 fermetra bílskúr. Ásett verð er 72,9 milljónir. Lífið 3.9.2025 16:12
Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Hlaðvarpið Þarf alltaf að vera grín, sem parið Tinna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur „Gói sportrönd“ Grétarsson hefur haldið úti síðustu sjö ár með Tryggva Frey Torfasyni, hefur hætt göngu sinni. Þríeykið segir það þungt skref en tímabært af persónulegra aðstæðna. Lífið 3.9.2025 15:45
Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Við Kvisthaga í Vestubæ Reykjavíkur er að finna rúmgóða og bjarta íbúð á annarri hæð í snyrtilegu fjórbýlishúsi sem var byggt árið 1952. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár á vandaðan máta. Ásett verð er 124,9 milljónir. Lífið 3.9.2025 15:32
Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Leikkonan Demi Moore segir Emmu Heming Willis standa sig vel sem umönnunaraðili eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, sem greindist með framheilabilun í febrúar 2023. Heming greindi nýlega frá því að hún hafi þurft að flytja eiginmann sinn á viðeigandi stofnun. Lífið 3.9.2025 14:40
Kristján Einar leitar sér aðstoðar Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á þar sem áfengi hafi tekið yfirhöndina á lífi hans. Lífið 3.9.2025 13:30
Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Þrátt fyrir að vera aðeins sjö ára er Helgi Fannar Óðinsson þegar byrjaður að sanka að sér alþjóðlegum skákstigum. Talið er að hann sé yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem fær skákstig en Helgi hefur verið duglegur að mæta á mót og keppa við eldri skákmenn. Lífið 3.9.2025 12:33
Nældi sér í einn umdeildan Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun. Lífið 3.9.2025 10:03
Er hægt að komast yfir framhjáhald? Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt. Lífið 3.9.2025 09:59
Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Söngkonan Cardi B var sýknuð í dómstóli í Los Angeles í dag af kröfum öryggisvarðar sem kærði hana fyrir að hafa ráðist á sig með nöglum sínum. Emani Ellis, öryggisvörðurinn, krafðist þess að hún myndi greiða sér 24 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna. Lífið 2.9.2025 23:42
Svona færðu fullnægingu án handa Aðgengi að kynlífstækjum og framboð þeirra hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt og nú. Þetta getur þótt yfirþyrmandi og fólk á stundum erfitt með að velja hvaða tæki sé þess virði að fjárfesta í fyrir hina fullkomnu unaðsstund. Konur, eða fólk með leggöng, þurfa ekki að örvænta. Þið hafið þegar hið fullkomna kynlífstæki, lærin ykkar. Lífið 2.9.2025 21:00
Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Huggulegasta hommapar landsins, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifvaldur, og unnusti hans, Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur, hafa fest kaup á fallegri hæð í Suðurhlíðum Kópavogs. Lífið 2.9.2025 17:02
Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Danska sjarmatröllið og raunveruleikastjarnan Frederik Haun deildi einfaldri uppskrift að grískum jógúrt- og matchabitum með hindberjum með fylgjendum sínum á Instagram. Hann segir bitana bæði holla og bragðgóða og tilvalda til að njóta í sólinni. Lífið 2.9.2025 15:00