Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Evrópukeppnin í körfubolta fór af stað í dag með keppni í tveimur riðlum, A-riðli í Riga í Lettlandi og B-riðili í Tampere í Finnlandi. Körfubolti 27.8.2025 19:56
„Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Meiðsli Hauks Helga Pálssonar munu hafa mikil áhrif á leik íslenska landsliðsins á EM í körfubolta, að mati Sigurðar Péturssonar og Ólafs Ólafssonar. Þeir segja landsliðshópinn heldur lágvaxinn en eru vissir um að liðið bæti upp fyrir það með öðrum hætti. Körfubolti 27.8.2025 17:17
Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael „Við höfum beðið lengi eftir þessu. Síðustu fimm eða sex mánuðir hafa farið í undirbúning fyrir þetta augnablik. Það er kominn fiðringur í magann,“ segir Elvar Örn Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, í aðdraganda fyrsta leik Íslands á EM sem er við Ísrael á morgun. Körfubolti 27.8.2025 16:45
EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti 27.8.2025 15:16
Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Ármenningar eru með lið í Bónus deild kvenna í vetur og nýliðarnir eru að styrkja liðið fyrir átökin. Körfubolti 26. ágúst 2025 18:00
Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Pólska landsliðið hefur fengið góðan liðstyrk fyrir komandi Evrópumót í körfubolta en hinn bandaríski Jordan Loyd mun leika með liðinu á mótinu. Körfubolti 24. ágúst 2025 08:02
Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Veðmálasíðan Betsson fékk óvænt að auglýsa í beinni útsendingu á Rúv í kvöld þegar íslenska landsliðið í körfuknattleik keppti æfingarleik gegn Litháum, þar sem Rúv hafði keypt útsendingu frá Litháen með fastri auglýsingu. Veðmálaauglýsingar eru ólöglegar á Íslandi og íþróttastjóri Rúv segir málið óheppilegt. Slíkt muni ekki gerast aftur. Innlent 22. ágúst 2025 19:02
Tap í síðasta leik fyrir EM Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Litáen, 96-83, í síðasta æfingaleik sínum fyrir EM sem hefst í næstu viku. Leikið var í Alytus í Litáen í dag. Körfubolti 22. ágúst 2025 18:39
„Lukkudýrið“ í mál við félagið Sá sem lék launahæsta lukkudýrið í NBA deildinni í körfubolta er farinn í mál við félagið sem hann starfaði lengi fyrir. Körfubolti 21. ágúst 2025 23:31
ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Gríski körfuboltamaðurinn Dimitrios Klonaras ætlar ekki að yfirgefa íslenska körfuboltann því hann hefur náð samkomulagi um að spila með ÍR í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfubolti 21. ágúst 2025 21:32
Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Haukur Helgi Pálsson brast í grát þegar hann tilkynnti liðsfélögum sínum að hann færi ekki með þeim á komandi Evrópumót karla í körfubolta. Hann er á leið í aðgerð á barka en vonast til að geta stutt liðsfélaga sína af hliðarlínunni í Póllandi. Körfubolti 21. ágúst 2025 19:17
Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Faðir NBA körfuboltastjörnunnar Jaylen Brown er ekki í góðum málum eftir að rifildi endaði mjög illa í Las Vegas. Körfubolti 21. ágúst 2025 18:51
Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við körfuboltamanninn Giannis Agravanis um að leika með liðinu á næsta tímabili. Körfubolti 21. ágúst 2025 15:47
Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann. Körfubolti 21. ágúst 2025 11:36
Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á Evrópumótinu, þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi eftir slétta viku. KKÍ muni ekki hætta við að mæta Ísraelsmönnum enda sé það ávísun á bönn og sektir. Körfubolti 21. ágúst 2025 11:20
Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Almar Orri Atlason verður með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á Evrópumótinu í Póllandi en það þýddi jafnframt langt ferðalag hjá stráknum. Hann var farinn út í nám í Bandaríkjunum þegar neyðarkallið barst frá Íslandi. Körfubolti 20. ágúst 2025 20:11
Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Haukur Helgi Pálsson er meiddur og hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í körfubolta. Almar Orri Atlason kemur inn í hans stað. Körfubolti 20. ágúst 2025 14:51
Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Nú þegar rétt rúm vika er í að Ísland hefji leik á EM í körfubolta eru nánast allar landsliðstreyjur orðnar uppseldar á heimasíðu Errea á Íslandi. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir eftirspurnina í ár hafa verið mun meiri en áður þegar Ísland hefur farið á EM. Körfubolti 20. ágúst 2025 13:47
Erfitt að horfa á félagana detta út „Það er þvílík spenna. Þetta er það sem við erum búnir að vinna að síðan í febrúar og tilhlökkunin hefur magnast og magnast. Það er ógeðslega mikil tilhlökkun. Spennan í hópnum er orðin mjög mikil,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem hefur leik á EM í Póllandi eftir rúma viku. Körfubolti 20. ágúst 2025 12:33
Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Craig Pedersen er á leiðinni með íslenska körfuboltalandsliðið í þriðja sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins og í dag tilkynnti kanadíski þjálfarinn um það hvaða tólf leikmenn það verða sem keppa fyrir Íslands hönd á Eurobasket í ár. Körfubolti 19. ágúst 2025 20:01
Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mætti á æfingu karlalandsliðsins í körfubolta í dag. Hún hvatti liðið til dáða fyrir komandi Evrópumót. Liðið heldur utan á fimmtudag. Körfubolti 19. ágúst 2025 14:47
Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Eftir að hafa misst af fyrstu þremur vikunum í undirbúningi gríska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta er Giannis Antetokounmpo loksins mættur á æfingar. Gríska körfuknattleikssambandið neitar að útskýra hvers vegna hann hefur ekki tekið þátt hingað til. Körfubolti 19. ágúst 2025 13:30
Svona er hópur Íslands sem fer á EM Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur opinberað hvaða tólf leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Almar Orri Atlason dettur út úr hópnum, sem hafði fyrir daginn í dag verið skorinn niður í 13 leikmenn. Körfubolti 19. ágúst 2025 13:01
Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Keflvíkingar eru búnir að styrkja sig inn í teig fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 18. ágúst 2025 22:51
Ungur körfuboltamaður drukknaði Deng Mayar, körfuboltamaður hjá Omaha háskólanum í Bandaríkjunum, er látinn. Hann drukknaði í fyrradag. Sport 18. ágúst 2025 17:02