
Körfubolti

Í beinni: Grindavík - Hamar/Þór | Upp á líf og dauða
Grindavík tekur á móti Hamri/Þór í lokaumferð deildarkeppni Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Tapliðið fer í umspil um að forðast fall en sigurliðið í úrslitakeppnina.
Fréttir í tímaröð

Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju
Endurtaka þarf leik í úrslitakeppni írska körfuboltans eftir meinleg mistök sem fólust í því að þegar ein karfa var skoruð í fyrsta leikhluta fékk rangt lið tvö stig á stigatöfluna.

Púað á Butler í endurkomunni til Miami
Jimmy Butler átti enga draumaendurkomu til Miami þegar Golden State Warriors steinlá fyrir Heat, 112-86, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér
Martin Hermannsson gaf tíu stoðsendingar í svekkjandi 80-84 tapi Alba Berlin gegn Wurzburg.

Styrmir stigahæstur gegn meisturunum
Landsliðsmaðurinn í körfubolta, Styrmir Snær Þrastarson, var stigahæstur hjá Belfius Mons þegar liðið lagði meistara Oostende að velli, 78-69, BNXT deildinni í dag.

Máluðu Smárann rauðan
Valur varð í gær bikarmeistari í annað sinn á þremur árum þegar liðið lagði KR örugglega að velli, 78-96, í Smáranum í Kópavogi.

Græn gleði í Smáranum
Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi.

Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons
LeBron James sneri aftur eftir tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla þegar Los Angeles Lakers fékk skell gegn Chicago Bulls, 115-146, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn
Valur vann átján stiga sigur gegn KR 78-96 í úrslitum VÍS-bikarsins. Valsmenn tóku snemma frumkvæðið og voru í bílstjórasætinu allan leikinn. Þetta var fimmti bikarmeistaratitil Vals í sögu félagsins. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“
Valur vann átján stiga sigur gegn KR í úrslitum VÍS-bikar karla. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa unnið sitt gamla félag KR í bikarúrslitum.

Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar
Njarðvík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík í Smáranum, 81-74. Njarðvíkingar skoruðu átta af síðustu níu stigum leiksins.

„Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“
Brittany Dinkins var valinn verðmætasti leikmaður bikarkeppninnar í dag þegar Njarðvík hafði betur gegn Grindavík 81-74 og tryggði sér VÍS bikar kvenna.

„Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“
„Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30.

Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður körfuboltaliðs KR, hefur verið í laser focus undanfarna daga, og ekki að ástæðulausu. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bikarúrslitaleik dagsins við Val.

Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila
Ástralski körfuboltamaðurinn Joe Ingles byrjaði sinn fyrsta leik í NBA í þrjú ár þegar Minnesota Timberwolves mætti New Orleans Pelicans í nótt. Fyrir því var falleg ástæða.

Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“
Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins.

„Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“
„Hvaða körfuboltamann í sögunni samsvarar Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, sér mest við? Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“

Bronny stigahæstur hjá Lakers
Körfuboltamaðurinn Bronny James átti sinn besta leik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Milwaukee Bucks, 89-118, í NBA-deildinni í nótt.

Uppselt á úrslitaleik KR og Vals
Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir.

Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna
Körfuboltafélagið Boston Celtics hefur nú verið selt fyrir 6,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 814 milljarða íslenskra króna, sem er metupphæð.

Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga
Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars.

Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid
Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti úr viðureign sinni í undanúrslitum VÍS bikarsins í kvöld. Þeir lutu í gras fyrir Val 67-91 og sáu ekki mikið til sólar í leiknum. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins gat var ekki með skýringar á hittni sinna manna.

Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri
Joshua Jefferson er í því hlutverki að koma inn af bekknum í liði Vals eins og staðan er núna en hann heldur betur skilaði frábæru framlagi í sigri Vals á Keflavík í undanúrslitum VÍS bikarsins. Joshua skoraði 20 stig og Valur vann mínúturnar hans með 21 stigi.

„Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“
Jakob Sigurðarson, þjálfari KR, var vitanlega kampakátur eftir sigur lærisveina sinna gegn Stjörnunni í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í Smáranum í kvöld.