Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Máluðu Smárann rauðan

Valur varð í gær bikarmeistari í annað sinn á þremur árum þegar liðið lagði KR örugglega að velli, 78-96, í Smáranum í Kópavogi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er alltaf bjart­sýnn en alltaf stressaður“

„Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30.

Körfubolti
Fréttamynd

Bronny stiga­hæstur hjá Lakers

Körfuboltamaðurinn Bronny James átti sinn besta leik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Milwaukee Bucks, 89-118, í NBA-deildinni í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­selt á úr­slita­leik KR og Vals

Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurður Ingi­mundar.: Þurfum að vera meira solid

Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti úr viðureign sinni í undanúrslitum VÍS bikarsins í kvöld. Þeir lutu í gras fyrir Val 67-91 og sáu ekki mikið til sólar í leiknum. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins gat var ekki með skýringar á hittni sinna manna.

Körfubolti
Fréttamynd

Joshua: Orka og undir­búningur skiluðu þessum sigri

Joshua Jefferson er í því hlutverki að koma inn af bekknum í liði Vals eins og staðan er núna en hann heldur betur skilaði frábæru framlagi í sigri Vals á Keflavík í undanúrslitum VÍS bikarsins. Joshua skoraði 20 stig og Valur vann mínúturnar hans með 21 stigi.

Körfubolti