„Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ „Þetta er gríðarlega þungt og maður svona hálfpartinn trúir þessu ekki enn þá. Þetta er staðan og við erum enn að spila fyrir Ísland þannig að við verðum að rífa okkur upp og spila vel gegn Argentínu,“ segir Viggó Kristjánsson en hann var enn að sleikja sárin eftir Króataleikinn er Vísir hitti hann í gær. Handbolti 26.1.2025 10:01
Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Danmerkur, reiddist og ýtti í burtu aðgerðasinna sem hljóp inn á völlinn í Boxen í gær, þegar Danir og Tékkar áttust við á HM í handbolta. Maðurinn dreifði konfettí um gólfið og sameinuðust leikmenn og starfsmenn um að hreinsa til eftir hann. Handbolti 26.1.2025 09:32
„Hann sem klárar dæmið“ „Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“ Körfubolti 26.1.2025 09:01
Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Landsliðsmennirnir Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason áttu báðir fína leiki þegar lið þeirra máttu þola töp. Körfubolti 25.1.2025 19:46
Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Topplið Napoli kom til baka gegn Juventus í stórleik dagsins í ítalska boltanum. Lærisveinar Thiago Motta í Juventus voru taplausir í deildinni fyrir leikinn gegn Antonio Conte og hans mönnum í kvöld. Fótbolti 25.1.2025 19:13
Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Kylian Mbappé stóð við loforð sitt og skoraði öll þrjú mörk Spánarmeistara Real Madríd þegar liðið lagði Valladolid 3-0 í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fótbolti 25.1.2025 19:00
Danir áfram með fullt hús stiga Danmörk heldur áfram að vinna örugga sigra á HM karla í handbolta. Nú voru það Tékkar sem lágu í valnum. Handbolti 25.1.2025 18:47
Aldís Ásta fór á kostum Aldís Ásta Heimisdóttir átti frábæran leik þegar Skara lagði Kristianstad í efstu deild sænska kvennahandboltans í dag. Handbolti 25.1.2025 18:26
Bournemouth fór illa með Forest Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Nottingham Forest 5-0 í ensku úrvalsdeild karla. Gestirnir eru í baráttu um Meistaradeildarsæti. Þá vann Everton 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion á meðan Newcastle United lagði botnlið Southampton á útivelli. Enski boltinn 25.1.2025 17:47
Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Skytturnar hans Mikel Arteta unnu gríðarlega mikilvægan útisigur á Úlfunum í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 25.1.2025 17:40
Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark á Englandi þegar Preston North End vann mikilvægan 2-1 sigur á Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þá skoraði Jón Daði Böðvarsson annan leikinn í röð fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni. Enski boltinn 25.1.2025 17:27
Komu til baka eftir skelfilega byrjun Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 25.1.2025 17:00
Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag. Enski boltinn 25.1.2025 14:31
Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen töpuðu niður 2-0 forystu gegn RB Leipzig á útivelli í efstu deild þýska boltans, lokatölur 2-2. Á sama tíma vann Bayern München mikilvægan 2-1 útisigur á Freiburg. Fótbolti 25.1.2025 16:43
Einbeittur brotavilji Víkinga Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ. Íslenski boltinn 25.1.2025 16:37
Allir vonsviknir af velli í Varazdin Austurríki og Holland urðu á endanum að sætta sig við jafntefli, 37-37, í milliriðli tvö á HM karla í handbolta í dag. Það eykur líkurnar á að Ungverjar fylgi Frökkum upp úr riðlinum, og í 8-liða úrslit við lið úr milliriðli Íslands. Handbolti 25.1.2025 16:21
Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, hefur fengið þau skilaboð frá vinnuveitendum sínum í FC Kaupmannahöfn að hann skuli finna sér nýtt félag. Fótbolti 25.1.2025 15:32
Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Fram kom sér aftur upp fyrir Hauka í 2. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta í dag með öruggum sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum, 25-17. Handbolti 25.1.2025 14:52
Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti. Enski boltinn 25.1.2025 14:31
Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Íslendingaliðið Düsseldorf afar dýrmætan 3-2 útisigur gegn Karlsruhe í dag, með sigurmarki í uppbótartíma. Fótbolti 25.1.2025 14:02
Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Þeir Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmenn Íslands í handbolta gerðu upp svekkjandi sex marka tap Íslands gegn Króatíu á HM í handbolta í hlaðvarpssætinu Besta sætið. Þar veltu þeir vöngum yfir því hvað betur hefði mátt fara í leik íslenska liðsins. Handbolti 25.1.2025 13:32
Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. Handbolti 25.1.2025 13:13
Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Gísli Bragi Hjartarson múrarameistari og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri er látinn. Gísli, sem var á 86. aldursári, er faðir Alfreðs Gíslasonar, landsliðsþjálfara Þýskalands og fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta og lést hann á þriðjudaginn síðastliðinn, 21.janúar, sama dag og Alfreð stýrði Þýskalandi gegn Danmörku á HM í handbolta. Handbolti 25.1.2025 12:34
Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ Þórskonur virðast hreinlega óstöðvandi í Bónus-deildinni í körfubolta og þar hjálpar til mögnuð þriggja stiga hittni þeirra Amandine Toi og Esther Fokke, eins og fjallað var um í Körfuboltakvöldi kvenna á Stöð 2 Sport. Körfubolti 25.1.2025 12:30