Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag. Mikil barátta var um þrjú laus sæti í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 25.5.2025 14:30
Garnacho ekki í hóp Alejandro Garnacho er ekki í leikmannahópi Manchester United sem tekur á móti Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Hann gæti verið á förum frá félaginu. Enski boltinn 25.5.2025 14:00
Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir lokaleik þess í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 25.5.2025 11:49
Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Brandon Williams hefur nú hlotið fjórtán mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir glæfraakstur sinn í ágúst 2023, þegar hann var leikmaður Manchester United. Enski boltinn 23.5.2025 13:44
Var ekki nógu ánægður með Trent Arne Slot, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, hefur greint frá því að hann hafi ekki verið nógu ánægður með framlag Trent Alexander Arnold á æfingum liðsins í upphafi tímabils. Trent er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu eftir tímabilið. Enski boltinn 23.5.2025 12:02
Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, segist vilja sjá með berum augum hvernig Ivan Toney komi út í enska hópnum. Toney er nú valinn í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir sádi-arabíska liðsins Al-Ahli frá Brentford síðasta sumar. Enski boltinn 23.5.2025 09:45
Starf Amorims öruggt Þrátt fyrir að Manchester United hafi átt afleitt tímabil er starf knattspyrnustjórans Rubens Amorim ekki í hættu. Enski boltinn 23.5.2025 08:01
Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Leikmenn AFC Whyteleafe fögnuðu heldur óhefðbundnum meistaratitli í utandeild á Englandi þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti. Enski boltinn 23.5.2025 07:03
Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Bruno Fernandes segir að hann muni yfirgefa Manchester United ef félagið vill græða pening á því að selja hann. Enski boltinn 22.5.2025 09:01
Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Stuðningsmenn annarra liða en Manchester United og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni vonast hvað flestir eftir sigri þeirra síðarnefndu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 21.5.2025 13:02
Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Everton hefur fordæmt netníð sem eiginkona Dominic Calvert-Lewin, framherja liðsins, varð fyrir. Enski boltinn 21.5.2025 10:31
Guardiola hótar að hætta Pep Guardiola hótar að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester City nema fækkað verði í leikmannahópi liðsins. Enski boltinn 21.5.2025 07:30
„Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. Enski boltinn 20.5.2025 22:32
Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Árangur Nuno Espiríto Santo með Nottingham Forest hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Roma er sagt vilja fá Portúgalann til að taka við gamla brýninu Claudio Ranieri sem sneri til baka og bjargaði sínu uppáhalds félagi eftir að hafa sagt skilið við þjálfun. Enski boltinn 20.5.2025 19:02
De Bruyne kvaddur með stæl Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne lék í kvöld sinn síðasta heimaleik fyrir Manchester City. Það var því við hæfi að liðið sýndi sínar bestu hliðar þó De Bruyne sjálfur hafi klikkað á algjöru dauðafæri. Enski boltinn 20.5.2025 18:32
Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. Enski boltinn 20.5.2025 16:45
Beckham varar Manchester United við David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hvetur eigendur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykilleikmanninn Bruno Fernandes. Enski boltinn 20.5.2025 15:18
Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Brighton & Hove Albion kom í tvígang til baka gegn nýkrýndum Englandsmeisturum Liverpool og vann á endanum 3-2 sigur þökk sé sigurmarki hins tvítuga Jack Hinselwood þegar fimm mínútur lifðu leiks. Enski boltinn 19.5.2025 18:30
Cunha að ganga í raðir Man United Það virðist næsta öruggt að brasilíski framherjinn Matheus Cunha muni ganga í raðir Manchester United þegar tímabilinu lýkur. Talið er að alls hafi fimm lið verið með hann á óskalista sínum en Cunha er harður á því að spila fyrir Man United. Enski boltinn 19.5.2025 17:24
Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Gary Lineker lætum af störfum hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, á sunnudag. Hann hættir í skugga ásakana um gyðingahatur. Enski boltinn 19.5.2025 14:15
Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Arsenal nánast gulltryggði sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð með því að leggja Newcastle að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir leikinn hafði Arsenal ekki unnið deildarleik síðan 20. apríl. Enski boltinn 18.5.2025 15:03
Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Jamie Vardy átti draumaendi á ferli sínum með Leicester City þegar hann skoraði 200. mark sitt fyrir félagið í 500. leiknum. Leicester fór með 2-0 sigur af hólmi gegn Ipswich. Enski boltinn 18.5.2025 16:29
Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Chelsea varð FA bikarmeistari með 3-0 sigri gegn Manchester United í úrslitaleik á Wembley. Titilinn var sá þriðji á tímabilinu hjá Chelsea sem bar höfuð og herðar yfir önnur lið á Englandi. Enski boltinn 18.5.2025 14:35
Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Stórkostleg stemning myndaðist og stóð yfir síðasta leik karlaliðs Everton í Guttagarði, Goodison Park, í 2-0 sigri gegn Southampton. Iliman Ndiaye skoraði bæði mörkin. Enski boltinn 18.5.2025 13:03