Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Skamma og banna Play að blekkja neyt­endur

Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Spá 2,2 prósent hag­vexti í ár

Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endur­greiða

Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Falsaði bréf frá skóla­stjóra á kostnað Kennara­sam­bandsins

Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð þeirra til Reims í Frakklandi í júní. En ekkert varð úr skólaheimsókninni enda var þeim ekki boðið.

Innlent
Fréttamynd

Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum

Íris Angela Jóhannesdóttir, innkaupa- og markaðsstjóri Víkurverks, segir sölu góða á hvers kyns hjólhýsum, húsbílum og tjaldvögnum í sumar. Margir velti því þó fyrir sér hvernig eigi að tengja við rafmagns því oft sé mikið að gera á tjaldsvæðunum og slegist um innstungur.

Neytendur
Fréttamynd

Kvartanir borist vegna aflýstra flug­ferða

Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. 

Neytendur
Fréttamynd

Svona verða bílastæðagjöldin hjá Há­skóla Ís­lands

Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust.

Innlent
Fréttamynd

Á­ætla að hús­næði á Ís­landi sé veru­lega van­tryggt fyrir bruna

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík.

Neytendur
Fréttamynd

Verðlagssæti Ís­lands enn eitt árið komi ekki á ó­vart

Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða.

Neytendur
Fréttamynd

Konur geta tryggt sig á með­göngu í fyrsta sinn

Sjóvá kynnir í dag, á kvenréttindadeginum, nýja tegund tryggingarverndar sem sérstaklega er hönnuð fyrir barnshafandi konur. Meðgöngutrygging er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en er að norrænni fyrirmynd. Tryggingin kostar 30 þúsund krónur. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni og hálfri milljón.

Neytendur
Fréttamynd

Til­kynningum frá verslunareigendum um al­var­leg at­vik hafi fjölgað

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, segir markmið nýs átaks SVÞ, VR og LÍV gegn ofbeldi í garð verslunarfólks að ná utan um vandann og tryggja að allar verslanir séu með gott verklag og leiðbeiningar fyrir starfsfólk. Atvikum hafi farið fjölgandi og sum þeirra geti flokkast sem einelti eða kynferðisleg áreitni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum

Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58 prósent í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5 prósentum. Um er að ræða fjórða mánuðinn í röð þar sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6 prósent árshækkun á matvörum.

Neytendur
Fréttamynd

Rækja fannst í skinkusalati

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af skinkusalati frá Salathúsinu eftir að rækja fannst í einu boxi. Neytendum með rækjuofnæmi er bent á að farga boxinu eða skila.

Neytendur
Fréttamynd

Ný skýrsla: Raf­orku­verð heimila hafi hækkað um ellefu prósent

Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu.

Innlent