Skoðun

Fréttamynd

Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin

Vilhjálmur Hilmarsson

Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Líf án ótta og gjöfin í and­legri vakningu

Líf án ótta. Grein sem ég er búin að vera með í maganum í nokkra mánuði, en er loks nú að fá sinn stað í sólinni. Og eins og áður þá ætla ég að skrifa þessa grein í smá ADHD stíl. Eins og mér finnst gaman að gera. 

Skoðun
Fréttamynd

For­gangs­orkan verður ekki skert

Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hyggja - hvað er það?

Umhyggja – félag langveikra barna var stofnað árið 1980 og er því 44 ára í ár. Þótt starfsemi félagsins hafi vaxið og þróast í gegnum tíðina hefur markmið félagsins frá stofnun verið að gæta hagsmuna langveikra barna og styðja við fjölskyldur þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

„Við höfðum öll rangt fyrir okkur“

„Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Í­þrótta­hreyfingin og gervi­verk­taka

Frjáls félagasamtök eru ein af undirstöðum blómlegs samfélags. Ég þori að fullyrða að öll reiðum við okkur á þjónustu eða tökum þátt í starfsemi einhverra félagasamtaka í gegnum ævina, hvort sem það eru íþróttafélög, verkalýðsfélög, kvenfélög eða önnur félagasamtök.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um til­finningar

Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar.

Skoðun
Fréttamynd

Óttinn við ís­lensku raf­krónuna

Hugsunin um íslensku rafkrónuna var ótti sem var magnaður smá upp í mér þegar ég gekk í gegnum eldskírn á ótta í andlegri vakningu. Nú einu og hálfu ári seinna, þá situr þessi ótti enn í mér. Spurningar sem ég hef haft í huga frá því ég tók eftir rafkrónunni standa flest allar enn ósvaraðar og áhuginn á því að ræða að hey, það er kominn nýr gjaldmiðill hér í landi, er ekkert svo mikill.

Skoðun
Fréttamynd

Á­skorun til Sjúkra­trygginga Ís­lands – hugsum í lausnum

Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað hefur Ís­land gert?

WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum.

Skoðun
Fréttamynd

Ýmis­legt um rafmagnsbíla og reið­hjól

Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hver er ég og hvert er ég að fara?

Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við.

Skoðun
Fréttamynd

Þeir borga sem nota!

Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­kennd sam­fé­lags

Hann var kaldranalegur, mánudagsmorguninn 16. september þegar fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

„Heim­ferða- og fylgdadeild“

Ég hafði aldrei heyrt minnst á Heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra fyrr en í gær og einu eldri dæmi sem ég finn á netinu eru í frétt frá því í júlí og annarri frá í ágúst. Á vef Lögreglunnar er vissulega síða með fyrirsögninni „Heimferða- og fylgdadeild“ og í upphafi textans á síðunni segir: „Heimferða- og fylgdadeild (áður Stoðdeild) ríkislögreglustjóra annast framkvæmd lögreglufylgda úr landi þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni og hafa ekki annan rétt til dvalar á Íslandi.“ 

Skoðun
Fréttamynd

Til varnar mennsku kúgarans

Brasilíski menntunarfræðingurinn Paulo Freire sagði að þegar við afmennskum aðra þá afmennskum við okkur sjálf í leiðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ó­mennskan vitnar í lög

Í gegnum söguna hafa allskonar óhæfuverk verið framin af ríkisstjórnum sem réttlæta slíkt með því að vitna í lög. Þegar ráðherra vitnar í lög til þess að réttlæta það að flytja barn með ólæknandi sjúkdóm úr landi, útí óvissuna, og fjölskyldu hans með, þá getur hann um leið slökkt á samvisku sinni og sagt: Ég er bara að fylgja lögum.

Skoðun