Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. Innlent 9.5.2025 09:37
Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Úrkoma og vindur minnkar heldur miðað við í gær en áfram verður fremur hryssingslegt veður sunnan- og vestantil. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum og líkur eru á krapa og hálku á fjallvegum. Veður 9.5.2025 07:14
Vindur, skúrir og kólnandi veður Víðáttumikil hæð yfir Skotlandi og lægð við suðausturströnd Grænlandi valda suðvestanátt á landinu í dag og má búast við strekkingsvindi og skúrum. Yfirleitt verður þó þurrt norðaustanlands. Veður 8.5.2025 07:11
Skýjað og rigning af og til Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem verður skýjað og dálítil súld eða rigning af og til. Þó verður bjart að mestu suðaustantil. Veður 2. maí 2025 07:09
Hiti gæti náð fimmtán stigum Lægð suðaustur af Hornafirði stjórnar veðri landsins í dag með vestlægum áttum. Skýjað og dálítil væta og hiti á bilinu fimm til tíu stig. Bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum og gæti hiti þar náð 15 stigum. Veður 1. maí 2025 10:14
Styttir víða upp og kólnar Lægð suðvestur af Reykjanesi nálgast nú landið en skil hennar fóru allhratt yfir landið í nótt með tilheyrandi vindi og vætu. Veður 30. apríl 2025 07:08
Von á allhvössum vindi og rigningu Veðurstofan spáir skýjuðu veðri í dag en að verði úrkomulaust að kalla. Austantil má reikna með bjartviðri. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig í dag og hlýjast fyrir norðan. Veður 29. apríl 2025 07:01
Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag og að gangi á með skúrum sunnan- og vestanlands. Veður 28. apríl 2025 07:18
Útlit fyrir þokkalegt veður Útlit er fyrir þokkalegt veður á landinu í dag, fremur hægan vind og skúraleiðingar á Suður- og Vesturlandi. Þurrt að mestu og víða bjartviðri norðan- og austanlands, en líkur á þokuslæðingi úti við sjóinn. Veður 27. apríl 2025 07:53
Hægfara lægð yfir landinu Víðáttumikil og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu næstu daga. Í dag spáir veðurfræðingur sunnan- og suðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart á norðaustanverðu landinu. Veður 26. apríl 2025 08:03
Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi beinir til okkar suðaustlægri átt, víða verða fimm til 13 metrar á sekúndu í dag og væta með köflum, en samfelld rigning á Suðausturlandi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Veður 25. apríl 2025 07:18
Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Útlit er fyrir rigningarlausan sumardag fyrsta á suðvesturhorninu, þar sem hlýjast verður í dag. Spáð er austan og suðaustanátt 8-15 m/s sunnanlands, annars hægari vindi. Innlent 24. apríl 2025 07:32
„Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. Innlent 23. apríl 2025 09:29
Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt og björtu veðri um mest allt land. Við suðurströndina má hins vegar búast við heldur hvassari austanátt, átta til þréttán metrum á sekúndu, og jafnvel skýjuðu veðri með dálítilli vætu af og til. Veður 23. apríl 2025 07:07
Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. Innlent 22. apríl 2025 19:30
Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Veður 22. apríl 2025 07:09
Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Spáð er hátt í þrettán stiga hita á sumardaginn fyrsta. Á spákortinu má sjá sól víða um landið og tveggja stafa tölur vestan- og sunnantil. Innlent 21. apríl 2025 07:40
Rólegheitaveður á páskadag Víðáttumikill hæðarhryggur norður í hafi teygir sig yfir landið og gefur yfirleitt mjög hægan vind á páskadag. Lægð suðvestur af landinu veldur þó austankalda eða -strekking allra syðst. Innlent 20. apríl 2025 07:29
Lést í snjóflóði í Ölpunum 27 ára breskur ferðamaður lést í snjóflóði í Ölpunum. Gríðarlegt magn af snjó er á svæðinu sem hefur valdið rafmagnstruflunum og vegalokunum. Erlent 19. apríl 2025 10:42
Víða bjart yfir landinu í dag Í dag má búast við hægum vindum og verður víða bjart yfir landinu. Allmikil hæð er yfir landinu en bætir svo í vind syðst á landinu. Suðasutlæg átt gæti borið með sér súldarbakka við suður- og vesturströndina í dag. Veður 19. apríl 2025 09:58
Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Í dag verður fremur hæg breytileg átt á landinu, en norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu á Austfjörðum fram eftir degi. Norðaustan 3 til 8 metrar á sekúndu. Yfirleitt bjart, en skýjað og stöku smáél norðaustantil en léttir í kvöld. Hiti 3 til 9 stig yfir hádaginn, en nálægt frostmarki norðaustantil. Veður 18. apríl 2025 07:59
Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Í dag má búast við norðan kalda eða stinningskalda á landinu en á Austfjörðum verður allhvöss norðvestanátt fram eftir degi. Norðlæg átt 8 til 13 metrar á sekúndu, en norðvestan 13 til 18 austast. Veður 17. apríl 2025 08:09
„Með allra besta móti miðað við árstíma“ Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og margir á faraldsfæti bæði innanlands og erlendis. Veðurfræðingur segir veðurhorfur fyrir páskana harla góðar. Innlent 16. apríl 2025 19:38
Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Þjóðvegur 1 er lokaður allt frá Mývatni austur til Egilsstaða vegna ófærðar. Snjókoma og éljagangur er á svæðinu og en draga á úr vindi með kvöldinu. Innlent 16. apríl 2025 18:19