Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Hinn 22 ára gamli Tryggvi Garðar Jónsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í handbolta með Fram, flytur til Austurríkis í sumar því hann hefur samið við úrvalsdeildarfélagið ALPLA Hard. Handbolti 27.5.2025 13:30
Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur. Handbolti 24.5.2025 10:31
„Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld. Fram sigraði Val með einu marki í kvöld, 27-28, og sópaði Val þar með 3-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 22.5.2025 22:18
Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti 22.5.2025 18:47
„Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. Handbolti 19. maí 2025 22:37
Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu. Handbolti 19. maí 2025 18:46
Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina „Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. Handbolti 19. maí 2025 15:02
„Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Einar Jónsson þjálfari Framara sagði liðið sinn hafa spilað heilsteyptan leik gegn Val í kvöld en Fram vann 37-33 sigur í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla. Liðin mætast næst á mánudag. Handbolti 15. maí 2025 21:46
Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Fram er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Val í úrslitum Olís-deildar karla í handknattleik. 37-33 sigur í kvöld þýðir að Framarar geta komist í 2-0 með sigri á heimavelli á mánudag. Handbolti 15. maí 2025 18:46
ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Jakob Ingi Stefánsson hefur samið við ÍBV og mun leika með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Samningurinn er til tveggja ára. Handbolti 13. maí 2025 17:45
Frá Eyjum til Ísraels Handboltamarkvörðurinn Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV síðustu ár hefur ákveðið að yfirgefa Vestmannaeyjar og halda til Ísraels. Handbolti 8. maí 2025 14:31
Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Einn markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta í vetur, Jón Ómar Gíslason, er genginn í raðir Hauka frá Gróttu. Handbolti 8. maí 2025 10:55
Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þetta er það sem maður lifir fyrir“ sagði Viktor Sigurðsson eftir sigur í oddaleik gegn Aftureldingu. Valsmenn komust því í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar, þar sem Viktor mun mæta bróður sínum. Handbolti 2. maí 2025 22:32
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Valur vann Aftureldingu 33-29 í oddaleik í undanúrslitum Olís deildar karla. Valsmenn voru við völd allan leikinn og fengu mikla hjálp frá markmanninum Björgvini Pál Gústavssyni. Afturelding átti nokkur ágætis áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk. Rautt spjald á lokamínútum gerði svo algjörlega út af við leikinn. Handbolti 2. maí 2025 22:00
„Verður svakalegur leikur“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er vongóður fyrir oddaleik liðs hans við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Búast má við spennuleik. Handbolti 2. maí 2025 15:01
Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst. Handbolti 30. apríl 2025 08:00
„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Handbolti 28. apríl 2025 21:50
Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til. Handbolti 28. apríl 2025 18:45
„Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik. Handbolti 27. apríl 2025 23:00
Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Framarar tryggðu sér farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta með sigri á FH í tvíframlengdum leik í Lambhaga-höllinni í kvöld. Biðin hefur verið löng hjá Fram en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið kemst í úrslitin. Handbolti 27. apríl 2025 22:30
Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Selfoss tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handbolta með 27-26 sigri gegn Gróttu í fjórða leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild í kvöld. Handbolti 27. apríl 2025 19:34
Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Handknattleiksfólkið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason eru á leiðinni heim úr atvinnumennsku og hafa bæði samið um að spila með ÍBV í Olís deildunum. Handbolti 27. apríl 2025 16:15
Valur einum sigri frá úrslitum Valur lagði Aftureldingu með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 30-29 og Valur nú aðeins einum sigri frá því að leika um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 25. apríl 2025 21:33
„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði leikmenn sína hafa náð að framkvæma sóknarleik sinn, sem hafi verið góður til þessa í baráttunni við Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, enn betur þegar Hafnarfjarðarliðið rótburstaði gestina úr Úlfarsárdal í þriðja leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Sigursteinn varaði FH-inga þó við að fylgja ekki fordæmi Íkarosar í framhaldinu. Handbolti 24. apríl 2025 21:53
„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap. Handbolti 24. apríl 2025 21:46