Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Drauma­ferðin gæti verið nær en þú heldur

Úrval Útsýn býður upp á fjölmargar spennandi ævintýraferðir í vetur og í vor. Meðal þeirra eru ferðir til Óman og Dubai í febrúar, til Japans í mars og til Egyptalands í maí. Allar þrjár ferðirnar hafa fengið góðar viðtökur meðal landsmanna og því þurfa áhugasamir að bregðast skjótt við til að tryggja sér pláss.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Klappar fyrir ferða­löngunum í ó­veðrinu

Tugir sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í gær. Björgunarsveitir komu um tvö hundruð manns til aðstoðar. Björgunarsveitarmaður ber ferðalanga lofi sem hafi þurft að dúsa í bílum sínum í lengri tíma við erfiðar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að byggja hag­vöxt á­fram á fólks­fjölgun

Hagvöxtur sem byggir á sífellt auknu framboði vinnuafls er ekki sjálfbær og næsta vaxtarskeið á Íslandi verður að hvíla á öðrum grunni, að mati prófessors í opinberri verðmætasköpun sem forsætisráðuneytið fær til að ræða um atvinnustefnu ríkisstjórnarinarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lags­mál og fram­tíð ís­lenskrar ferða­þjónustu

Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sig­ríður Margrét tekur við

Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Bláa lónsins hf. frá 16. mars næst komandi. Hún hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Grímur Sæmundsen, sem verið hefur forstjóri Bláa lónsins frá stofnun þess 1992 lætur þá af störfum en tekur sæti í stjórn félagsins á næsta aðalfundi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er öllu stjórnað með ógn þarna“

Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd.

Innlent
Fréttamynd

Veki furðu að bíla­leigu­bílar séu ekki á nagla­dekkjum

Teitur Þorkelsson leiðsögumaður kom að bílveltu í gær, nýársmorgun, við Kambana á Hellisheiði og furðar sig á því að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum. Í bílnum voru ferðamenn sem voru fluttir til Hveragerðis til aðhlynningar og voru ekki alvarlega slasaðir að sögn Teits. Hann segir þau þó hafa verið í miklu áfalli.

Innlent
Fréttamynd

Áramótaannáll 2025

Árið 2025 var ekki ár upplýsingaskorts. Það var ár skorts á hlustun. Í umræðunni um ferðaþjónustuna, skattheimtu og opinbera stefnumótun lágu staðreyndirnar fyrir allan tímann. Tölur voru aðgengilegar, reynslan skýr og áhrifin fyrirsjáanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað

Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans.

Neytendur
Fréttamynd

Fær íshellaferð ekki endur­greidda

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst.

Neytendur
Fréttamynd

Fá­tækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum

Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Vönduð laga­setning á undan­haldi

Á ferðaþjónustudegi Samtaka ferðaþjónustunnar síðastliðið haust komst ég svo að orði í opnunarávarpi mínu: „ég held að ég tali fyrir okkur öll sem störfum í ferðaþjónustunni þegar ég segi að við höfum einfaldlega verulegar áhyggjur af boðuðum áformum og aðgerðum stjórnvalda sem snerta atvinnugreinina með beinum hætti“. Þær áhyggjur eru nú að raungerast.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­völd beita sleggjunni og ferða­þjónustan á að liggja undir höggum

Það sem ég varaði við í grein á Vísi 1. desember síðastliðinn er því miður að raungerast. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forsætisráðherra, þar sem talað var um ferðaþjónustuna með þeim hætti að skilja mátti orð hennar þannig að greinin væri hálfgerður samfélagslegur baggi, er nú orðið ljóst hvert stefnir.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er að marka ríkis­stjórn sem segir eitt en gerir annað?

Um helgina kom í ljós að þingmenn ríkisstjórnarinnar í Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis virðast kæra sig kollótta um það gríðarlega tjón sem tillaga þeirra um upptöku kílómetragjalds á ökutæki mun valda bílaleigum. Í nefndaráliti meirihlutans er nákvæmlega ekkert mark tekið á yfirveguðum og afar vel rökstuddum ábendingum Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrirtækjanna sjálfra um það tjón sem fyrirvaralaus upptaka kílómetragjaldsins um áramót mun óhjákvæmilega valda þeim.

Skoðun