Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. Viðskipti innlent 8.5.2025 12:00
Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu. Viðskipti innlent 8.5.2025 11:33
Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Háskólinn á Akureyri hefur gert tveggja ára samning um aðgang að Scite sem mun veita rannsakendum og nemendum við skólann aðgang að rannsóknartóli með innbyggðum stuðningi við fræðslu og gervigreind. Viðskipti innlent 8.5.2025 11:19
Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Engar eignir fundust í búi GBN-2024 ehf., sem var í eigu Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er í daglegu tali kallaður Gummi kíró. Viðskipti innlent 7.5.2025 11:04
Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Alvotech áætlar að mögulegir tollar á innflutning lyfja til Bandaríkjanna hefðu hverfandi áhrif á tekjur félagsins af sölu lyfja á árinu. Viðskipti innlent 7.5.2025 10:10
„Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. Atvinnulíf 7.5.2025 07:00
Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Berjaya Hotels Iceland hefur tilkynnt að þau ætli að nýta forleigurétt sinn við Reiti fasteignafélag hf. að Hilton Reykjavík Nordica og Reykjavík Natura hótel er staðsett. Íslandshótel gerðu samning við Reiti í síðasta mánuði um rekstur og leigu til sautján mánaða með þeim fyrirvara að Berjaya hefði forleigurétt. Viðskipti innlent 6.5.2025 21:40
Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Icelandair flutti 381 þúsund farþega í apríl, 24 prósent fleiri en í apríl 2024. Það sem af er ári hefur félagið flutt yfir 1,2 milljón farþega. Í mánuðinum voru 29 prósent farþega á leið til landsins, 19 prósent frá landinu, 47 prósent voru tengifarþegar og fimm prósent ferðuðust innanlands. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair. Viðskipti innlent 6.5.2025 18:08
Sólon lokað vegna gjaldþrots Veitingahúsið Sólon er hætt starfsemi. Þórir Jóhannsson sem átti staðinn segir félagið sem hafi rekið veitingastaðinn hafa farið í gjaldþrot fyrir um tveimur mánuðum. Hann hafi reynt að halda starfseminni gangandi en ekki náð samkomulagi við húseigendur um framhald á rekstri í húsinu. Viðskipti innlent 6.5.2025 16:20
Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnn á að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist um mitt næsta ár og að hagvöxtur taki við sér á næstunni. Aukin spenna í milliríkjaviðskiptum geti þó bitnað á Íslandi. Viðskipti innlent 6.5.2025 13:01
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Búast má við að hagvöxtur á Íslandi taki við sér í ár eftir að töluvert hægði á efnahagslífinu í fyrra og eru horfur taldar góðar til meðallangstíma. Hins vegar gæti aukin spenna í milliríkjaviðskiptum orðið meiri en nú er gert ráð fyrir ef bandarískir tollar verða lagðir á innflutt lyf eða ef hugsanlegir refsitollar ESB bitna á Íslandi. Fækkun ferðamanna til og frá Bandaríkjunum gæti einnig haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 6.5.2025 09:42
Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Sveinn Símonarson, einn af stofnendum og fyrri eigendum Kletts, hefur tekið við nýju hlutverki sem viðskiptastjóri hjá Styrkás. Viðskipti innlent 6.5.2025 09:01
Ráðin hagfræðingur SVÞ Íris Hannah Atladóttir hefur verið ráðin hagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu. Viðskipti innlent 6.5.2025 08:51
Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. Viðskipti erlent 6.5.2025 08:11
Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Nýr rekstraraðili tekur við rekstri fríhafnarverslana í Keflavík á miðvikudaginn og verða verslanirnar því lokaðar tímabundið vegna breytinga frá því annað kvöld og fram á miðvikudagsmorgun. Þá opna fríhafnarverslanir í Keflavík undir nýju nafni, Ísland - Duty Free. Viðskipti innlent 5.5.2025 14:03
Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ „Við viljum kvikmyndir framleiddar í Bandaríkjunum aftur,“ skrifaði Trump í hástöfum á miðli sínum Truth Social í nótt. Þar boðaði hann að kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna yrðu tollaðar um eitt hundrað prósent. Fjögur til sex stór kvikmyndaverkefni eru í undirbúningi á Íslandi á næstu misserum. Viðskipti innlent 5.5.2025 13:04
Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Júlíus Steinn Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs (Global People Director) hjá Benchmark Genetics og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 5.5.2025 12:34
Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Þórdís Valsdóttir, útvarpsstjóri hjá Sýn, hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins til eins árs. Viðskipti innlent 5.5.2025 12:22
„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra og formanns Samfylkingarinnar, tapaði hátt í fimmtán þúsund krónum við að skipta erlendum gjaldeyri í Leifsstöð á dögunum. Fjármálaráðgjafi segir dæmið því miður ekki koma á óvart þar sem algengt sé að slæm kjör bjóðist í hraðbönkum og hjá gjaldeyrismiðlurum á fjölförnum ferðamannastöðum. Viðskipti innlent 5.5.2025 10:42
Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Hjálmtýr Grétarsson hefur tekið við starfi viðskiptastjóra fyrirtækjasviðs hjá ELKO. Sem slíkur leiðir hann fyrirtækjasölu ELKO og áframhaldandi þróun á þjónustu sviðsins. Viðskipti innlent 5.5.2025 10:09
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Fjármálaeftirlitið hefur gert Landsbankanum að gera úrbætur eftir að athugun eftirlitsins leiddi í ljós að bankinn hafi gerst brotlegur við reglur í tengslum við lánveitingar til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ekki var þó talið tilefni til að beita viðurlögum gegn bankanum. Viðskipti innlent 5.5.2025 07:58
Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Þetta eru í raun munnælasögur og einna helst að maður reyni að stökkva á eldra fólk þegar það labbar hér framhjá,“ segir Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Bæjarbíós í Hafnarfirði. Atvinnulíf 5.5.2025 07:00
Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni. Viðskipti innlent 4.5.2025 22:02
Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram. Viðskipti innlent 4.5.2025 19:01