Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Dönsk yfirvöld leggja til að bjóða upp á gjaldfrjálsa tannlæknaheimsókn einu sinni á ári. Markmiðið sé að bæta tannheilsu þjóðarinnar. Erlent 7.12.2025 17:04
Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Einn hefur verið handtekinn grunaður um að ráðast á hóp fólks með piparúða á Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Fleiri árásarmanna er enn leitað og mikill fjöldi viðbragðsaðilar er á vettvangi. Hið minnsta fimm voru fluttir á sjúkrahús. Erlent 7.12.2025 13:47
Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Dönsku ríkisstjórnarflokkarnir eru klofnir yfir því hvort landið ætti að segja sig úr Evrópusamningi um ríkisfang svo stjórnvöld geti löglega svipt erlenda afbrotamenn dönsku ríkisfangi. Formaður eins ríkisstjórnarflokks viðraði þá hugmynd í gær að segja sig úr samningnum ef Danir koma ekki sínum breytingum í gegn. Erlent 7.12.2025 11:26
Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Bandaríkjastjórn hefur í hyggju að fjölga þeim ríkjum sem sæta ferðabanni til Bandaríkjanna í yfir 30. Þetta staðfestir heimavarnaráðherrann Kristi Noem. Erlent 5.12.2025 12:08
Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Erlent 5.12.2025 11:38
Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Edinborgarflugvelli var lokað í skamma stund í morgun vegna bilana hjá þjónustuaðila flugumferðarstjórnarinnar á vellinum. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils forstöðumanns samskipta hjá Icelandair, kann lokunin að hafa einhverja seinkun í för með sér fyrir farþega félagsins. Erlent 5.12.2025 11:02
Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir. Erlent 5.12.2025 10:28
Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa lagt fram tvær tillögur um hvernig Evrópuríkin gætu aðstoðað Úkraínumenn við að fjármagna baráttu sína gegn Rússum næstu tvö árin. Erlent 5.12.2025 09:11
Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Verðmætt Fabergé-hálsmen skilaði sér í gærkvöldi út sér þjófi sem gleypti það í skartgripaverslun á Nýja-Sjálandi. Það tók meltingarkerfi mannsins sex daga að sýna lögreglu samstarfsvilja. Erlent 5.12.2025 08:25
Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. Erlent 5.12.2025 08:08
Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Ellefu einstaklingar sem lifðu Helförina krefjast þess að Nigel Farage, leiðtogi Reform UK, segi satt og biðjist afsökunar á framgöngu sinni á skólaárum sínum. Erlent 5.12.2025 07:47
Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Þingmenn í Færeyjum hafa samþykkt að rýmka lög um þungunarrof, þannig að það verði nú heimilt fram að þrettándu viku meðgöngu. Það hefur hingað til verið bannað, nema þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells, eða þegar líf móðurinnar eða heilbrigði fóstursins hefur verið talið í hættu. Erlent 5.12.2025 06:41
Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Vladimir Pútín Rússlandsforseti ítrekaði hótanir sínar gagnvart Úkraínu í viðtali við India Today í gær og sagði að annað hvort myndu Úkraínumenn hörfa frá Donbas eða verða hraktir þaðan með hernaðarvaldi. Erlent 5.12.2025 06:26
Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í dag mann sem grunaður er um að hafa komið tveimur rörasprengjum fyrir á tveimur stöðum í Washington DC þann 6. janúar 2021. Maðurinn, sem sagður er vera þrjátíu ára gamall og frá Virginíu en hann heitir Brian Cole yngri, kom fyrir sprengjunum fyrir utan höfuðstöðvar landsnefnda bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Erlent 4.12.2025 22:37
Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ógnaði öryggi hermanna með því að ræða yfirvofandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Það gerði hann í einkasíma sínum gegnum samskiptaforritið Signal, en blaðamaður var í einum hópnum sem Hegseth var í og var honum bætt í hópinn fyrir mistök. Erlent 4.12.2025 21:32
Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. Erlent 4.12.2025 19:03
Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag. Erlent 4.12.2025 15:13
Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Salvador Plasencia, læknir sem játaði að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamín hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Hann er ekki sakaður um að hafa selt Perry skammtinn sem dró hann til dauða. Erlent 3.12.2025 23:56
Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja til að frystar eignir Rússa í Belgíu og öðrum Evrópuríkjum verði notaðar til að fjármagna 165 milljarða evra lán til Úkraínu. Peningarnir yrðu notaðir til að fjármagna ríkisrekstur og varnir Úkraínu á næstu árum. Erlent 3.12.2025 23:06
Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Óprúttinn, grímuklæddur innbrotsþjófur braust um helgina inn í vínbúð í Virginíu í Bandaríkjunum. Þjófurinn er sagður hafa hagað sér dýrslega í versluninni, þar sem hann braut áfengisflöskur og drakk úr þeim af svo mikilli áfergju að hann „drapst“ inni á klósetti í versluninni. Erlent 3.12.2025 21:52
Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í kvöld myndir og myndbönd frá einkeyju barnaníðingsins heitna, Jeffreys Epstein. Hluti myndefnisins hefur aldrei sést áður. Erlent 3.12.2025 21:15
Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Rússneski geimfarinn Oleg Artemíev var á dögunum fjarlægður úr teymi geimfara sem átti að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í upphafi næsta árs. Hann er sagður hafa brotið gegn þjóðaröryggislögum í Bandaríkjunum með því að hafa tekið myndir af skjölum og eldflaugahreyflum í starfsstöð SpaceX í Kaliforníu. Erlent 3.12.2025 19:45
Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur náðað þingmann Demókrataflokksins frá Texas og eiginkonu hans en þau höfðu verið ákærð fyrir mútþægni og svik. Forsetinn segir í yfirlýsingu um náðunina að Joe Biden, forveri hans í embætti, hafi vopnvætt dómskerfið gegn pólitískum andstæðingum sínum sem hafi talað gegn opnum landamærum. Erlent 3.12.2025 17:57
Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. Erlent 3.12.2025 10:47