Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Krísa yfir­vofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar

Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn

Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna.

Erlent
Fréttamynd

Ísraels­her stöðvaði aðra skútu með vistum

Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví.

Erlent
Fréttamynd

Lýsa yfir her­lögum í Taí­landi

Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsþing á­lyktar um inn­limun Vesturbakkans

Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskur ráð­herra kynnir á­form um þjóðernishreinsun á Gasa

Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Alls 81 barn látist úr hungri

Alls hafa 113 manns látist úr hungri frá upphafi átaka á Gasaströndinni, þar af 81 barn. Fjörutíu manns hafa látist í þessum mánuði en af þeim voru sextán börn. 

Erlent