Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Donald Trump Bandaríkjaforseti er nefndur á nafn mörghundruð sinnum í nýbirtum skjölum tengdum máli Jeffrey Epstein barnaníðings og auðkýfings. Röð ásakana á hendur Trump um þátttöku í glæpum Epstein bárust alríkislögreglunni, þó með þeim fyrirvara að ásakanirnar virðast hafa borist í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Erlent 30.1.2026 23:16
Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Todd Blanche vararíkissaksóknari Bandaríkjanna tilkynnti í dag um útgáfu á milljónum blaðsíðna úr hinum svokölluðum Epstein-skjölum varðandi mál barnaníðingsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Áður óséð skjöl varpa frekara ljósi á andlát hans. Erlent 30.1.2026 20:28
Ákæru fyrir manndráp vísað frá Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum munu ekki geta farið fram á dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem ákærður hefur verið fyrir að ráða Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, af dögum árið 2024. Erlent 30.1.2026 16:48
Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Karlmaður hefur verið handtekinn fyrir að þykjast vera fulltrúi bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) til að frelsa Luigi Mangione úr haldi. Maðurinn var með pítsaskera í fórum sínum. Erlent 29.1.2026 22:12
Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Alríkissaksóknarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa hótað því að hætta í massavís. Er það vegna þess hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi rannsóknir á dauða þeirra Renée Good og Alex Pretti, sem skotin voru til bana af útsendurum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Erlent 29.1.2026 18:29
„Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Norskur fangi sem afplánaði dóm fyrir morð og var lýst sem hættulegasta manni Noregs fannst látinn í klefa sínum í morgun. Lögregla rannsakar hvernig lát fangans bar að en hann var aðeins 56 ára gamall. Erlent 29.1.2026 10:45
Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Allar tekjur af sölu olíu frá Venesúela munu rata í sjóð í umsjá Katar. Þá munu stjórnvöld í Venesúela hafa samþykkt að leggja fram mánaðarlega fjárhagsáætlun, sem verður fjármögnuð með úthlutun úr sjóðnum. Fjármögnunin verður háð samþykki Bandaríkjastjórnar. Erlent 29.1.2026 08:35
Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Ellefu meðlimir Ming-glæpafjölskyldunnar hafa verið teknir af lífi í Kína en þeir voru meðal annars fundnir sekir um manndráp, mannrán, svik og veðmálastarfsemi. Erlent 29.1.2026 06:54
Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Geimvísindamenn hafa fundið fjarlægustu vetrarbraut sem vitað er um. Hún er í um 13,5 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni en það þýðir að ljósið sem berst nú til jarðarinnar sýnir hvernig vetrarbrautin leit út þegar alheimurinn var einungis um 280 milljón ára gamall. Erlent 28.1.2026 23:13
Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Mennirnir tveir sem skutu Alex Pretti til bana í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögum hafa verið sendir í leyfi, eins og iðulega er gert þegar löggæsluaðilar skjóta fólk. Einn nánasti og áhrifamesti ráðgjafi Donalds Trump segir að mennirnir og aðrir útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafi mögulega ekki fylgt starfsreglum. Erlent 28.1.2026 20:14
Segir Trump ekki reiðan Íslandi Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé ekki reiður Íslandi. Trump talaði nokkrum sinnum í síðustu viku, á tveimur mismunandi dögum, um Ísland. Í einu tilfelli talaði hann um að vegna Íslands væri öðrum leiðtogum í Atlantshafsbandalaginu illa við sig og að Ísland hefði leitt til lækkana á mörkuðum vestanhafs. Erlent 28.1.2026 17:40
Dómsdagsklukkan færð fram Hin svokallaða dómsdagsklukka hefur verið færð fram og stendur nú í 85 sekúndum frá miðnætti, sem er met. Í fyrra var hún í 89 og færðist því fjórum sekúndum nær endalokunum milli ára. Dómsdagsklukkan er tæki vísindamanna til að sýna fram á það hve nálægt mannkynið er heimsendi. Erlent 28.1.2026 17:02
Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Bandarískur herskipafloti nálgast Íran og hótar Bandaríkjaforseti því að tíminn sé að renna út fyrir írönsk stjórnvöld að semja um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Íranar segjast reiðubúnir til viðræðna en þeir séu einnig að verjast af festu. Erlent 28.1.2026 15:00
Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Forsætisráðherra Slóvakía og ein helsta klappstýra Donalds Trump í Evrópu er sagður hafa verið sleginn yfir því hvernig bandaríski forsetinn talaði til hans og sálarástandi hans á dögunum. Trump hafi virst „hættulegur“. Ráðherrann hafnar fréttum af meintum ummælum hans. Erlent 28.1.2026 13:42
Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Hákon, krónprins Noregs, og Mette-Marit krónprinsessa verða ekki viðstödd réttarhöld Mariusar Borg Høiby, sonar Mette-Marit. Réttarhöldin hefjast innan viku en meðal 32 ákæruliða sem Marius á yfir höfði sér eru fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Erlent 28.1.2026 13:00
Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Allt að hálf milljón manna sem dvelja og starfa á Spáni án dvalar- eða atvinnuleyfis gætu fengið tímabundið leyfi ef áform ríkisstjórnar landsins ganga eftir. Aðgerðasinnar og samtök kaþólikka fagna en stjórnarandstaðan fordæmir áformin. Erlent 28.1.2026 09:50
Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Þrír stjórnmálaflokkar hafa náð samkomulagi um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi en stjórnarflokkarnir munu þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka til að ná málum í gegn. Rob Jetten, leiðtogi miðjuflokksins D66 sem er hliðhollur Evrópusambandinu, segir samstarfsflokkana vera ólma í að hefjast handa við stjórnvölinn eftir langar og flóknar viðræður um stjórnarmyndun. Erlent 28.1.2026 08:41
Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Maður réðist að þingkonunni Ilhan Omar á íbúafundi í Minneapolis í gærkvöldi og sprautaði á hana óþekktu og illa lyktandi efni. Maðurinn var yfirbugaður af öryggisvörðum og Omar hélt áfram með ræðu sína. Erlent 28.1.2026 08:02
Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, eða ICE, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna daga. Það er sérstaklega vegna ástandsins í Minnesota, þar sem þúsundir útsendara ICE og annarra stofnana heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli að undanförnu og skotið tvo íbúa til bana. Erlent 28.1.2026 08:02
Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum mega ekki senda Liam Conejo Ramos og föður hans, Adrian Conejo Arias, úr landi á meðan mál þeirra er til umfjöllunar hjá dómstólum. Liam, 5 ára, rataði í heimsfréttirnar í síðustu viku, þegar skólayfirvöld í Minneapolis deildu mynd af honum þar sem hann hafði verið tekinn af yfirvöldum í aðgerð gegn föður hans. Erlent 28.1.2026 07:14
Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa greint frá því að þau hyggist halda margra daga heræfingar í Mið-Austurlöndum, til að sýna fram á hernaðargetu Bandaríkjanna á svæðinu. Erlent 28.1.2026 06:51
Svíar líta til kjarnorkuvopna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ríkisstjórn hans hafi átt í grunnviðræðum við yfirvöld Í Bretlandi og í Frakklandi um mögulegt samstarf á sviði kjarnorkuvopna. Ummælin þykja benda til þess að ráðamenn í Evrópu telji sig geta mögulega ekki reitt sig á vernd Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2026 22:50
Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sérfræðingur um bandarísk stjórnmál segir augljóst að staðan í Minneapolis í Minnesota sé eldfim og borgin sé púðurtunna vegna spennu á milli almennra borgara og illra þjálfaðra löggæslumanna á vegum innflytjendaeftirlitsins ICE. Vonandi muni staðan róast með tilkomu nýs yfirmanns í borginni. Erlent 27.1.2026 20:13
Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Eftir tæplega fjögurra ára átök nálgast fjöldi rússneskra og úkraínskra hermanna sem hafa fallið, særst eða horfið í átökunum frá því Rússar hófu innrás sína í Úkraínu tvær milljónir. Rússar eru sagðir hafa misst nærri því 1.200 þúsund menn en Úkraínumenn tæplega sex hundruð þúsund. Erlent 27.1.2026 20:11