Innviðaskuld við íslenskuna Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld. Skoðun 16.9.2025 11:32
Munu áfram stýra fastanefndunum Engar breytingar verða frá fyrra þingi varðandi formenn fastanefnda Alþingis. Innlent 16.9.2025 10:52
Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra hefur verið lagt fram í tíunda sinn. Flutningsmenn að þessu sinni eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Innlent 16.9.2025 07:48
Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. Innlent 12. september 2025 09:51
Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum verður kynnt á opnum fundi á verum utanríkisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 12. september 2025 08:01
Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi. Innlent 11. september 2025 21:55
Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins pirraðist í pontu Alþingis í dag undir umræðu um fjárlagafrumvarpið þegar klukkan þingsalnum, sem gefur ræðutíma þingmanna til kynna, klikkaði á meðan hann var að tala. Lífið 11. september 2025 14:03
Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Lagt er upp með að ný útgjöld ríkisins verði fjármögnuð með tilfærslum og sparnaði og að vöxtur ríkisútgjalda á næsta ári verði hóflegur. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlögum næsta árs á Alþingi í morgun. Innlent 11. september 2025 12:48
Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Innlent 11. september 2025 11:53
Vilja selja Landsbankann Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um sölu ríkisins á Landsbankanum. Viðskipti innlent 11. september 2025 11:07
Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra mælir í dag fyrir fjárlögum 2026 á Alþingi. Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, boðaða „tiltekt og umbætur“ í fjárlögum næsta árs. Innlent 11. september 2025 10:06
Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti. Innlent 10. september 2025 21:10
„Ísland á betra skilið“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í stefnuræðu sinni. Hún segir það að ganga inn í Evrópusambandið, líkt og ríkisstjórnin stefni að, þýði afturför í íslensku samfélagi. Innlent 10. september 2025 20:05
Biður þingmenn að gæta orða sinna Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma. Innlent 10. september 2025 19:58
Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Alls taka tólf þingmenn og ráðherrar til máls á fyrsta þingfundi Innlent 10. september 2025 19:20
Alþingi efnir til stefnuræðubingós Á Facebook-síðu Alþingis hafa verið birt bingóspjöld fyrir svokallað „stefnuræðubingó.“ Sigurvegarinn fær einkaleiðsögn um Alþingishúsið. Innlent 10. september 2025 17:10
„Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Formaður Framsóknarflokksins segir þingsetningarræðu forseta Íslands hafa verið sérstaka, en þar hvatti hann þingheim til að standa ekki í málþófi. Þingmaður Miðflokksins segir forsetann hafa tekið þægilegustu afstöðuna í málinu. Innlent 10. september 2025 12:51
Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins. Innlent 10. september 2025 11:51
Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul. Tíska og hönnun 10. september 2025 09:31
Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10. september 2025 08:07
Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Umboðsmanni Alþingis bárust 530 kvartanir árið 2024, sem er svipaður fjöldi og árin á undan. Alls voru 566 mál afgreidd. Þrettán mál voru tekin til skoðunar a eigin frumkvæði umboðsmanns og sautján slíkum málum lokið. Innlent 10. september 2025 06:57
Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma. Innlent 9. september 2025 20:22
Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9. september 2025 16:04
Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Ein stærsta tískustund haustins er runnin upp. Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tíska og hönnun 9. september 2025 14:32