Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hefð fyrir ungum for­mönnum en ekki konum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir sögu flokksins vel, segir að ýmislegt megi lesa í samsetningu hópsins sem verður viðstaddur. Óljóst er með mótframboð en hann bendir á að allt geti gerst fram á síðustu stundu.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug ætlar í for­manninn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti

Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki bara með geiturnar sínar til gamans og yndisauka, nei, því hún vinnur fatnað úr geitafiðunni eins og geitavesti, sem hún klæðist þegar hún sinnir geitunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ein­hver samfélagsmiðlasýki“

Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Enginn megi vera krýndur for­maður

Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn búast við formannsslag og Lífskviða Ás­geirs

Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki muna eftir at­burðunum

Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Sleginn í höfuðið með á­haldi

Líkamsárás sem lýst var sem „meiriháttar“ í dagbók lögreglu í morgun reyndist ekki jafnalvarleg og talið var í fyrstu, að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að taka fjöl­skylduna inn í myndina

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum. 

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna boðar til fundar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA.

Innlent
Fréttamynd

Þýðir ekki að fara á taugum segir borgar­stjóri og hyggur á endur­kjör

Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri­háttar líkams­á­rás í mið­bænum

Einstaklingur var handtekinn eftir meiriháttar líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt. Sá grunaði hljóp á brott þegar lögreglu bar að garði en var handtekinn eftir stutta eftirför og vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

„Já, lík­lega hef ég verið undra­barn“

„Mér þætti vænt um ef flestir sjái sér fært að eiga þetta síðdegisboð með mér. Ég reiknaði aldrei með því að verða svona gamall. En það er gaman að líta yfir ævina. Og vera ekki alveg úti á þekju,“ segir Friðrik Ólafsson stórmeistari og lögfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Svarar gagn­rýni á að Lista­háskólinn úti­loki á­kveðna hópa

Yfirkennari í Myndlistarskólanum í Reykjavík segir Listaháskóla Íslands útiloka fólk með þroskahömlun um leið og hann stærir sig af því að bjóða öll velkomin. Rektor LHÍ segir nemendur með þroskahömlun svo sannarlega geta komist inn í skólann og stór skref hafi verið stigin í átt að aukinni inngildingu með nýrri stefnu.

Innlent
Fréttamynd

Í­hugar formannsframboð

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar.

Innlent