Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. Innlent 9.5.2025 09:37
Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera. Innlent 9.5.2025 09:10
Skilríkjalaus og með fíkniefni Lögregluþjónar höfðu í gærkvöldi afskipti af manni sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Hann var ekki með skilríki og var því ekki hægt að staðfesta hver hann væri. Var hann því vistaður í fangageymslu á meðan mál hans er rannsakað. Innlent 9.5.2025 06:47
Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. Innlent 8.5.2025 21:07
„Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Tuttugu og tvö sveitarfélög taka nú þátt í verkefninu, „Gott að eldast“, sem er samvinnuverkefni ríkisins, sveitarfélaganna og heilbrigðisstofnana. Mikil ánægja er með verkefnið í Árborg þar sem rík áhersla er lögð á heimaþjónustu við eldra fólk. Innlent 8.5.2025 20:03
Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna. Innlent 8.5.2025 18:54
Lítil Björg dró stóra Hildi í land Björgunarskipið Björg var kallað út um hádegisbil í dag vegna vélarvana skips norður af Rifi. Innlent 8.5.2025 18:46
Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar og ræðum við mann sem var hleraður og íhugar að leita réttar síns. Innlent 8.5.2025 18:02
Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir frelsissviptingu sem stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund og ofbeldi henni tengdri. Einn þeirra hlýtur þriggja ára fangelsisdóm og annar tveggja og hálfs árs fangelsi. Innlent 8.5.2025 15:00
Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. Innlent 8.5.2025 14:36
Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Geðlæknar sem komu fyrir dóm í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni eru á einu máli um að hann sé sakhæfur. Hann hafi ekki verið í geðrofi heldur einfaldlega misst stjórn á skapi sínu þegar hann greip til járnkarls og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Geðlæknir telur refsingu geta borið árangur. Innlent 8.5.2025 14:13
Viðsnúningur eftir krappan dans Rekstur sveitarfélaga virðist með miklum ágætum ef marka má nýjustu uppgjör þeirra flestra fyrir árið 2024. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Innlent 8.5.2025 13:31
Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sérfræðingar í vinnuvernd telja vantraust starfsfólks Félagsbústaða til framkvæmdastjóra stofnunarinnar alvarlegt í áhættumati sem þeir unnu á vinnustaðnum. Flestir starfsmenn sögðust hafa orðið vitni að einelti eða ofbeldi. Innlent 8.5.2025 13:19
Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka frá árinu 2007 nema ríflega 9,1 milljarði króna. Framlögin eru sögð ætluð til að auka traust til stjórnmálaflokka. Innlent 8.5.2025 12:21
Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Í hádeginu verður rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara sem segist undrandi á því umfangi gagna sem fyrrverandi starfsmenn hans hjá Sérstökum saksóknara stálu frá embættinu. Málið var einnig rætt í þingsal í morgun. Innlent 8.5.2025 11:39
Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Íslendingar telja heilsu og vellíðan, frið og réttlæti, og jöfnuð mikilvægustu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Innlent 8.5.2025 11:09
Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. Innlent 8.5.2025 11:03
Ein breyting á stjórn sem leggja á niður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað stjórn Tryggingarstofnunar sem þó er áformað að leggja niður verði frumvarp ráðherra að lögum. Ein breyting er gerð á fyrri stjórn. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Innlent 8.5.2025 10:56
„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? Innlent 8.5.2025 10:02
Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum. Innlent 8.5.2025 09:15
Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Vinkona Hafdísar Báru Óskarsdóttur segist aldrei hafa búist við því að Jón Þór Dagbjartsson myndi ganga svo langt að reyna að drepa Hafdísi. Hún viðurkennir þó að hafa verið að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast. Vinkona Hafdísar gaf skýrslu fyrir dómi en hún dvaldi hjá Hafdísi fyrir árásina og kom að Hafdísi eftir hana. Innlent 8.5.2025 08:32
Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Innlent 8.5.2025 06:55
Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri segist hafa verið rangkynjuð alla ævi vegna útlits síns. Transfóbía og hysterísk kynjatvíhyggja bitni á öllum og atvikum sem byggi á slíku fari fjölgandi. Fólk eigi að fá að stjórna eigin líkömum og segir hún trans hatur skerða frelsi allra. Innlent 7.5.2025 23:03
„Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn starfi sínu á páfastóli. Hann á ekki von á að páfakjör dragist á langinn og telur að efst á baugi næst páfa verði að hvetja til friðar. Páfakör varði ekki aðeins kaþólsku kirkjuna. Innlent 7.5.2025 22:08