Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Rísandi stór­stjarna og al­vöru hjartaknúsari

Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hætti í fússi eftir linnu­lausar sví­virðingar nettrölla

Auðjöfurinn Elon Musk slökkti á beinu tölvuleikjastreymi sínu eftir að hafa þurft að þola látlausa svívirðingahríð af hendi nettrölla. Musk gekk erfiðlega í leiknum og dó ítrekað en hann hefur viðurkennt að hafa borgað öðrum til að koma karakterum hans á hærra stig.

Lífið
Fréttamynd

Gærurnar verða að hátísku

Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi.

Tíska og hönnun

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út

Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Hall­dóra fyllir í stóra skó

Leikkonan Katrín Halldóra hefur nú bæst við í leikarahóp á sýningunni Þetta er Laddi. Hún tekur við keflinu af Völu Kristínu sem er á leið í fæðingarorlof en hún á von á frumburði sínum með leikaranum Hilmi Snæ.

Lífið
Fréttamynd

Guðni Th. orðinn afi

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er orðinn afi. Dóttir hans og rithöfundur Rut Thorlacius Guðnadóttir og Halldór Friðrik Harðarson, verkfræðingur hjá Wise, eignuðust son í byrjun apríl.

Lífið
Fréttamynd

Fólk geti gengið frá kaup­samningum sjálft

Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun. 

Lífið
Fréttamynd

Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði

„Þú getur leigt fína íbúð hérna á þessu svæði fyrir svona 50-60 þúsund kall. Þannig að ef þú ert með 150-200 þúsund krónur á mánuði, þá lifir þú bara eins og kóngur,“ segir Brynleifur Siglaugsson, 54 ára heimshornaflakkari og ævintýramaður sem býr á þremur stöðum í heiminum; í Hveragerði, Lettlandi og á Díaní Beach í Kenía.

Lífið
Fréttamynd

Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt

Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba.

Lífið
Fréttamynd

Gellurnar fjöl­menntu á gugguvaktina

Hin svokallaða gugguvakt sem næturklúbburinn Auto stendur fyrir hefur vakið mikla athygli í skemmtanalífinu frá því hún fór fyrst af stað fyrir ári síðan. Gugguvaktin var haldin í þriðja skipti síðastliðinn föstudag og var mikið líf og fjör á klúbbnum. 

Lífið