Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu

Heitustu skvísur landsins komu saman í Höfuðstöðinni síðastliðinn þriðjudag til að fagna nýrri jóga-fatalínu frá sænska tískurisanum Gina Tricot. Allar mættu í samstæðum jógafatnaði úr línunni, sem gerði viðburðinn einstaklega myndrænan.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta má ekki vera feimnis­mál“

Ragnhildur Tinna Jakobsdóttir greindist með sjálfsofnæmissjúkdóminn alopecia, eða blettaskalla fyrir tveimur árum, þá 32 ára gömul. Sjúkdómnum fylgdi algjör hármissir sem af skiljanlegum ástæðum tók verulega á sálarlífið fyrir unga og hrausta konu í blóma lífsins. Alopecia er óútreiknanlegur sjúkdómur og erfiður í meðhöndlun en Ragnhildur Tinna hefur opnað sig um reynslu sína í myndskeiðum sem hún hefur birt á TikTok.

Lífið
Fréttamynd

Fag­aðilar gefa ó­um­beðin ráð um út­lits­breytingar: „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum.

Lífið
Fréttamynd

Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitt­hvoru horninu

Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes safnar nú fyrir útgáfu spilsins Vinaskógar sem ætlað er börnum á yngsta stigi grunnskóla. Hulda segist með spilinu vilja hjálpa foreldrum að njóta stundar með börnunum sínum í ró og næði og hvetja börn og fjölskyldur til að rækta tengslin.

Lífið
Fréttamynd

„Digest Complete hefur gjör­sam­lega bjargað mér“

Margir hverjir glíma við meltingarvandamál sem geta dregið verulega úr vellíðan og haft áhrif á daglegt líf. Uppþemba, þyngsli í maga og vanlíðan eftir máltíðir eru algeng einkenni og geta oft verið tengd of litlu magni af meltingarensímum. Lilja Ósk þekkir þessi óþægindi vel, en eftir að hún prófaði Digest Complete gjörbreyttist líðan hennar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig

Egill Einarsson betur þekktur sem Gillzenegger segist sakna þess að sjá meiri áherslu lagða á óhollustu unnar kjötvöru í nýútgefinni skýrslu Landlæknis þar sem landsmönnum er meðal annars ráðlagt að takmarka neyslu á rauðu kjöti. Hann segir margt gott í skýrslunni en augljóst sé hvað sé ástæða þess að Íslendingar eru feitasta þjóð í heimi og segir hann það ekki vera rautt kjöt.

Lífið
Fréttamynd

Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvals­stöðum

Fríður hópur kvenna mættu á Kjarvalsstaði í gærkvöldi og áttu notalega og nærandi stund saman. Markmið kvöldsins var að vekja athygli á kröftum og töfrum kvenlíkamans þar sem hugað var að líkama og sál með fræðslu, hreyfingu og gefandi vellíðunarstund.

Lífið
Fréttamynd

Börn eigi ekki að ilma

Við lifum í eitruðum heimi, þar sem óteljandi efni úr daglegu umhverfi okkar smjúga inn í líkama okkar – oft án þess að við áttum okkur á því. Við eigum umfram allt að vernda börnin okkar frá þessum efnum. Þetta segir Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði.

Lífið
Fréttamynd

Best að sleppa á­fenginu al­veg

Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. 

Innlent
Fréttamynd

Nýjar ráð­leggingar um matar­æði

Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út.

Skoðun
Fréttamynd

„Við köllum þetta töfra náttúrunnar“

Getur náttúran raunverulega breytt lífsgæðum okkar? Fyrir Karl Kristian Bergman Jensen, stofnanda og forstjóra New Nordic, er svarið skýrt að svo sé svo sannarlega. Í yfir 34 ár hefur hann helgað sig því að þróa vörur sem nýta töfra náttúrunnar til að bæta heilsu og vellíðan fólks. Auk þess rekur hann jurtaskóla í Danmörku, þar sem hann miðlar þekkingu sinni um kraft jurta og náttúrlegra innihaldsefna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Lifir lífinu við ó­bæri­legan sárs­auka

Bryndís Hekla Sigurðardóttir er 17 ára stúlka frá Selfossi sem greindist með CRPS taugasjúkdóminn fyrir tveimur og hálfu ári. CRPS hefur hefur kallaður sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi – og af góðri ástæðu. Á sársaukaskalanum 0 til 50 mælist CRPS í 46 - sambærilegur sársauki og fólk finnur fyrir við aflimun og fæðingu.

Lífið
Fréttamynd

Sér­fræðingarnir

Fyrir rúmum 15 árum fór ég í harkalegt „burnout“ og heilsan mín hrundi gjörsamlega. Ég flakkaði á milli þess að vera í stanslausum svimaköstum yfir í magakrampa, harkalega höfuðverki, óreglulegan hjartslátt og ótal önnur einkenni.

Skoðun