

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum
Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, stærstu sjónvarpsverðlauna Hollywood, voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir Severance hlutu flestar tilnefningar, 27 talsins.
Fréttir í tímaröð

Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið
Rafmagnsgítar sem var í eigu Mick Taylor, fyrrverandi gítarleikara Rolling Stones, en var stolið fyrir rúmlega fimmtíu árum er kominn í leitirnar. Gítarinn er af gerðinni Gibson Les Paul Standard, og er frá árinu 1959. Áður hafði Keith Richards, hinn gítarleikari rokksveitarinnar heimsfrægu átt hann.

Er Rihanna best klædda mamma allra tíma?
Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni.

„Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“
„Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi.

Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið
Netverjar eru ekki par sáttir með nýjasta útspil Justins Bieber sem birti í dag myndband af sér að dansa með rapparanum Sexyy Red og kyssa hana á ennið. Sexyy Red rappar á laginu „Sweet Spot“ á nýjustu plötu Bieber.

Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar
Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar er ekki bara forstöðumaður því hann tekur oft gítarinn sinn með sér í vinnuna og spilar þá og syngur fyrir gesti laugarinnar. Mikil ánægja er með framtakið.

Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni
Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu.

Borgin býður í tívolíveislu
Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir.

Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum.

Bieber gefur út óvænta plötu
Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans.

Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram
Hætt hefur verið við Rubicon-tónlistarhátíðina sem til stóð að halda í Bratislava í Slóvakíu þann 20. júlí næstkomandi. Þúsundir höfðu mótmælt fyrirhugaðri þátttöku tónlistarmannsins Kanye West.

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti.

Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu
Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu.

Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber
Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans.

Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum
Sirkus Íslands hefur sýningar á ný í Vatnsmýri á morgun, föstudag. Tvær sýningar verða í boði, fjölskyldusýning og Skinnsemissýning sem er fullorðinssýning sem er bönnuð yngri en tuttugu ára.

Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017. Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

„Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“
Patrik og Luigi eru mættir aftur saman með splunku nýjan sumarsmell sem heitir Gef þér allt en þeir frumsýna tónlistarmyndbandið hér í pistlinum.

Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum
Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna.

Risastór menningarhátíð á Flateyri
Listalífið á Flateyri iðar sem aldrei fyrr en næstkomandi laugardag hefst þar menningarhátíðin ListaVestrið. Fjöldi íslenskra kanóna koma að hátíðinni og má þar nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Hrafnkel Sigurðsson.

Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur
Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Steinarsson, einnig þekktur sem Biggi Maus, gaf nýverið út nýtt lag með hljómsveitinni &MeMM. Lagið fjallar um menningu áhrifavalda. Lagið heitir Blóðmjólk. Á sunnudag kom út textamyndband.

Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino
Leikarinn Michael Madsen féll frá 3. júlí síðastliðinn eftir hjartaáfall, 67 ára að aldri. Madsen var sjarmatröll með viskírödd sem lék í meira en 300 kvikmyndum og sjónvarpsþáttaseríum á ferli sínum. Vísir rifjar hér upp bestu frammistöður Madsen.

Ofboðslega falleg berskjöldun
„Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu.

Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba
Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki.

„Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“
Tónlistarhátíðin Englar og menn hefst í Strandarkirkju í Selvogi í dag. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar segir hátíðina einstaka, og engan sem mætir verða svikinn.