Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heklaði á sig forsýningarkjólinn

„Ég í raun gekk frá síðustu saumum rétt áður en ég mætti niður í Háskólabíó, ákveðinn stemning í því,“ segir leikkonan Hera Hilmar sem mætti á forsýningu Reykjavík Fusion í splunkunýjum kjól sem hún byrjaði að hekla í tökum í Búdapest í sumar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fjallar ekki um eitur­lyf í dýrðar­ljóma

Splunkuný rödd reið röftum í íslensku tónlistarsenunni í sumar og kom eins og stormsveipur inn í bransann með plötu og lögum þar sem er rappað og sungið hispurslaust um ofbeldismenn, kynlíf, kúreka, oxy fráhvörf, kók línur inn á klósetti og edrúmennsku án þess að skafað sé af því.

Lífið
Fréttamynd

Upp­selt á fimm­tíu sýningar á Línu Langsokk

Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á 50 sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið.

Menning
Fréttamynd

Salka Sól og Elísa­bet Jökuls mættu á frum­sýningu

Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld þegar einleikurinn Ífigenía í Ásbrú var frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir fullum sal áhorfenda. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói allan síðasta vetur.

Lífið
Fréttamynd

Tinder-svindlarinn hand­tekinn í Georgíu

Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum.

Erlent
Fréttamynd

Stebbi í Lúdó látinn

Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við.

Innlent
Fréttamynd

Snýr aftur sem rit­stjóri eftir tvo ára­tugi

Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar.

Lífið
Fréttamynd

Barna­efni fyrir full­orðna

Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York

„Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. 

Tónlist