Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. maí 2025 20:02 Helga Margrét er einhleypan á Vísi. Hin brosmilda og glæsilega Helga Margrét Agnarsdóttir er 26 ára lögfræðingur og Reykjavíkurmær. Hún lýsir sjálfri sér sem blöndu af Elle Woods, karakterinn úr kvikmyndinni Legally Blond, og Elísabetu Englandsdrottningu, og slær ekki hendinni á móti góðu kampavíni eða tebolla. Spurð hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár segir Helga Margrét að hún verði enn algjör skvísa sem klæðist fallegum kápum í flottu starfi. „Kannski verð ég fullnýta lögfræðigráðuna, sjáum til. Annars verð ég komin í lágmarksaldur forseta þá, þannig aldrei að vita,“ bætir hún kímin við. Hér að neðan svarar Helga Margrét spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Helga Margrét? Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd sem tekur lífinu ekki of alvarlega. Ég er mikill fagurkeri og nautnaseggur, mikil skvísa og vinkona vina minna. Það má eiginlega ekki gefa mér svona opna spurningu því það er ekkert sem mér finnst skemmtilegra en að tala um sjálfa mig. Aldur? 26 ára, en verð 27 ára þann 20. ágúst næstkomandi. Starf? Lögfræðingur og í markaðsmálum hjá Lindex, Ginu Tricot og barnafataversluninni Mayoral á Íslandi. Menntun? Lögfræði úr Háskóla Íslands. Áhugamál? Tíska er mitt helsta áhugamál. Hún er víðtækasta listformið, og mér finnst ótrúlega áhugavert að sjá hvað hún snertir marga fleti samfélagsins. Síðan var ég einu sinni beðin um að lýsa mér í svipuðu viðtali þegar ég var tvítug og þá sagðist ég elska góðan mat, falleg föt, chardonney og að tana, það á allt ennþá við í dag. Gælunafn eða hliðarsjálf? Vá á ekkert svoleiðis. Ekki nema kannski Helga Margrét xoxo. En ég er alltaf Helga Margrét, þekki mig ekki sem bara Helga. Aldur í anda? Áttræð. Ég elska góðan tebolla og fallegar kápur umfram flest annað. Síðan er ég með ótrúlega slæmt bak, en það er kannski að stóru leyti vegna þess að ég neita að ganga í öðru en hælaskóm næstum daglega. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, ég er ekki svoleiðis manneskja. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Sæt, skemmtileg og klár. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Anna María vinkona mín segir að ég sé litrík, glaðvær og hugulsöm. Birta vinkona mín segir að ég sé gella, loyal og no bullshit. Svo falleg orð frá fallegum vinkonum gat ekki valið á milli. Hvaða ráð myndir þú gefa yngri sjálfri þér? Að elska sig fyrr, ekki flóknara en það. Árin þar sem ég hélt það væri ekkert mikilvægara en að vera grönn og að strákar væru skotnir í mér var mesta tímasóun lífs míns. Síðan væri það að treysta engu, og engum, jafn miklu og innsæinu. Ég mæli eindregið með því að allar stelpur taka til sín allt lagið Voice within með Christinu Aguilera. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er alls ekki nógu lúmsk manneskja til að leyna mínum hæfileikum. Allir fá að vita þá óspart í óspurðum fréttum. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ég væri eflaust einhverskonar kattardýr, en uppáhalds dýrin mín eru háhyrningar. Held ég væri öflugur háhyrningur. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Fröken Reykjavík. Ertu A eða B týpa? B týpa á veturnar, enda hata ég kulda og myrkur. En á sumrin get ég ljóstillífast á sólinni einni, vakna snemma og fer að sofa seint. Hvernig viltu eggin þín? Ég er vegan. Hvernig viltu kaffið þitt? Alltaf te umfram kaffi!! Eina kaffi sem ég drekk er espresso martini. Guilty pleasure kvikmynd? Ég skammast mín aldrei fyrir smekk minn. En uppáhalds bíómyndirnar mínar eru meistaraverkin Pride and predjudice, Clueless, Legally Blonde, Mamma Mia, Bridget Jones og allar Shrek myndirnar. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Nei aldrei! Ég er ótrúlega góð í að muna lög. Hvað ertu að hámhorfa á? Var að horfa á fyrsta þáttinn af nýjustu seríunni af Handmaid’s tale og ótrúlega spennt fyrir seríunni. Annars horfi ég daglega á Gossip girl og Brooklyn nine nine til skiptis sem vögguvísu fyrir svefninn. Hvaða bók lastu síðast? Ég er alltaf óvart að lesa svona þrjár til fjórar bækur í einu. En uppáhalds mín sem ég kláraði nýlega var Big little lies bókin, hún er svakalega góð og ég mæli eindregið með. Síðan eru þættirnir líka æðislegir. Syngur þú í sturtu? Ég er með heila tónleika í sturtu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Uppvask, það er hræðilegt. Sem er mikill ókostur því ég elska að elda. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Borða góðan mat í fallegum fötum með góðum vinum. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi bjóða Elísabetu Englandsdrottingu, Anne Boleyn og Coco Chanel. Ég er svo forvitin að vita nánar um einkalíf hjá þessum ótrúlega merku konum. Síðan myndi ég mjög mikið vilja bjóða aukalega Marilyn Monroe, enda er engin samsæriskenning sem ég trúi frekar en að hún hafi verið myrt af C.I.A. Ég myndi aldrei bjóða gaurum, nema mögulega David Attenborough. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Fyrsta ást lífs míns var Jeremy Sumpter í leiknu Peter Pan myndinni sem kom út árið 2003. Þær sem vita, vita. Annars eru líka Harrison Ford, Matthew Macfadyen og allir pabbarnir úr mamma mia draumaprinsar mínir, sérstaklega Colin Firth. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Sjálfsöryggi, ákveðni og gáfur. Síðan er ekkert meira sexy en að vera vegan og kunna að klæða sig vel. Sumir myndu kannski halda að fatastíll væri ekki persónueiginleiki, en þar hafa þau rangt fyrir sér. En óheillandi? Mér finnst miklu fleiri persónueiginleikar óheillandi heldur en heillandi, ég veit ekki alveg hvað það segir um mig. Mest hata ég stjórnsemi hjá öðrum, og ef fólk er með lélegan tónlistarsmekk. Ég get ekki stráka sem lýta niður á gellu popp. Þú ert ekkert merkilegri því þér finnst popp tónlist leiðinleg. þú ert bara ekki með persónuleika. Að lokum er síðan sérstaklega öll “pick me” hegðun. Ég er með ofnæmi fyrir því. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég er því miður næstum komin á eftirlaun frá djammskvísunni sem ég var. Nú er ég líklegri til að fara út að borða og fókusera á gott vín og góðan mat. En ég elska að fara á Petersen svítuna í góðan cosmo, sérstaklega núna í sumar þegar það er hægt að sitja úti á svölunum í sól og horfa yfir fallegu Reykjavík. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ég elska Pinterest. Ertu á stefnumótaforritum? Ohh sko nei eiginlega ekki. Ég er með Smitten aðgang en ég nota hann meira eins og ég notaði paper doll heaven í gamla daga. Uppskrift að draumastefnumóti? Fljúga með mig til Ítalíu, skoða falleg söfn og kaupa handa mér fullt af fötum. Martraða stefnumót væri að fara í útileigu. Ertu með einhvern bucket lista? Já algjörlega. Ég bý árlega til nýjan lista til að manifesta það sem ég vil fá frá árinu. En hann er mjög breytilegur eftir ári og leyndarmál þangað til eftir að allt rætist. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Jú en ekki til að deila. Einhleypan er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við einhleypa einstaklinga á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Móeiður Sif Skúladóttir, betur þekkt sem Móa, er 37 ára Keflavíkurmær sem starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Móa vakti athygli þegar hún keppti fyrir hönd Keflavíkur í Ungfrú Ísland í byrjun apríl og sló þar sögulegt met sem elsti keppandi keppninnar frá upphafi. 22. apríl 2025 20:05 Einhleypan: „No bullshit týpa“ Fanney Skúladóttir er 35 ára smábæjarstúlka utan af landi, markaðsstjóri Blush og mamma. Hún segist óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir, tekur sjálfri sér ekki of alvarlega og hefur gaman af því að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt. 16. mars 2025 20:02 Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er „Ég er á stefnumótaforritinu Raya, svona on og off, en finnst samt búið að eyðileggja það því þar sem það er eins og allir komist inn á það í dag,“ segir raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime í viðtali við Makamál. Forritið, sem er ætlað frægum einstaklingum, áhrifavöldum og listamönnum, er með stranga skilmála um hvaða notendur fái aðgang. 10. apríl 2025 20:00 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Sjá meira
Spurð hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár segir Helga Margrét að hún verði enn algjör skvísa sem klæðist fallegum kápum í flottu starfi. „Kannski verð ég fullnýta lögfræðigráðuna, sjáum til. Annars verð ég komin í lágmarksaldur forseta þá, þannig aldrei að vita,“ bætir hún kímin við. Hér að neðan svarar Helga Margrét spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Helga Margrét? Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd sem tekur lífinu ekki of alvarlega. Ég er mikill fagurkeri og nautnaseggur, mikil skvísa og vinkona vina minna. Það má eiginlega ekki gefa mér svona opna spurningu því það er ekkert sem mér finnst skemmtilegra en að tala um sjálfa mig. Aldur? 26 ára, en verð 27 ára þann 20. ágúst næstkomandi. Starf? Lögfræðingur og í markaðsmálum hjá Lindex, Ginu Tricot og barnafataversluninni Mayoral á Íslandi. Menntun? Lögfræði úr Háskóla Íslands. Áhugamál? Tíska er mitt helsta áhugamál. Hún er víðtækasta listformið, og mér finnst ótrúlega áhugavert að sjá hvað hún snertir marga fleti samfélagsins. Síðan var ég einu sinni beðin um að lýsa mér í svipuðu viðtali þegar ég var tvítug og þá sagðist ég elska góðan mat, falleg föt, chardonney og að tana, það á allt ennþá við í dag. Gælunafn eða hliðarsjálf? Vá á ekkert svoleiðis. Ekki nema kannski Helga Margrét xoxo. En ég er alltaf Helga Margrét, þekki mig ekki sem bara Helga. Aldur í anda? Áttræð. Ég elska góðan tebolla og fallegar kápur umfram flest annað. Síðan er ég með ótrúlega slæmt bak, en það er kannski að stóru leyti vegna þess að ég neita að ganga í öðru en hælaskóm næstum daglega. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, ég er ekki svoleiðis manneskja. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Sæt, skemmtileg og klár. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Anna María vinkona mín segir að ég sé litrík, glaðvær og hugulsöm. Birta vinkona mín segir að ég sé gella, loyal og no bullshit. Svo falleg orð frá fallegum vinkonum gat ekki valið á milli. Hvaða ráð myndir þú gefa yngri sjálfri þér? Að elska sig fyrr, ekki flóknara en það. Árin þar sem ég hélt það væri ekkert mikilvægara en að vera grönn og að strákar væru skotnir í mér var mesta tímasóun lífs míns. Síðan væri það að treysta engu, og engum, jafn miklu og innsæinu. Ég mæli eindregið með því að allar stelpur taka til sín allt lagið Voice within með Christinu Aguilera. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er alls ekki nógu lúmsk manneskja til að leyna mínum hæfileikum. Allir fá að vita þá óspart í óspurðum fréttum. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ég væri eflaust einhverskonar kattardýr, en uppáhalds dýrin mín eru háhyrningar. Held ég væri öflugur háhyrningur. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Fröken Reykjavík. Ertu A eða B týpa? B týpa á veturnar, enda hata ég kulda og myrkur. En á sumrin get ég ljóstillífast á sólinni einni, vakna snemma og fer að sofa seint. Hvernig viltu eggin þín? Ég er vegan. Hvernig viltu kaffið þitt? Alltaf te umfram kaffi!! Eina kaffi sem ég drekk er espresso martini. Guilty pleasure kvikmynd? Ég skammast mín aldrei fyrir smekk minn. En uppáhalds bíómyndirnar mínar eru meistaraverkin Pride and predjudice, Clueless, Legally Blonde, Mamma Mia, Bridget Jones og allar Shrek myndirnar. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Nei aldrei! Ég er ótrúlega góð í að muna lög. Hvað ertu að hámhorfa á? Var að horfa á fyrsta þáttinn af nýjustu seríunni af Handmaid’s tale og ótrúlega spennt fyrir seríunni. Annars horfi ég daglega á Gossip girl og Brooklyn nine nine til skiptis sem vögguvísu fyrir svefninn. Hvaða bók lastu síðast? Ég er alltaf óvart að lesa svona þrjár til fjórar bækur í einu. En uppáhalds mín sem ég kláraði nýlega var Big little lies bókin, hún er svakalega góð og ég mæli eindregið með. Síðan eru þættirnir líka æðislegir. Syngur þú í sturtu? Ég er með heila tónleika í sturtu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Uppvask, það er hræðilegt. Sem er mikill ókostur því ég elska að elda. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Borða góðan mat í fallegum fötum með góðum vinum. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi bjóða Elísabetu Englandsdrottingu, Anne Boleyn og Coco Chanel. Ég er svo forvitin að vita nánar um einkalíf hjá þessum ótrúlega merku konum. Síðan myndi ég mjög mikið vilja bjóða aukalega Marilyn Monroe, enda er engin samsæriskenning sem ég trúi frekar en að hún hafi verið myrt af C.I.A. Ég myndi aldrei bjóða gaurum, nema mögulega David Attenborough. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Fyrsta ást lífs míns var Jeremy Sumpter í leiknu Peter Pan myndinni sem kom út árið 2003. Þær sem vita, vita. Annars eru líka Harrison Ford, Matthew Macfadyen og allir pabbarnir úr mamma mia draumaprinsar mínir, sérstaklega Colin Firth. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Sjálfsöryggi, ákveðni og gáfur. Síðan er ekkert meira sexy en að vera vegan og kunna að klæða sig vel. Sumir myndu kannski halda að fatastíll væri ekki persónueiginleiki, en þar hafa þau rangt fyrir sér. En óheillandi? Mér finnst miklu fleiri persónueiginleikar óheillandi heldur en heillandi, ég veit ekki alveg hvað það segir um mig. Mest hata ég stjórnsemi hjá öðrum, og ef fólk er með lélegan tónlistarsmekk. Ég get ekki stráka sem lýta niður á gellu popp. Þú ert ekkert merkilegri því þér finnst popp tónlist leiðinleg. þú ert bara ekki með persónuleika. Að lokum er síðan sérstaklega öll “pick me” hegðun. Ég er með ofnæmi fyrir því. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég er því miður næstum komin á eftirlaun frá djammskvísunni sem ég var. Nú er ég líklegri til að fara út að borða og fókusera á gott vín og góðan mat. En ég elska að fara á Petersen svítuna í góðan cosmo, sérstaklega núna í sumar þegar það er hægt að sitja úti á svölunum í sól og horfa yfir fallegu Reykjavík. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ég elska Pinterest. Ertu á stefnumótaforritum? Ohh sko nei eiginlega ekki. Ég er með Smitten aðgang en ég nota hann meira eins og ég notaði paper doll heaven í gamla daga. Uppskrift að draumastefnumóti? Fljúga með mig til Ítalíu, skoða falleg söfn og kaupa handa mér fullt af fötum. Martraða stefnumót væri að fara í útileigu. Ertu með einhvern bucket lista? Já algjörlega. Ég bý árlega til nýjan lista til að manifesta það sem ég vil fá frá árinu. En hann er mjög breytilegur eftir ári og leyndarmál þangað til eftir að allt rætist. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Jú en ekki til að deila. Einhleypan er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við einhleypa einstaklinga á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Móeiður Sif Skúladóttir, betur þekkt sem Móa, er 37 ára Keflavíkurmær sem starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Móa vakti athygli þegar hún keppti fyrir hönd Keflavíkur í Ungfrú Ísland í byrjun apríl og sló þar sögulegt met sem elsti keppandi keppninnar frá upphafi. 22. apríl 2025 20:05 Einhleypan: „No bullshit týpa“ Fanney Skúladóttir er 35 ára smábæjarstúlka utan af landi, markaðsstjóri Blush og mamma. Hún segist óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir, tekur sjálfri sér ekki of alvarlega og hefur gaman af því að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt. 16. mars 2025 20:02 Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er „Ég er á stefnumótaforritinu Raya, svona on og off, en finnst samt búið að eyðileggja það því þar sem það er eins og allir komist inn á það í dag,“ segir raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime í viðtali við Makamál. Forritið, sem er ætlað frægum einstaklingum, áhrifavöldum og listamönnum, er með stranga skilmála um hvaða notendur fái aðgang. 10. apríl 2025 20:00 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Sjá meira
„Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Móeiður Sif Skúladóttir, betur þekkt sem Móa, er 37 ára Keflavíkurmær sem starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Móa vakti athygli þegar hún keppti fyrir hönd Keflavíkur í Ungfrú Ísland í byrjun apríl og sló þar sögulegt met sem elsti keppandi keppninnar frá upphafi. 22. apríl 2025 20:05
Einhleypan: „No bullshit týpa“ Fanney Skúladóttir er 35 ára smábæjarstúlka utan af landi, markaðsstjóri Blush og mamma. Hún segist óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir, tekur sjálfri sér ekki of alvarlega og hefur gaman af því að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt. 16. mars 2025 20:02
Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er „Ég er á stefnumótaforritinu Raya, svona on og off, en finnst samt búið að eyðileggja það því þar sem það er eins og allir komist inn á það í dag,“ segir raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime í viðtali við Makamál. Forritið, sem er ætlað frægum einstaklingum, áhrifavöldum og listamönnum, er með stranga skilmála um hvaða notendur fái aðgang. 10. apríl 2025 20:00