Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Bjarki Sigurðsson skrifar 12. janúar 2026 18:29 Yuval Raphael var framlag Ísraela í Eurovision 2025. Hún endaði í öðru sæti keppninnar, sem kom mörgum á óvart. Getty/Jens Büttner Veðbankar telja Ísrael sigurstranglegasta ríkið í Eurovision í ár þegar enn eru fjórir mánuðir í keppnin fari fram. Sigursælustu þjóðirnar eru þó skammt undan. Einungis tvö ríki eru búin að tilkynna hvert framlag þeirra er. Eurovision hefst 12. maí í Vínarborg í Austurríki, eftir nákvæmlega fjóra mánuði. Sigurvegarinn verður svo krýndur laugardaginn 16. maí, sama dag og sveitarstjórnarkosningar fara fram hér á landi. Ísland tekur ekki þátt í keppninni í ár en framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins telur þátttöku Ísraels í keppninni skyggja á gleðina sem þar á að ríkja, vegna stríðsátaka þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs. Allir án framlags Nú hafa veðbankar birt fyrstu tölur varðandi hver þeir telja sigurstranglegustu ríkin vera. Á toppnum trónir Ísrael með ellefu prósenta líkur. Þar á eftir koma Svíþjóð og Úkraína með átta prósent, Ítalía og Finnland með fimm prósent og svo Lúxemborg, Belgía og Noregur með fjögur prósent. Ekkert þessara ríkja hefur þó tilkynnt hvert þeirra framlag er. Ísraelar hafa verið nálægt því að vinna síðustu ár en þeir unnu síðast árið 2018 með laginu Toy. Einungis tvö ríki hafa tilkynnt framlag sitt, Albanía og Svartfjallaland. Þau eru talin eiga lítinn sem engan séns á að vinna keppnina. Kýpur hefur tilkynnt hver muni flytja þeirra atriði en lagið sjálft er ekki komið út. Bestu þjóðirnar í sögunni Listinn er að öllum líkindum að miklu leyti byggður á sögulegu gengi þjóða í keppninni. Svíar og Írar hafa unnið keppnina oftast, sjö sinnum. Írar eru ekki með í ár, eins og Ísland, vegna þátttöku Ísraels. Næst á eftir með fimm sigra koma Frakkar, Lúxemborgarar, Bretar og Hollendingar. Frakkar unnu síðast árið 1977, Lúxemborg árið 1983 og Bretar 1997. Bretar hafa staðið sig afar illa í keppninni síðustu ár. Að meðaltali hafa þeir lent í átjánda sæti síðan árið 2010. Hollendingar eru ekki með vegna þátttöku Ísraels. Ísrael hefur unnið fjórum sinnum og svo eru það Norðmenn, Danir, Ítalir, Úkraínumenn, Svisslendingar og Austurríkismenn með þrjá sigra. Ljóst er að listinn mun taka miklum breytingum á næstu mánuðum þegar framlögin fara að hrannast inn. Eurovision Eurovision 2026 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tónlist Austurríki Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Eurovision hefst 12. maí í Vínarborg í Austurríki, eftir nákvæmlega fjóra mánuði. Sigurvegarinn verður svo krýndur laugardaginn 16. maí, sama dag og sveitarstjórnarkosningar fara fram hér á landi. Ísland tekur ekki þátt í keppninni í ár en framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins telur þátttöku Ísraels í keppninni skyggja á gleðina sem þar á að ríkja, vegna stríðsátaka þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs. Allir án framlags Nú hafa veðbankar birt fyrstu tölur varðandi hver þeir telja sigurstranglegustu ríkin vera. Á toppnum trónir Ísrael með ellefu prósenta líkur. Þar á eftir koma Svíþjóð og Úkraína með átta prósent, Ítalía og Finnland með fimm prósent og svo Lúxemborg, Belgía og Noregur með fjögur prósent. Ekkert þessara ríkja hefur þó tilkynnt hvert þeirra framlag er. Ísraelar hafa verið nálægt því að vinna síðustu ár en þeir unnu síðast árið 2018 með laginu Toy. Einungis tvö ríki hafa tilkynnt framlag sitt, Albanía og Svartfjallaland. Þau eru talin eiga lítinn sem engan séns á að vinna keppnina. Kýpur hefur tilkynnt hver muni flytja þeirra atriði en lagið sjálft er ekki komið út. Bestu þjóðirnar í sögunni Listinn er að öllum líkindum að miklu leyti byggður á sögulegu gengi þjóða í keppninni. Svíar og Írar hafa unnið keppnina oftast, sjö sinnum. Írar eru ekki með í ár, eins og Ísland, vegna þátttöku Ísraels. Næst á eftir með fimm sigra koma Frakkar, Lúxemborgarar, Bretar og Hollendingar. Frakkar unnu síðast árið 1977, Lúxemborg árið 1983 og Bretar 1997. Bretar hafa staðið sig afar illa í keppninni síðustu ár. Að meðaltali hafa þeir lent í átjánda sæti síðan árið 2010. Hollendingar eru ekki með vegna þátttöku Ísraels. Ísrael hefur unnið fjórum sinnum og svo eru það Norðmenn, Danir, Ítalir, Úkraínumenn, Svisslendingar og Austurríkismenn með þrjá sigra. Ljóst er að listinn mun taka miklum breytingum á næstu mánuðum þegar framlögin fara að hrannast inn.
Eurovision Eurovision 2026 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tónlist Austurríki Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira