Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Framkvæmdastjóri Eurovision segist virða ákvörðun Íslands og hinna ríkjanna fjögurra sem hafa ákveðið að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári. Í bréfi til aðdáenda beinir hann orðum sínum meðal annars sérstaklega til íslenskra aðdáenda. Þá heitir hann því persónulega að tryggt verði að allar þátttökuþjóðir fylgi reglum keppninnar. Lífið 11.12.2025 13:59
Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Útvarpsstjóri segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision. Ákvörðun Íslands setji þrýsting á önnur Norðurlönd sem hann telur þó ólíklegt að hætti við þátttöku. Innlent 11.12.2025 13:32
„Við skulum syngja lítið lag...“ Ákvörðun RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.er bæði brött og djörf þegar allt er saman tekið. Og að sjálfsögðu hárrétt. Skoðun 11.12.2025 09:17
Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent 10.12.2025 17:52
Ísland úr Eurovision 2026 Mögnuð frammistaða Silvíu Nætur í Aþenu er fyrsta minningin mín af Eurovision. Tónlistarkeppnin var heilög hefð á mínu heimili og með hverju árinu þráði ég íslenskan sigur heitar. Í þriðja bekk tókum ég og bekkjarsystur mínar nokkrum sinnum sigurlagið Fairytale á grasbletti í frímínútum, þar sem ég steig inn í hlutverk Alexanders Rybak. Í fyrsta sinn sem ég fylgdist ekki með keppninni, sniðgekk hana réttara sagt, var þegar Hatari fór til Ísraels. Skoðun 8. desember 2025 08:32
Gleðibankinn er tómur Við sem hér pikkum grein á lyklaborðið erum af þeirri kynslóð sem þrýsti tveimur ungum fingrum í einu á Play og Rec til þess að ná Júróvisjónlögunum á kasettu. Skoðun 8. desember 2025 07:46
Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. Lífið 5. desember 2025 20:11
„RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni. Lífið 5. desember 2025 12:01
Ísraelar fá að vera með í Eurovision Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. Tónlist 4. desember 2025 17:37
Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, blasir barátta fyrir framtíð keppninnar á fundi sem markar „vatnaskil“ sem hefst í Genf í Sviss í dag. Svo er því lýst í umfjöllun BBC í dag en viðbúið er að örlög Ísrael í keppninni verði ráðin á fundinum. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hefur sett fyrirvara um þátttöku í keppninni þar til fyrir liggur niðurstaða um hvað skal gera vegna Ísrael. Lífið 4. desember 2025 07:47
A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Unglingasveitin Abba Teens, sem hefur kallað sig A-Teens í seinni tíð, mun taka þátt í Melodifestvalen, undankeppni sænska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision, á næsta ári. Auk hennar eru meðal annars tveir fyrrverandi sigurvegarar Melodifestivalen á meðal þátttakenda. Lífið 2. desember 2025 11:31
Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision 23 ára sænskur karlmaður að nafni Alexander Holmberg hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í Lúxemborg fyrir að leggja á ráðin um að framkvæma hryðjuverk á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í Hollandi árið 2020. Erlent 27. nóvember 2025 10:41
Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Stjórn Ríkisútvarpsins beinir þeim tilmælum til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að Ísrael verði vísað úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Innlent 26. nóvember 2025 21:01
„Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku. Lífið 21. nóvember 2025 10:49
Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. Lífið 21. nóvember 2025 09:29
Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Ríkisútvarpinu hafa borist á annað hundrað lög til þátttöku í Söngvakeppninni í ár þótt enn liggi ekki fyrir hvort Ísland verði á meðal þátttökuþjóða í Eurovision í Vín. Fleiri lög hafa borist en í fyrra. Lífið 14. nóvember 2025 16:38
Algjör óvissa með Söngvakeppnina Enn er óvissa hvað verður um Söngvakeppni Ríkisútvarpsins og frestur um að senda inn lög er enn í gildi. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvenær sá frestur rennur út en skipuleggjendur eru að sögn að skoða málið. Það ætti að skýrast á næstu dögum. Lífið 7. nóvember 2025 13:54
Love Island bomba keppir í Eurovision Bresk-kýpverska söngkonan og Love Island stjarnan Antigoni Brixton verður fulltrúi Kýpur í Eurovision árið 2026 í Vín. Keppnin fer fram í sjötugasta skipti og er Antigoni fyrsti keppandinn sem tilkynntur er til leiks. Lífið 6. nóvember 2025 15:23
Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa hætt við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um hvort Ísrael fái að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Málið verði rætt á aðalfundi samtakanna í desember. Lífið 13. október 2025 16:20
Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Rúmlega tveir þriðju svarenda í skoðanakönnun Prósents finnst að Ísland ætti að hætta við þátttöku í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða. Innlent 11. október 2025 08:25
Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Austurríkiskanslari og flokksbræður hans eru sagðir beita sér fyrir því að Eurovision fari ekki fram í landinu á næsta ári ef Ísrael verður meinuð þátttaka í keppninni. Talsmaður flokksins segir ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt í keppninni. Erlent 9. október 2025 17:39
Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. Innlent 9. október 2025 07:40
Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. Lífið 6. október 2025 10:30
Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. Innlent 5. október 2025 13:33
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Skoðun 5. október 2025 08:00