Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fimm lög keppa í Söngva­keppninni í kvöld

Flytjendur fimm laga keppast í kvöld í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar á RÚV. Úrslitin fara fram þann 22. febrúar og þá verður framlag Íslands til Eurovision í Sviss í maí valið. Undanúrslitakvöldin verða tvö, í kvöld og næsta laugardag. Aron Can kemur einnig fram í kvöld og flytur tvö lög.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Ó­væntir gestir hjá Væb-bræðrum

„Við erum búnir að vera að róa í heilt ár, yfirhöfin sjö, aðallega Atlantshafið samt þar sem við komum við í Grænlandi og í Færeyjum, í leit að tilgangnum, hvað skal gera næst,“ segja Væb-bræður sem frumsýna á Vísi tónlistarmyndband sitt við lagið Róa.

Lífið
Fréttamynd

Syngur Cha Cha Cha á Söngva­keppninni

Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha.

Lífið
Fréttamynd

Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway

Bandaríski leikarinn Will Ferrell ætlar að umbreyta Eurovision kvikmyndinni sem sló í gegn árið 2020 í söngleik á Broadway. Hann segist einfaldlega ekki geta slitið sig frá Eurovision.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land á fyrra undanúrslitakvöldi Euro­vision

Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins.

Tónlist
Fréttamynd

Lét sig dreyma um Euro­vision á Húsa­vík

„Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Er­lend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina

Erlend Eurovision-stjarna sem Íslendingar þekkja mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Uppselt er á úrslitakvöldið sem fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Gufunesi en enn eru til miðar á hin úrslitin og á fjölskyldurennsli daginn fyrir úrslit. Þá hefur röð laganna verið ákveðin og þeim gefin kosninganúmer.

Lífið
Fréttamynd

Meintur stuldur á borð RÚV

Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist.

Lífið
Fréttamynd

Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meiri­hlutinn jafn sekur og há­væri minni­hlutinn

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og Eurovision fari segist hafa mátt þola ótrúlegan skít frá stórum hópi af fólki eftir að hún ákvað að hætta ekki við að keppa í Eurovision í fyrra. Hera, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þroskað mikið af því ferli að hafa farið í gegnum þennan storm og hún skilji marga hluti betur á eftir.

Lífið
Fréttamynd

Mót­mæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár

Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Euro­vision

Sléttum fjörutíu árum eftir að þau komu, sáu og sigruðu Eurovision söngvakeppnina með La de swinge! stefnir hljómsveitin á endurkomu í keppnina. Sveitin ætlar að taka þátt í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix en athygli vekur að þar er einnig að finna hljómsveitina Wig Wam sem keppti fyrir hönd Noregs í keppninni árið 2005 og sló í gegn hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert ein­vígi í Söngva­keppninni 2025

Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Einka­væðingará­form gætu hrakið Ís­rael úr Euro­vision

Stríðsrekstur Ísraela á Gasa og víðar fyrir botni Miðjarðarhafs leiddi til mikilla mótmæla þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. Nú er hugsanlegt að Ísrael verði meinuð þátttaka í keppninni, þó af allt annarri ástæðu.

Erlent
Fréttamynd

Kynbomba og reynslu­boltar í Melodifestivalen

Þrír reynsluboltar í Eurovision vilja keppa fyrir hönd Svíþjóðar í keppninni á næsta ári. Þá hefur ein frægasta kynbomba landsins jafnframt skráð sig í undankeppnina en listi yfir keppendur í Melodifestivalen hefur nú verið birtur í sænskum miðlum.

Lífið
Fréttamynd

Daði Freyr tekur stefnuna til Ís­lands eftir ára­tug úti

„Ég var meira jólabarn þegar ég var barn. Nú á ég tvö börn og þá snúast jólin eiginlega bara um þau,“ segir tónlistarmaðurinn og Eurovision stjarnan Daði Freyr. Daði virðist þó kominn í jólagírinn þar sem hann var að senda frá sér nokkrar jólaábreiður og stendur fyrir jólatónleikum í Gamla bíói í desember. Samhliða því stefnir fjölskyldan á að flytja aftur til Íslands.

Tónlist