Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2026 21:31 Björn segir líklegt að bilanatíðnin sé hin sama á Íslandi. Eigendur rafbíla af gerðinni Tesla og þá sérstaklega af gerðinni Tesla Y eru hvattir til þess að fylgjast vel með ástandi bíla sinna af hálfu FÍB. Tilefnið eru fréttir af því að tæplega helmingur Tesla Y bíla komist ekki í gegnum fyrstu skoðun í Danmörku. Rætt er við Björn Kristjánsson sérfræðing hjá FÍB um málið í Reykjavík síðdegis. Morgunblaðið greindi í dag frá því að samkvæmt gögnum Félags danskra bifreiðaeigenda (FDM) fái nær helmingur fjögurra ára gamalla bíla af Y gerð frá Tesla endurskoðunarmiða strax við fyrstu skoðun. Hafa óskað eftir upplýsingum frá Samgöngustofu „Þetta er búið að vera mikið á milli tannanna á fólki núna, þessar upplýsingar. Og það er raunverulega ekki eitthvað eitt sem skýrir það, en það er núna fyrsta árið sem Y Teslan er raunverulega að fara í aðalskoðun í Danmörku og fleiri stöðum. Þetta eru danskar fréttir,“ segir Björn í Reykjavík síðdegis. „Við erum að heyra svipaðar fréttir frá Noregi þótt það sé ekki búið að birta tölur þaðan. En það er að koma núna reynsla á þessa tegund af bílum og þetta er niðurstaðan. Að um 45 prósent af bifreiðunum fá þá athugasemd í aðalskoðun og sérstaklega er verið að benda á að það sé slit í hjólabúnaði, slit í stýri og bremsur séu ábótavant og að ljósastillingar séu heldur ekki í lagi.“ Björn segir um að ræða Tesla Y af árgerð 2021. Út sé hinsvegar komin uppfærð útgáfa af bílnum. „Og þeir segjast hafa gert ákveðnar úrbætur sérstaklega á fjöðrunarbúnaðinum. Þessar tölur eru líka að koma upp, þetta eru í kringum 30 til 35 prósent í Model 3 - sem er svipuð Tesla, bara smærri. Þetta er þarna til staðar og við höfum verið að óska eftir upplýsingum frá Samgöngustofu hérna heima, FÍB, að fá upplýsingar um þessi gögn og raunverulega yfirheildina, að fá að sjá hvernig málum er háttað yfir skoðun bifreiða svo við getum gert okkur grein fyrir því hvernig staðan er.“ Réttur eigenda ríkur fyrstu árin En hvernig er þetta í öðrum tegundum, hjá öðrum framleiðendum? „Ja, öðrum framleiðendum næst í röðinni var minnir mig Volkswagen í Danmörku og það bara, ég man ekki hvað þetta var, eitt, tvö þrjú prósent sem frávikin voru. Þetta eru það stór frávik að menn fóru að setja spurningamerki. Það er búið skilst mér að halda fundi með Teslu í Danmörku og sérstaklega er verið að benda á þetta slit í stýrisganginum sem er þannig að stýrishjólið sjálft er að ganga til einhverja sentímetra eða millímetra sem er mjög sérkennilegt að sjá.“ Er ekki líklegt að við fáum sömu niðurstöðu hér á landi? Eru ekki sömu skilyrði hér og í skoðunarstöðvum í Danmerku? „Ég býst við því. Sérstaklega af því við erum að sjá svipaðar tölur í Noregi. Álagið á bíla hérna heima mætti halda að sé aaðeins meira, við erum með meira krefjandi aðstæður og erfiðari vegi þannig ég býst við því að við myndum sjá sömu niðurstöðu þó svo að ég hafi ekkert heyrt um það.“ Hann bendir á að réttur eigenda í slíkum tilvikum eigi að vera ríkur þar sem um sé að ræða nýja bíla. „Þær eru í ábyrgð í allt að fimm ár eða hundrað þúsund kílómetra. Ég hef alveg heyrt þetta, að þessi mál hafi komið inn á borð til okkar, til dæmis með það að það sé slit í fóðringum í hjólabúnaði í bílunum og Tesla hefur hérna heima tekið þetta á sig undir ábyrgð. En síðan kemur þessi tími þegar bílarnir eru komnir fram yfir ábyrgð eða fram yfir hundrað þúsund kílómetra að þá er það yfirleitt bara eigandinn sem situr uppi með þann pakka, þann kostnað.“ Hann segir ljóst að Tesla sé gríðarlega vinsæll bíll á Íslandi. Björn gengur svo langt að segja að hér sé á ferðinni Íslandsbíllinn síðustu ár. Því fari fréttin á flug, margir eigi Teslu og þekki einhvern á Teslu. Ekki druslur Eru þetta druslur? „Nei, það myndi ég ekki segja. Vissulega er eitthvað einkennilegt í gangi í þessum búnaði á bílunum, hvort sem það sé af því að Tesla er ungt fyrirtæki og ennþá að finna sig, veit það ekki en þeir þurfa vissulega að hypja upp um sig buxurnar.“ Hverju mælið þið með, hvað á fólk að gera? „Það sem væri gott er að fylgjast með því hvort það finni fyrir því að bíllinn sé að bregðast eitthvað, finni fyrir einhverjum hljóðum eða frávikum í bílnum. Ræða það þá sem fyrst við umboðsaðilann á Íslandi, Teslu. Og ef það kemur að því að þessi fimm ár eru að líða, minnir reyndar að fyrstu bílarnir hafi komið á fjögurra ára ábyrgð, þegar þessi ábyrgð er að líða að jafnvel bara að fá einhvern sem er að skoða bílinn og sjá hvort það sé eitthvað sem þurfi að laga og þá er hægt að reyna að ná því í gegn undir ábyrgð, verksmiðjuábyrgð.“ Bílar Neytendur Reykjavík síðdegis Tesla Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Sjá meira
Rætt er við Björn Kristjánsson sérfræðing hjá FÍB um málið í Reykjavík síðdegis. Morgunblaðið greindi í dag frá því að samkvæmt gögnum Félags danskra bifreiðaeigenda (FDM) fái nær helmingur fjögurra ára gamalla bíla af Y gerð frá Tesla endurskoðunarmiða strax við fyrstu skoðun. Hafa óskað eftir upplýsingum frá Samgöngustofu „Þetta er búið að vera mikið á milli tannanna á fólki núna, þessar upplýsingar. Og það er raunverulega ekki eitthvað eitt sem skýrir það, en það er núna fyrsta árið sem Y Teslan er raunverulega að fara í aðalskoðun í Danmörku og fleiri stöðum. Þetta eru danskar fréttir,“ segir Björn í Reykjavík síðdegis. „Við erum að heyra svipaðar fréttir frá Noregi þótt það sé ekki búið að birta tölur þaðan. En það er að koma núna reynsla á þessa tegund af bílum og þetta er niðurstaðan. Að um 45 prósent af bifreiðunum fá þá athugasemd í aðalskoðun og sérstaklega er verið að benda á að það sé slit í hjólabúnaði, slit í stýri og bremsur séu ábótavant og að ljósastillingar séu heldur ekki í lagi.“ Björn segir um að ræða Tesla Y af árgerð 2021. Út sé hinsvegar komin uppfærð útgáfa af bílnum. „Og þeir segjast hafa gert ákveðnar úrbætur sérstaklega á fjöðrunarbúnaðinum. Þessar tölur eru líka að koma upp, þetta eru í kringum 30 til 35 prósent í Model 3 - sem er svipuð Tesla, bara smærri. Þetta er þarna til staðar og við höfum verið að óska eftir upplýsingum frá Samgöngustofu hérna heima, FÍB, að fá upplýsingar um þessi gögn og raunverulega yfirheildina, að fá að sjá hvernig málum er háttað yfir skoðun bifreiða svo við getum gert okkur grein fyrir því hvernig staðan er.“ Réttur eigenda ríkur fyrstu árin En hvernig er þetta í öðrum tegundum, hjá öðrum framleiðendum? „Ja, öðrum framleiðendum næst í röðinni var minnir mig Volkswagen í Danmörku og það bara, ég man ekki hvað þetta var, eitt, tvö þrjú prósent sem frávikin voru. Þetta eru það stór frávik að menn fóru að setja spurningamerki. Það er búið skilst mér að halda fundi með Teslu í Danmörku og sérstaklega er verið að benda á þetta slit í stýrisganginum sem er þannig að stýrishjólið sjálft er að ganga til einhverja sentímetra eða millímetra sem er mjög sérkennilegt að sjá.“ Er ekki líklegt að við fáum sömu niðurstöðu hér á landi? Eru ekki sömu skilyrði hér og í skoðunarstöðvum í Danmerku? „Ég býst við því. Sérstaklega af því við erum að sjá svipaðar tölur í Noregi. Álagið á bíla hérna heima mætti halda að sé aaðeins meira, við erum með meira krefjandi aðstæður og erfiðari vegi þannig ég býst við því að við myndum sjá sömu niðurstöðu þó svo að ég hafi ekkert heyrt um það.“ Hann bendir á að réttur eigenda í slíkum tilvikum eigi að vera ríkur þar sem um sé að ræða nýja bíla. „Þær eru í ábyrgð í allt að fimm ár eða hundrað þúsund kílómetra. Ég hef alveg heyrt þetta, að þessi mál hafi komið inn á borð til okkar, til dæmis með það að það sé slit í fóðringum í hjólabúnaði í bílunum og Tesla hefur hérna heima tekið þetta á sig undir ábyrgð. En síðan kemur þessi tími þegar bílarnir eru komnir fram yfir ábyrgð eða fram yfir hundrað þúsund kílómetra að þá er það yfirleitt bara eigandinn sem situr uppi með þann pakka, þann kostnað.“ Hann segir ljóst að Tesla sé gríðarlega vinsæll bíll á Íslandi. Björn gengur svo langt að segja að hér sé á ferðinni Íslandsbíllinn síðustu ár. Því fari fréttin á flug, margir eigi Teslu og þekki einhvern á Teslu. Ekki druslur Eru þetta druslur? „Nei, það myndi ég ekki segja. Vissulega er eitthvað einkennilegt í gangi í þessum búnaði á bílunum, hvort sem það sé af því að Tesla er ungt fyrirtæki og ennþá að finna sig, veit það ekki en þeir þurfa vissulega að hypja upp um sig buxurnar.“ Hverju mælið þið með, hvað á fólk að gera? „Það sem væri gott er að fylgjast með því hvort það finni fyrir því að bíllinn sé að bregðast eitthvað, finni fyrir einhverjum hljóðum eða frávikum í bílnum. Ræða það þá sem fyrst við umboðsaðilann á Íslandi, Teslu. Og ef það kemur að því að þessi fimm ár eru að líða, minnir reyndar að fyrstu bílarnir hafi komið á fjögurra ára ábyrgð, þegar þessi ábyrgð er að líða að jafnvel bara að fá einhvern sem er að skoða bílinn og sjá hvort það sé eitthvað sem þurfi að laga og þá er hægt að reyna að ná því í gegn undir ábyrgð, verksmiðjuábyrgð.“
Bílar Neytendur Reykjavík síðdegis Tesla Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Sjá meira