Reykjavík síðdegis

Fréttamynd

Æ fleiri Ís­lendingar velja að eignast ekki börn

Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn.

Innlent
Fréttamynd

Verða bílveikari í rafbílum

Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum.

Innlent
Fréttamynd

Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því.

Innlent
Fréttamynd

Vítamínmarkaðurinn á Ís­landi eins og villta vestrið

Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar þú verður ráð­herra verður þú að tala af á­byrgð“

„Þarna er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, ráðherra, að dylgja um það að íslenskt fyrirtæki hafi farið á hausinn í síðustu olíuleit hér við land. Þegar þú ert ekki lengur blaðamaður á DV eða Stundinni og verður ráðamaður þjóðarinnar verður þú að skipta um ham og tala af ábyrgð.“

Innlent
Fréttamynd

Ráð­stöfun sér­eignar­sparnaðar inn á hús­næðis­lán bara tíma­bundin

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Mér fannst þetta vera svo­lítil von­brigði“

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma.

Innlent
Fréttamynd

Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildar­við­ræður

Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir enn nokkuð stóran hóp eiga eftir að gera upp hug sinn hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og það sé til því fullt tilefni til að ræða Evrópumálin. Hann fór yfir þau í Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Það logar allt í hin­segin sam­fé­laginu“

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Sakar eftir­lits­aðila um að fram­fylgja ekki leigubílalögum

Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum.

Innlent
Fréttamynd

Enginn árangur af „veiða og sleppa“ að­ferðinni

Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að „veiða og sleppa“ aðferðin við laxveiði, sem felst í að drepa ekki laxinn til að vernda stofninn, hafi augljóslega ekki gengið upp. Öll gögn bendi til að samkeppni um fæðu meðal laxaseiða sé slík, að nauðsynlegt sé að grisja stofninn svo hann viðhaldi sér.

Innlent
Fréttamynd

Sál­fræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur

Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hefur ekkert breyst þrátt fyrir kosningaloforð Viðreisnar um að bæta úr stöðu mála, að sögn formanns Sálfræðingafélagsins, sem telur samning Sjúkratrygginga Íslands við hið opinbera hvorki veita sálfræðingum næg kjör né sjúklingum næga þjónustu. Viðtal hjá sjálfræðingi er dýrt og sumir leita frekar á náðir gervigreindar heldur en sérfræðinga, en því fylgir áhætta.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi ferða­manna slíkur að rotþróin ræður ekki við það

Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Langtímarannsóknir skorti á á­hrifum kreatíns

Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Lítill munur á bitum bit­mýs og lúsmýs

Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum

Íris Angela Jóhannesdóttir, innkaupa- og markaðsstjóri Víkurverks, segir sölu góða á hvers kyns hjólhýsum, húsbílum og tjaldvögnum í sumar. Margir velti því þó fyrir sér hvernig eigi að tengja við rafmagns því oft sé mikið að gera á tjaldsvæðunum og slegist um innstungur.

Neytendur
Fréttamynd

„Jú, jú, þetta er orðið mál­þóf“

Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal.

Innlent