Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. nóvember 2025 23:15 Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn. Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira