Innlent

Ekki eigi að gera ein­stak­linga á­byrga fyrir gerðum ríkis­stjórnar

Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelsks hagfræðings á Þjóðminjasafninu í dag segir það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrri að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna. Mótmælendur hleyptu upp fundinum áður en hann hófst.

Innlent

Tollahækkanirnar von­brigði og þrýstir á um fund sem fyrst

Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi.

Innlent

For­sætis­ráð­herra ó­sátt með tolla og pólfarar á Húsa­vík

Fimmtán prósent tollar Bandaríkjanna á vörur innfluttar frá Íslandi taka gildi á morgun og atvinnurekendur lýsa áhyggjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir vonbrigðum með einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um tollana.

Innlent

Fyrir­lestri ísraelsks fræði­manns af­lýst eftir skamma stund

Fyrirlestri starfsmanns við Bar-Ilan háskólann í Ísrael á Þjóðminjasafninu var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast í dag. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styðji Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. 

Innlent

Fjar­lægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“

Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla.

Innlent

Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum að­gerðum í Reynisfjöru

Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða.

Innlent

Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst

„Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“

Innlent

Tollastríð, makríll og flutningur Blóð­bankans

Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla.

Innlent

Minnsti þétt­leiki makríls síðan 2010

Bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi sé sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Einungis veiddist makríll austur af landinu.

Innlent

Blóð­bankinn á leið í Kringluna

Til stendur að flytja starfsemi Blóðbankans í svokallaðan Stóra turn í Kringlunni þar til að framtíðarhúsnæði bankans í rannsóknarhúsi nýja Landspítalans verður tilbúið.

Innlent

Flug­eldum kastað að fólki á Akur­eyri

Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum.

Innlent

Hand­tekin fyrir ölvunar­akstur eftir grænt ljós frá löggunni

Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. 

Innlent

Ráð­stafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjald­séðum slóðum

Ráðherra ferðamála segir til alvarlegrar skoðunar að hafa mannaðar vaktir við Reynisfjöru þegar aðstæður eru hættulegar í fjörunni. Ákveðið hefur verið að gera frekari varúðarráðstafanir á svæðinu í kjölfar banaslyssins um helgina en í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við landeiganda og ráðherra vegna málsins.

Innlent