Innlent

Albanska manninum fylgt úr landi í fyrra­málið

Albanskur karlmaður sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot hefur dvalið á flugvellinum í Keflavík frá því á föstudag á meðan hann hefur beðið eftir að fá lögreglufylgd úr landi. Lögmaður hans segir að hann hafi verið upplýstur um að Heimferðar- og fylgdarþjónusta Ríkislögreglustjóra sé búin að kaupa fyrir hann flug til Berlínar í fyrramálið og þaðan til Tirana í Albaníu. Þangað fer hann í fylgd lögregluþjóna.

Innlent

Breyting á samsköttun hafi mest á­hrif á tekjuháa karla yfir fer­tugu

Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur.

Innlent

Hinir grunuðu lausir úr ein­angrun

Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar.

Innlent

Geti sagt fyrir um eld­gos við höfuð­borgar­svæðið með nokkurra vikna fyrir­vara

Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. 

Innlent

Fastur á Kefla­víkur­flug­velli í fjóra sólar­hringa án alls

Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi.

Innlent

Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests.

Innlent

Fyrsta lang­reyðurin á ver­tíðinni háði 35 mínútna dauða­stríð

Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti.

Innlent

„Bara ein­falt að leyfa fólki að leita að olíu“

Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni.

Innlent

Líf ó­lík­lega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst

Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Innlent

Gosvá á höfuð­borgar­svæðinu, dauða­stríð og áhorfendabann

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Við förum yfir skýrsluna og ræðum við einn höfunda hennar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Viður­kenndi brot gegn barn­ungri systur en sýknaður

Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn yngri systur sinni á árunum 2003 til 2007. Hann gekkst við því að hafa brotið gegn systur sinni en ekki eftir að hann varð fimmtán ára og þar með sakhæfur. Dómurinn taldi ekki sannað að hann hefði brotið gegn systurinni á þeim árum sem ákært var fyrir og sýknaði hann af þeim sökum.

Innlent

Land­ris hraðara en eftir síðustu eld­gos

Landris heldur áfram undir Svartsengi og mælist það nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Of snemmt er að segja til um þróun á hraða kvikusöfnunarinnar en á meðan hún heldur áfram eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum.

Innlent