Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2025 22:43 Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson afhenti Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra í dag yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum. Bjarni Einarsson Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. Í fréttum Sýnar fórum við í innviðaráðuneytið þar sem ráðherrann Eyjólfur Ármannsson tók fram landabréfabókina þegar Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson mætti á fund hans í morgun til að mæla fyrir því að tvenn göng um Mjóafjörð, svokölluð Fjarðagöng, ættu að vera næst í röðinni. Erlendur benti ráðherranum á að með Fjarðagöngum yrði jafnlangt fyrir Seyðfirðinga að keyra í álverið í Reyðarfirði eins og fyrir Norðfirðinga. Fjarðagöng tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð með tvennum göngum um Mjóafjörð og skapa um leið hringleið um Mið-Austurland.Gtafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Já, ég frétti að það væri jafnlangt - á stærsta vinnustaðinn,“ skaut Eyjólfur að. Erlendur afhenti svo undirskriftalistana sem 2.133 hafa ritað nafn sitt undir. Þar er skorað á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Ráðherrann spurði hvort undirskriftirnar væru allsstaðar að af landinu og fékk það svar að þær væru langmest að austan. Greinar eftir tvo fyrrverandi bæjarstjóra Seyðisfjarðar til stuðnings Fjarðarheiðargöngum birtust í Morgunblaðinu þann 28. október. Nýleg greinaskrif tveggja fyrrverandi bæjarstjóra Seyðisfjarðar lýsa áhyggjum Seyðfirðinga um að þrettán kílómetra löng Fjarðarheiðargöng fari aftar í röðina eftir að ráðherrann kvaðst óbundinn af fyrri forgangsröðun. „Hvorki ég né Alþingi Íslendinga erum skuldbundin af fyrri samgönguáætlun. Þetta er endurskoðun,“ segir Eyjólfur Ármannsson. Ráðherrann vildi þó í dag ekki gefa upp hvorn kostinn hann velji. Fjarðarheiðargöng tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð. Þau yrðu 13,4 kílómetra löng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Við erum bara að vinna þetta út frá okkar forsendum. Hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og gott fyrir íslenskt samfélag og samfélagið fyrir austan.“ En hversvegna ættu Fjarðagöng að koma á undan, að mati undirskriftasafnarans? „Þau eru í senn ódýrari, fljótlegri í framkvæmd, viljum við meina, og hafa meiri samfélagslegan ávinning fyrir allt Mið-Austurland,“ svarar Erlendur Magnús, forsvarsmaður undirskriftasöfnunarinnar. „Síðan má skoða hvaða leið er heppilegust til að tengja firðina við Héraðið. Hugsanlega gætu það orðið Fjarðarheiðargöng seinna. Þetta bara snýst um forgangsröðun; að byrja á réttu verkefni,“ segir Erlendur. Erlendur Magnús Jóhannsson fer fyrir söfnun undirskriftanna.Bjarni Einarsson En það er ekki víst að Austfirðir fái næstu göng. Ráðherra segir að fjármagn verði aukið til að undirbúa fleiri jarðgöng. „Við ætlum að fara í rannsóknir á fleiri stöðum en hefur verið gert. Ekki bara að séu ein sem eru á hillunni. Við skoðum bara allt landið og tökum ákvörðun út frá því hvað við teljum hagkvæmast fyrir íslenskt samfélag að taka fyrst,“ segir ráðherra samgöngumála. Norðfjarðargöng voru síðustu jarðgöng sem grafin voru á Austfjörðum. Þau voru opnuð árið 2017.Jóhann K. Jóhannsson „Framtíðardraumur minn er að geta verið með tvenn jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Það getum við ekki. Þannig að við byrjum með ein. Svo tökum við næstu. Og vonandi þegar við förum í þriðju, þá getum við verið kannski með tvenn jarðgöng á hverjum tíma. En þetta snýst allt um fjármagn. Fjármálarammi liggur fyrir í fjármálaáætlun fyrir 2026 til 2030.“ Ráðherra samgöngumála með undirskriftalistana og fylgiskjöl.Bjarni Einarsson En hvenær mun ákvörðun um næstu jarðgöng liggja fyrir? „Ég mun mæla fyrir tillögu núna á næstu vikum til samgönguáætlunar. Þá mun það koma fram hvernig við lítum á þessa áætlun um jarðgöng.“ En hvenær á svo að byrja að bora næstu göng? „2027. Við stefnum ótrauð á 2027. Vonandi kannski eitthvað næsta haust. Ég veit það ekki. En 2027. Við stefnum á það. Vonandi að það takist. En ég lofa engu en það er skýrt markmið,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér: Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Múlaþing Fjarðabyggð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. 27. ágúst 2025 15:10 Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Í fréttum Sýnar fórum við í innviðaráðuneytið þar sem ráðherrann Eyjólfur Ármannsson tók fram landabréfabókina þegar Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson mætti á fund hans í morgun til að mæla fyrir því að tvenn göng um Mjóafjörð, svokölluð Fjarðagöng, ættu að vera næst í röðinni. Erlendur benti ráðherranum á að með Fjarðagöngum yrði jafnlangt fyrir Seyðfirðinga að keyra í álverið í Reyðarfirði eins og fyrir Norðfirðinga. Fjarðagöng tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð með tvennum göngum um Mjóafjörð og skapa um leið hringleið um Mið-Austurland.Gtafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Já, ég frétti að það væri jafnlangt - á stærsta vinnustaðinn,“ skaut Eyjólfur að. Erlendur afhenti svo undirskriftalistana sem 2.133 hafa ritað nafn sitt undir. Þar er skorað á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Ráðherrann spurði hvort undirskriftirnar væru allsstaðar að af landinu og fékk það svar að þær væru langmest að austan. Greinar eftir tvo fyrrverandi bæjarstjóra Seyðisfjarðar til stuðnings Fjarðarheiðargöngum birtust í Morgunblaðinu þann 28. október. Nýleg greinaskrif tveggja fyrrverandi bæjarstjóra Seyðisfjarðar lýsa áhyggjum Seyðfirðinga um að þrettán kílómetra löng Fjarðarheiðargöng fari aftar í röðina eftir að ráðherrann kvaðst óbundinn af fyrri forgangsröðun. „Hvorki ég né Alþingi Íslendinga erum skuldbundin af fyrri samgönguáætlun. Þetta er endurskoðun,“ segir Eyjólfur Ármannsson. Ráðherrann vildi þó í dag ekki gefa upp hvorn kostinn hann velji. Fjarðarheiðargöng tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð. Þau yrðu 13,4 kílómetra löng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Við erum bara að vinna þetta út frá okkar forsendum. Hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og gott fyrir íslenskt samfélag og samfélagið fyrir austan.“ En hversvegna ættu Fjarðagöng að koma á undan, að mati undirskriftasafnarans? „Þau eru í senn ódýrari, fljótlegri í framkvæmd, viljum við meina, og hafa meiri samfélagslegan ávinning fyrir allt Mið-Austurland,“ svarar Erlendur Magnús, forsvarsmaður undirskriftasöfnunarinnar. „Síðan má skoða hvaða leið er heppilegust til að tengja firðina við Héraðið. Hugsanlega gætu það orðið Fjarðarheiðargöng seinna. Þetta bara snýst um forgangsröðun; að byrja á réttu verkefni,“ segir Erlendur. Erlendur Magnús Jóhannsson fer fyrir söfnun undirskriftanna.Bjarni Einarsson En það er ekki víst að Austfirðir fái næstu göng. Ráðherra segir að fjármagn verði aukið til að undirbúa fleiri jarðgöng. „Við ætlum að fara í rannsóknir á fleiri stöðum en hefur verið gert. Ekki bara að séu ein sem eru á hillunni. Við skoðum bara allt landið og tökum ákvörðun út frá því hvað við teljum hagkvæmast fyrir íslenskt samfélag að taka fyrst,“ segir ráðherra samgöngumála. Norðfjarðargöng voru síðustu jarðgöng sem grafin voru á Austfjörðum. Þau voru opnuð árið 2017.Jóhann K. Jóhannsson „Framtíðardraumur minn er að geta verið með tvenn jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Það getum við ekki. Þannig að við byrjum með ein. Svo tökum við næstu. Og vonandi þegar við förum í þriðju, þá getum við verið kannski með tvenn jarðgöng á hverjum tíma. En þetta snýst allt um fjármagn. Fjármálarammi liggur fyrir í fjármálaáætlun fyrir 2026 til 2030.“ Ráðherra samgöngumála með undirskriftalistana og fylgiskjöl.Bjarni Einarsson En hvenær mun ákvörðun um næstu jarðgöng liggja fyrir? „Ég mun mæla fyrir tillögu núna á næstu vikum til samgönguáætlunar. Þá mun það koma fram hvernig við lítum á þessa áætlun um jarðgöng.“ En hvenær á svo að byrja að bora næstu göng? „2027. Við stefnum ótrauð á 2027. Vonandi kannski eitthvað næsta haust. Ég veit það ekki. En 2027. Við stefnum á það. Vonandi að það takist. En ég lofa engu en það er skýrt markmið,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér:
Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Múlaþing Fjarðabyggð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. 27. ágúst 2025 15:10 Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. 27. ágúst 2025 15:10
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45
Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51