Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Trump-tollarnir hafa tekið gildi

Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tollarnir til­efni til hvorra tveggja ör­væntingar og léttis

Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Tollahækkanirnar von­brigði og þrýstir á um fund sem fyrst

Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi.

Innlent
Fréttamynd

Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst

„Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“

Innlent
Fréttamynd

Tíma­bær rann­sókn dóms­mála­ráðu­neytisins

Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Strangari reglur og ný gjald­skrá til að „tempra kraft­mikla fólks­fjölgun“

Dómsmálaráðherra segist vilja „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Nýjum reglum verði meðal annars ætlað að gera auknar kröfur til þeirra sem hingað koma á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfis, en ráðherra segir einnig mikilvægt að gera kröfu um að tekið sé á móti þeim sem hingað koma og ábyrgum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Boðar „norsku leiðina“ í út­lendinga­málum

Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli.

Innlent
Fréttamynd

Sala á Lands­bankanum gæti minnkað hreinar skuldir ríkis­ins um fimmtung

Þegar leiðrétt er fyrir ýmsum einskiptisþáttum í rekstri stóru bankanna í því skyni að leggja mat á undirliggjandi afkomu þeirra má áætla að markaðsvirði Landsbankans, sem er þá að skila eilítið betri arðsemi en Íslandsbanki, gæti verið um eða yfir 350 milljarðar króna, að mati hlutabréfagreinanda.

Innherji
Fréttamynd

Þor­gerður styður stofnun leyni­þjónustu

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofn­un leyniþjón­ustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers.

Innlent
Fréttamynd

Þurfum ekki að loka landa­mærum en þurfum að opna augun

„Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“

Innlent
Fréttamynd

„Ég upp­lifi þetta sem mikinn yfir­gang og of­beldi“

Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum.

Innlent
Fréttamynd

„Hann skilar al­gjör­lega auðu í náttúru­verndar­málum“

Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru.

Innlent
Fréttamynd

Anna­samt ár á Bessa­stöðum: Kónga­fólk, keisari, um­töluð undir­skrift og brúnir skór

Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli.

Innlent
Fréttamynd

Á­hrifin af stöðvunarkröfunni ó­veru­leg

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra reiknar með að virkjunarframkvæmdir við Hvammsvirkjun haldi áfram innan tíðar. Hann segir áhrifin af úrskurði umhverfis- og auðlindamála óveruleg.

Innlent
Fréttamynd

Setja þurfi meiri þunga í hags­muna­gæslu gagn­vart ESB

Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að ríkis­stjórnin leggi allt kapp í að af­stýra tollunum

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu.  Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB.

Innlent
Fréttamynd

Segir af­komu hundraða ógnað með beinum hætti

Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað.

Innlent
Fréttamynd

Segir áhyggju­efni að ESB hafi platað Ís­lendinga í tíu ár

Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá.

Innlent
Fréttamynd

„Þá er sam­keppnis­hæfnin farin, það segir sig bara sjálft“

Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 

Innlent
Fréttamynd

Ætla þau að halda á­fram að grafa sína eigin gröf?

Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu.

Skoðun