Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Skipu­lögð brota­starf­semi er komin til að vera

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Orðskrípið sem bjarga á veiði­gjaldinu

Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dag­skrá í dag

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtækin, eitt umdeildasta mál þessa þings, var frestað á Alþingi um klukkan tíu í gærkvöldi. Þingmenn hafa nú rætt málið fram á kvöld tvo daga í röð og sér ekki fyrir endann á.

Innlent
Fréttamynd

Nú­verandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir á­byrgð og gagn­sæi“

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð.

Innlent
Fréttamynd

Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosninga­bar­áttu og horfa síðan þögul á „hryllings­mynd í beinni“

Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, var nokkuð niðri fyrir vegna ástandsins á Gasa þegar hún kvaddi sér hljóðs um málið í störfum þingsins á Alþingi í dag. Halla Hrund kallaði eftir því að þær sem fari með völdin á Íslandi standi við stóru orðin sem höfð hafi verið uppi í aðdraganda kosninga. Það þýði að mati Höllu Hrundar ekki að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttunni en fylgja því svo ekki eftir þegar til valda er komið.

Innlent
Fréttamynd

Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnar­manna og að lögum sé fylgt

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er salami-leiðin“

Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni.

Innlent
Fréttamynd

„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið penna­strik“

Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður.

Innlent
Fréttamynd

Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða

Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga.

Innlent
Fréttamynd

Í leyfi frá þing­störfum og flytur til New York

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar að flytja til New York í haust. Hún fer í níu mánaða leyfi frá þingmennsku. Áslaug Arna beið naumlega lægri hlut í baráttu um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst

Forsætisráðherra telur að rétt hafi verið að upplýsa þáverandi mennta- og barnamálaráðherra um að fyrrverandi tengdamóðir barnsföður hennar, hafi óskað eftir fundi. En eftir að hún vissi um hvað málið snerist hafi hún verið bundin trúnaði og því ekki rætt málið frekar við ráðherrann. Þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á að það hafi ekki verið gert.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundar­beiðni“

Forsætisráðherra segir að upplýsingalög komi alfarið í veg fyrir að trúnaði sé heitið um fundarbeiðnir við forsætisráðherra. Starfsmaður Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem svaraði símtali fyrrverandi tengdamóður fyrrverandi barnamálaráðherra, hafi ekki ekki heitið neinum trúnaði um erindi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Mál Ást­hildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum

Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, fer fram í dag. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Vill að þing­flokkar vinni saman að því að stytta frí þing­manna

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ætlar að beita sér fyrir því að frí þingmanna verði stytt. Það vill hún gera í samvinnu allra þingflokka. Þingmenn voru í átján daga páskafríi. Þeir mættu aftur til vinnu á mánudag en fóru í frí föstudaginn 11. apríl, vikuna fyrir páska.

Innlent
Fréttamynd

Ný stjórn Ríkis­út­varpsins kjörin

Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra skoðar frekari girðingar á strand­veiðar

Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna.

Innlent