Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2025 20:04 Slysið átti sér stað í rennibraut við kastala í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Vísir/vilhelm Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni eða tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfestir fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan tókst á loft þegar hún fór niður rennibrautina í desember 2019 og þótti sannað að hún hefði orðið fyrir varanlegu líkamstjóni þegar hún lenti harkalega. Landsréttur taldi ekki sýnt fram á að rennibrautin, eða leiktækið sem hún var hluti af, hefði haft sérstaka hættueiginleika eða að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sýnt af sér saknæmt aðgæslu- eða eftirlitsleysi sem hefði verið orsök tjónsins. Því voru Reykjavíkurborg og VÍS, tryggingafélag hennar, sýknuð af skaðabótakröfu líkt og í héraðsdómi árið 2024. Farið of hratt Konan slasaðist þann 28. desember 2019 þegar hún var í garðinum ásamt barnsföður sínum og dóttur. Voru þau að hennar sögn við leik við leikkastala með rennibraut í norðvesturhluta garðsins þegar dóttir hennar vildi prófa þar rennibraut. Fylgdi hún dótturinni upp í leiktækið og ákvað að renna sér niður til að taka á móti dóttur sinni. Rennibrautinni er lýst þannig í stefnu konunnar að efst sé hún brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og svo aftur aflíðandi rétt áður en hún endi. Þá segir að rennibrautin hafi verið mjög blaut þegar slysið varð. Konan hafi því runnið mun hraðar en hún hafi ætlað sér og tekist á loft við miðhluta rennibrautarinnar og skollið harkalega niður þegar hún lenti á neðsta hluta hennar. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi eftir slysið.Vísir/Vilhelm Konan hafi í kjölfarið verið flutt á bráðamóttöku þar sem í ljós kom að hún hafði hlotið samfallsbrot á brjóshryggjarbol. Hlaut hún varanlegt líkamstjón vegna slyssins samkvæmt matsgerð bæklunarskurðlæknis. Konan taldi að slysið mætti rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar, þar sem merkingar hafi meðal annars verið í ólagi og þeir ekki sýnt af sér þá aðgæslu sem tilhlýðileg hafi verið. Byggði hún meðal annars á því að Reykjavíkurborg ætti að vita að foreldrar fylgi stundum börnum sínum í leiktæki og fullyrði að engin skilti hafi verið á staðnum sem gáfu til kynna að rennibrautin væri einungis ætluð börnum. Bleytan sést illa Konan sagði að rignt hafi nokkru fyrir slysið og rigningardropar, sem sést hafi illa, hafi gert rennibrautina sleipari og hættulegri með tilheyrandi slysahættu. Telur hún að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafi átt að sjá hættuna fyrir og þurrka rennibrautina eða hreinlega loka tækinu á meðan ekki var unnt að tryggja öryggi notenda. Landsréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2024.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms sagði að ekki væri hægt að fallast á að starfsmenn borgarinnar hafi sýnt af sér aðgæsluleysi með því að láta hjá líða að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, sem stendur úti allan ársins hring, eða með því að loka ekki rennibrautinni í ljósi aðstæðna. Þá hafi stefnandi mátt vita að á Íslandi sé allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát. Leiktækið ætlað börnum Einnig kom fram í dómi héraðsdóms að Reykjavíkurborg og VÍS hefðu bent á að á leiktækinu sem rennibrautin væri hluti af hafi verið merkingar sem gáfu til kynna að leiktækið væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. „Mátti stefnanda því vera ljóst að leiktækið væri byggt með börn í huga og ætlað fyrir börn en ekki fyrir fullorðna. Er þar af leiðandi ekki hægt að fallast á þá málsástæðu stefnanda að slysið hafi mátt rekja til þess að merkingum hafi verið ábótavant, enda er það ósannað með öllu.“ Dómsmál Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tryggingar Tengdar fréttir Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 30. október 2024 16:24 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Konan tókst á loft þegar hún fór niður rennibrautina í desember 2019 og þótti sannað að hún hefði orðið fyrir varanlegu líkamstjóni þegar hún lenti harkalega. Landsréttur taldi ekki sýnt fram á að rennibrautin, eða leiktækið sem hún var hluti af, hefði haft sérstaka hættueiginleika eða að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sýnt af sér saknæmt aðgæslu- eða eftirlitsleysi sem hefði verið orsök tjónsins. Því voru Reykjavíkurborg og VÍS, tryggingafélag hennar, sýknuð af skaðabótakröfu líkt og í héraðsdómi árið 2024. Farið of hratt Konan slasaðist þann 28. desember 2019 þegar hún var í garðinum ásamt barnsföður sínum og dóttur. Voru þau að hennar sögn við leik við leikkastala með rennibraut í norðvesturhluta garðsins þegar dóttir hennar vildi prófa þar rennibraut. Fylgdi hún dótturinni upp í leiktækið og ákvað að renna sér niður til að taka á móti dóttur sinni. Rennibrautinni er lýst þannig í stefnu konunnar að efst sé hún brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og svo aftur aflíðandi rétt áður en hún endi. Þá segir að rennibrautin hafi verið mjög blaut þegar slysið varð. Konan hafi því runnið mun hraðar en hún hafi ætlað sér og tekist á loft við miðhluta rennibrautarinnar og skollið harkalega niður þegar hún lenti á neðsta hluta hennar. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi eftir slysið.Vísir/Vilhelm Konan hafi í kjölfarið verið flutt á bráðamóttöku þar sem í ljós kom að hún hafði hlotið samfallsbrot á brjóshryggjarbol. Hlaut hún varanlegt líkamstjón vegna slyssins samkvæmt matsgerð bæklunarskurðlæknis. Konan taldi að slysið mætti rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar, þar sem merkingar hafi meðal annars verið í ólagi og þeir ekki sýnt af sér þá aðgæslu sem tilhlýðileg hafi verið. Byggði hún meðal annars á því að Reykjavíkurborg ætti að vita að foreldrar fylgi stundum börnum sínum í leiktæki og fullyrði að engin skilti hafi verið á staðnum sem gáfu til kynna að rennibrautin væri einungis ætluð börnum. Bleytan sést illa Konan sagði að rignt hafi nokkru fyrir slysið og rigningardropar, sem sést hafi illa, hafi gert rennibrautina sleipari og hættulegri með tilheyrandi slysahættu. Telur hún að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafi átt að sjá hættuna fyrir og þurrka rennibrautina eða hreinlega loka tækinu á meðan ekki var unnt að tryggja öryggi notenda. Landsréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2024.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms sagði að ekki væri hægt að fallast á að starfsmenn borgarinnar hafi sýnt af sér aðgæsluleysi með því að láta hjá líða að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, sem stendur úti allan ársins hring, eða með því að loka ekki rennibrautinni í ljósi aðstæðna. Þá hafi stefnandi mátt vita að á Íslandi sé allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát. Leiktækið ætlað börnum Einnig kom fram í dómi héraðsdóms að Reykjavíkurborg og VÍS hefðu bent á að á leiktækinu sem rennibrautin væri hluti af hafi verið merkingar sem gáfu til kynna að leiktækið væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. „Mátti stefnanda því vera ljóst að leiktækið væri byggt með börn í huga og ætlað fyrir börn en ekki fyrir fullorðna. Er þar af leiðandi ekki hægt að fallast á þá málsástæðu stefnanda að slysið hafi mátt rekja til þess að merkingum hafi verið ábótavant, enda er það ósannað með öllu.“
Dómsmál Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tryggingar Tengdar fréttir Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 30. október 2024 16:24 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 30. október 2024 16:24