Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2025 16:03 Eftir lagabreytingu gærdagsins er mun líklegra að þessi hundur fái að búa í fjölbýlishúsi. Vísir/Arnar Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir. Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja. Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja.
Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira