Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2025 22:09 Á myndinni má sjá skíðasvæðið og tengingu við Dalhús. Vísir/Anton Brink Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun með kröfu um aðgerðir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 5. nóvember en umræðu var frestað þar til í þessari viku. Í tillögunni var lagt til að athugað yrði hvort hægt væri að koma upp skammtímastæðum við brekkuna án þess að íbúar verði fyrir óþægindum. Þá var einnig lagt til að skoðað yrði hvort hægt væri að setja stöðubann við mjóan enda götunnar og að þeim yrði fylgt eftir með skýrum merkingum og jafnvel grindum. Þannig væri hægt að draga úr óþægindum fyrir íbúa og koma í veg fyrir að þeir lokist inni í eigin götu. Tillagan var felld á fundi ráðsins í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins. „Við hörmum að fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna skuli fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að gripið verði til aðgerða í því skyni að draga úr óþægindum, sem íbúar í Dalhúsum verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Mikil þörf er fyrir slíkar aðgerðir eins og íbúar í Húsahverfi hafa bent á,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær. Skíðasvæðið er vinsælt á veturna. Vísir/Anton Brink Ekki til fjármagn Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki endilega ósammála Kjartani Magnússyni, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lagði tillöguna fram, en það sé ekki til fjármagn fyrir þessum aðgerðum eins og er. Öll svið borgarinnar vinni eftir ákveðnu plani og fjárhagsramma og þetta verkefni rúmist ekki innan þess eins og er. Hún útilokar ekki að þessar breytingar verði skoðaðar síðar. Myndin sýnir fjölda daga sem hefur verið opið á skíðasvæði í Reykjavík síðustu ár. Ekki þarf að vera opið á báðum svæðum. Reykjavíkurborg Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru ekki gerðar formlegar talningar á skíðasvæðið þar sem ókeypis er inn á það. „Við höfum þó oft gert óformlegar talningar og á góðum degi er ekki óalgengt að fjöldinn sé á bilinu 50-80 á hverjum tímapunkti,“ segir í svari frá borginni. Reykjavík Skíðasvæði Skíðaíþróttir Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun með kröfu um aðgerðir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 5. nóvember en umræðu var frestað þar til í þessari viku. Í tillögunni var lagt til að athugað yrði hvort hægt væri að koma upp skammtímastæðum við brekkuna án þess að íbúar verði fyrir óþægindum. Þá var einnig lagt til að skoðað yrði hvort hægt væri að setja stöðubann við mjóan enda götunnar og að þeim yrði fylgt eftir með skýrum merkingum og jafnvel grindum. Þannig væri hægt að draga úr óþægindum fyrir íbúa og koma í veg fyrir að þeir lokist inni í eigin götu. Tillagan var felld á fundi ráðsins í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins. „Við hörmum að fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna skuli fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að gripið verði til aðgerða í því skyni að draga úr óþægindum, sem íbúar í Dalhúsum verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Mikil þörf er fyrir slíkar aðgerðir eins og íbúar í Húsahverfi hafa bent á,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær. Skíðasvæðið er vinsælt á veturna. Vísir/Anton Brink Ekki til fjármagn Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki endilega ósammála Kjartani Magnússyni, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lagði tillöguna fram, en það sé ekki til fjármagn fyrir þessum aðgerðum eins og er. Öll svið borgarinnar vinni eftir ákveðnu plani og fjárhagsramma og þetta verkefni rúmist ekki innan þess eins og er. Hún útilokar ekki að þessar breytingar verði skoðaðar síðar. Myndin sýnir fjölda daga sem hefur verið opið á skíðasvæði í Reykjavík síðustu ár. Ekki þarf að vera opið á báðum svæðum. Reykjavíkurborg Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru ekki gerðar formlegar talningar á skíðasvæðið þar sem ókeypis er inn á það. „Við höfum þó oft gert óformlegar talningar og á góðum degi er ekki óalgengt að fjöldinn sé á bilinu 50-80 á hverjum tímapunkti,“ segir í svari frá borginni.
Reykjavík Skíðasvæði Skíðaíþróttir Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent