Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Borgar­stjóri vill ekki mikinn fjölda hælis­leit­enda í JL húsið

Einar Þorsteinsson borgarstjóri er mótfallinn því að miklum fjölda hælisleitenda verði komið fyrir í JL húsinu. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hann ekki æskilegt að mikill fjöldi hælisleitenda sé hafður á einum stað.

Innlent
Fréttamynd

Í leik­skóla er gaman – þegar það má mæta

Leikskólinn Brákarborg hefur verið mikið í fréttunum undanfarið, því miður ekki af góðu. Fyrirferðamestar hafa verið fréttir af nýju húsnæði skólans sem flutt var í um miðjan ágúst 2022. Síðastliðið sumar, rétt fyrir opnun eftir sumarlokun, komu í ljós verulegir hönnunar- og burðarþolsgallar á nýja fallega húsnæðinu sem urðu þess valdandi að flytja þurfti alla starfsemina á nýja staði.

Skoðun
Fréttamynd

Út­sýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu

Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum.

Innlent
Fréttamynd

Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið

Fleiri en þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista um að stöðva framkvæmdir við Álfabakka 2 á meðan farsæl lausn er fundin í málinu. Íbúar ætla að fjölmenna á borgarstjórnarfund á morgun til að kalla eftir aðgerðum. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, íbúðarhúsnæði Búseta við hlið Álfabakka 2, fór yfir kröfur íbúanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Yrkjum lífs­gæði í Dölunum

Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk .

Skoðun
Fréttamynd

Sterk sveitar­fé­lög skipta máli

Nú er árið 2024 að klárast og það er óhætt að segja að það hafi ekki verið nein lognmolla á árinu, frekar en fyrri ár. Sveitarfélög um allt land hafa glímt við fjölmargar og ólíkar áskoranir, og alls staðar er metnaður og kraftur í fyrirrúmi við að leysa verkefnin fljótt og vel.

Skoðun
Fréttamynd

Kort­leggja tómar í­búðir í sam­starfi við sveitar­fé­lög

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, ætlar að bregðast við ábendingum frá sveitarfélögum um fjölda tómra íbúða. Í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag kom fram að á landinu væru um tíu þúsund tómar íbúðir. Það væri um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Sum telji að fjöldinn sé ofáætlaður og önnur telji hann vanáætlaðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Laun og kjör eru ekki það sama“

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir gott að það sé verið að ræða mun á launum og kjörum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfa í einkageiranum. Það sé þó áríðandi að það hafi allir sömu gögn og séu að bera saman sömu hlutina. Umræðan sé ekki á þeim stað í dag. Það þurfi að leggja áherslu á að finna sameiginlegan stað fyrir alla til að standa á.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sann­gjarnt að börn hafi úr­slita­vald

Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. 

Innlent
Fréttamynd

Bannaði full­trúa að bóka og fékk bágt fyrir

Innviðaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun á fundi sveitarstjórnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Fulltrúinn vildi þakka sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. 

Innlent
Fréttamynd

Gera kröfu um að vara­afls­stöðin verði á­fram í Vík

Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Vík segir sveitarfélagið gera kröfu um það að varaaflsstöðin sem nú er við Vík verði þar áfram í vetur svo hægt verði að tryggja að íbúar og gestir sveitarfélagsins hafi öruggt aðgengi að rafmagni. 

Innlent
Fréttamynd

Frjáls­lega farið með sann­leikann

Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. 

Skoðun
Fréttamynd

Erfiðara að manna í frí­stund í austur­hluta borgarinnar

Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast úr­bóta á leikskólastarfi í leik­skólanum Lundi

Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn með þriggja prósenta fylgi í borginni

Framsóknarflokkurinn mælist nú með þriggja prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu, Borgarvitanum. Yrði gengið til kosninga í sveitarstjórn í dag myndi flokkur borgarstjóra því ekki ná inn í borgarstjórn. Flokkurinn fékk 18,9 prósenta fylgi í kosningunum árið 2022.

Innlent
Fréttamynd

Að lifa með reisn

Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum sam­skipti ríkis og sveitar­fé­laga

Á þessu ári eru liðin 30 ár frá því ég hóf störf á vettvangi sveitarfélaga. Á þessum tíma hafa mér verið falin ábyrgðar- og trúnaðarstörf, m.a. sem bæjarstjóri í 16 ár og stjórnarmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til átta ára.

Skoðun