Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2025 10:03 Hundategundir bregðast misjafnt við sprengjum. Hægt er að gefa hundum róandi lyf og lyf til að gleyma um áramót. Vísir/Vilhelm Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir marga hunda hrædda við flugelda og hávaðann sem þeim fylgja og það geti haft mikil áhrif á þá í aðdraganda og á gamlárskvöldi. Hægt sé að gefa hundum töflur til að gleyma og til að róa þá. „Kannski líka á þeim stöðum þar sem að mikið er sprengt,“ segir hún og að hundar tengi vel við það að jólin séu búin og þá fylgi sprengjurnar. Þeir geti orðið kvíðnir og kvíði sé yfirleitt verri en ótti. Hún segir hunda einnig geta orðið æsta þegar það er verið að sprengja. Rætt var við Hönnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er eitthvað, eitthvað sem að þeir eru að bregðast við og svo kemur aftur og aftur og aftur og þá náttúrulega verða þeir svolítið tjúnaðir. Sumir vilja reka í burtu þessa ógn sem hugsanlega getur verið og aðrir vilja bara fara á eftir,“ segir hún og að það sé tegundabundið hvernig hundar bregðist við. Sumir verði svo spenntir og upptjúnaðir að það hætti mögulega að vera gaman fyrir mannfólk því hundarnir gelti svo mikið. Hanna segir flugeldana einnig hafa áhrif á önnur dýr. Kettir séu yfirleitt skynsamir og haldi sig innandyra, undir bílum eða í vari á meðan þetta gengur yfir. Hún segir ófyrirsjáanleikann í kringum aðdragandann, þegar fólk er að sprengja fyrir gamlárskvöld, erfiðastan fyrir dýrin. „Það er kannski erfiðast fyrir dýrin, þessi ófyrirsjáanleiki… Hvellur og hvellur af og til og, og kannski nálægð við þau. Þá náttúrulega verða þau mjög hrædd og hundar vilja bara snúa við í göngunni og fara heim og jafnvel þora ekkert út aftur næstu daga. Þetta getur orðið rosalega, svakalega erfitt fyrir hundana.“ Viðbrögðin misjöfn eftir tegundum Hanna segir stundum hægt að ala hundana upp þannig að þeir venjist þessu en það sé bundið í erfiðir þeirra hvernig þeir bregðist við hljóðum. „Það er í eðli hunda og í eðli dýra að forðast það sem gæti valdið þeim líkamstjóni. Þegar þau komast ekki burt og þetta er allt um kring, þá kemur panikkástandið,“ segir hún og að sumir hundar af fjárhundakyni, Border Collier, séu viðkvæmari en aðrir fyrir þessum hljóðum, eins og til dæmis skotveiðihundar. „Sumir eru bara með meiri hljóðviðkvæmni, eins og fólk. Sumir heyra hljóðin öðruvísi heldur en við hin og eru extra viðkvæmir og þetta veldur bara eiginlega svona líkamlegum sársauka líka.“ Hanna segir hesta flesta í húsum yfir þessa tíma þar sem er verið að sprengja. En þegar það er verið að sprengja yfir daginn og fólk úti í reiðtúr geti það haft hörmulegar afleiðingar fyrir þann sem situr á baki ef hrossið fælist. Hægt að gefa hundunum lyf HAnna segir hægt að gefa hundum róandi lyf en það þurfi að fá dýralækni til að ávísa lyfjunum. „Það eru lyf í dag sem eru sérstaklega gerð fyrir svona atburði,“ segir hún en að fólk verði þá að vita hvenær atburðurinn eigi sér stað og að dýrið verði að fá lyfið fyrir það. Lyfið minnki næmni dýra fyrir hávaðanum. „Ef hundur fer út í göngutúr og eigandi lendir í því að það springur eitthvað nálægt og hundurinn panikkar og fer heim, þá er hægt að gefa honum svona gleymskutöflu líka,“ segir HAnna og að það eigi að koma í veg fyrir að hundurinn þori ekki aftur út. Hún segir að bæði sé hægt að gefa þessar töflur fyrirbyggjandi og eftir. Töflurnar valdi minnisleysi. Hanna varar samt við því að nota þessar töflur gagngert til að fara með hundinn út á til dæmis brennu eða eitthvað svoleiðis. „ Það er bara svo dýru verði keypt. Þau myndu ekkert velja að vera þarna ef þau mættu velja. Þá myndu þau nú frekar bara vilja fara upp að Hvaleyrarvatni eða eitthvað svoleiðis,“ segir hún og hvetur fólk til þess að vera skynsamt. Hún segir mikið leitað til dýralækna í aðdraganda gamlárskvölds og þau skoði nú til dæmis hvort þau muni leggja til að sprengingar verði bannaðar á ákveðnum tímum eða að ákveðnar tegundir af sprengjum séu ekki leyfðar í höndum almennings. Það geti þá einnig komið í veg fyrir slys á fólki. Þörf á að vaxa upp úr flugeldum „Við þurfum kannski að vaxa svolítið upp úr þessu, allir þurfa að vera að kveikja í öllu alltaf.“ Hanna mælir ekki endilega með því að sýna hundum myndbönd af sprengingum til að venja þá við. Það geti mögulega virkað með hvolpum en það gæti einnig búið til ótta. Hundarnir tengi þá hljóðið við hátalarann frekar en að þau geti verið úti líka. „Það er líka náttúrulega meira heldur en hljóðið. Það er dynkurinn, höggbylgjan sem kemur og það er lyktin úti og allt umstangið heima og allt þetta. Þetta eru skynugar skepnur. Þær eru svo fljótar að reikna út frá hvað býr undir.“ Áramót Flugeldar Hundar Kettir Hestar Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
„Kannski líka á þeim stöðum þar sem að mikið er sprengt,“ segir hún og að hundar tengi vel við það að jólin séu búin og þá fylgi sprengjurnar. Þeir geti orðið kvíðnir og kvíði sé yfirleitt verri en ótti. Hún segir hunda einnig geta orðið æsta þegar það er verið að sprengja. Rætt var við Hönnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er eitthvað, eitthvað sem að þeir eru að bregðast við og svo kemur aftur og aftur og aftur og þá náttúrulega verða þeir svolítið tjúnaðir. Sumir vilja reka í burtu þessa ógn sem hugsanlega getur verið og aðrir vilja bara fara á eftir,“ segir hún og að það sé tegundabundið hvernig hundar bregðist við. Sumir verði svo spenntir og upptjúnaðir að það hætti mögulega að vera gaman fyrir mannfólk því hundarnir gelti svo mikið. Hanna segir flugeldana einnig hafa áhrif á önnur dýr. Kettir séu yfirleitt skynsamir og haldi sig innandyra, undir bílum eða í vari á meðan þetta gengur yfir. Hún segir ófyrirsjáanleikann í kringum aðdragandann, þegar fólk er að sprengja fyrir gamlárskvöld, erfiðastan fyrir dýrin. „Það er kannski erfiðast fyrir dýrin, þessi ófyrirsjáanleiki… Hvellur og hvellur af og til og, og kannski nálægð við þau. Þá náttúrulega verða þau mjög hrædd og hundar vilja bara snúa við í göngunni og fara heim og jafnvel þora ekkert út aftur næstu daga. Þetta getur orðið rosalega, svakalega erfitt fyrir hundana.“ Viðbrögðin misjöfn eftir tegundum Hanna segir stundum hægt að ala hundana upp þannig að þeir venjist þessu en það sé bundið í erfiðir þeirra hvernig þeir bregðist við hljóðum. „Það er í eðli hunda og í eðli dýra að forðast það sem gæti valdið þeim líkamstjóni. Þegar þau komast ekki burt og þetta er allt um kring, þá kemur panikkástandið,“ segir hún og að sumir hundar af fjárhundakyni, Border Collier, séu viðkvæmari en aðrir fyrir þessum hljóðum, eins og til dæmis skotveiðihundar. „Sumir eru bara með meiri hljóðviðkvæmni, eins og fólk. Sumir heyra hljóðin öðruvísi heldur en við hin og eru extra viðkvæmir og þetta veldur bara eiginlega svona líkamlegum sársauka líka.“ Hanna segir hesta flesta í húsum yfir þessa tíma þar sem er verið að sprengja. En þegar það er verið að sprengja yfir daginn og fólk úti í reiðtúr geti það haft hörmulegar afleiðingar fyrir þann sem situr á baki ef hrossið fælist. Hægt að gefa hundunum lyf HAnna segir hægt að gefa hundum róandi lyf en það þurfi að fá dýralækni til að ávísa lyfjunum. „Það eru lyf í dag sem eru sérstaklega gerð fyrir svona atburði,“ segir hún en að fólk verði þá að vita hvenær atburðurinn eigi sér stað og að dýrið verði að fá lyfið fyrir það. Lyfið minnki næmni dýra fyrir hávaðanum. „Ef hundur fer út í göngutúr og eigandi lendir í því að það springur eitthvað nálægt og hundurinn panikkar og fer heim, þá er hægt að gefa honum svona gleymskutöflu líka,“ segir HAnna og að það eigi að koma í veg fyrir að hundurinn þori ekki aftur út. Hún segir að bæði sé hægt að gefa þessar töflur fyrirbyggjandi og eftir. Töflurnar valdi minnisleysi. Hanna varar samt við því að nota þessar töflur gagngert til að fara með hundinn út á til dæmis brennu eða eitthvað svoleiðis. „ Það er bara svo dýru verði keypt. Þau myndu ekkert velja að vera þarna ef þau mættu velja. Þá myndu þau nú frekar bara vilja fara upp að Hvaleyrarvatni eða eitthvað svoleiðis,“ segir hún og hvetur fólk til þess að vera skynsamt. Hún segir mikið leitað til dýralækna í aðdraganda gamlárskvölds og þau skoði nú til dæmis hvort þau muni leggja til að sprengingar verði bannaðar á ákveðnum tímum eða að ákveðnar tegundir af sprengjum séu ekki leyfðar í höndum almennings. Það geti þá einnig komið í veg fyrir slys á fólki. Þörf á að vaxa upp úr flugeldum „Við þurfum kannski að vaxa svolítið upp úr þessu, allir þurfa að vera að kveikja í öllu alltaf.“ Hanna mælir ekki endilega með því að sýna hundum myndbönd af sprengingum til að venja þá við. Það geti mögulega virkað með hvolpum en það gæti einnig búið til ótta. Hundarnir tengi þá hljóðið við hátalarann frekar en að þau geti verið úti líka. „Það er líka náttúrulega meira heldur en hljóðið. Það er dynkurinn, höggbylgjan sem kemur og það er lyktin úti og allt umstangið heima og allt þetta. Þetta eru skynugar skepnur. Þær eru svo fljótar að reikna út frá hvað býr undir.“
Áramót Flugeldar Hundar Kettir Hestar Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira