Flugeldar

Fréttamynd

Vara við gróðureldum vegna flug­elda

Almannavarnanefnd Austurlands varar við því að mikil hætta sé á gróðureldum vegna flugelda. Snjóþekja sé víða lítil og gróður þurr en nokkuð stórir eldar kviknuðu í Neskaupstað, á Reyðarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi kringum áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Hlut­fall fínasta svifryksins á­berandi hátt á ný­árs­nótt

Síðustu klukkustundir ársins 2025 og fyrstu klukkustundir ársins 2026 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að áberandi hafi verið hversu hátt hlutfall fínasta svifryksins var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. Svifryk fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk PM10 í þremur af fimm mælistöðvum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast

Metfjöldi hunda hefur verið tilkynntur týndur undanfarna daga vegna flugelda, 35 hundar hafa verið tilkynntir týndir frá 28. desember og níu frá því á miðnætti á gamlárskvöldi. Sjálfboðaliði Dýrfinnu segist telja nær öruggt að fleiri hundar muni týnast næstu daga á meðan flugeldum er skotið upp, eigendur þurfi að vera á varðbergi.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit

Sala björgunarsveita á flugeldum gekk mjög vel þessi áramótin. Fólk hafi almennt farið varlega við að skjóta þeim upp, en nokkrir leituðu á bráðamóttöku með áverka á augum. Loftgæði eru aftur komin í lag eftir mengaða nýársnótt. 

Innlent
Fréttamynd

Stunguárás og margar til­kynningar um flug­elda­slys

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Vara við hættu á sinubruna

Slökkviliðsstjórar á Norðurlandi biðja fólk um að fara afar varlega með skotelda og opinn eld í dag vegna hættu á gróðureldum. Afar þurrt sé í veðri, gróður á Norðurlandi mjög þurr og því hætta á að eldur breiðist hratt út ef hann kemst í sinu.

Innlent
Fréttamynd

Öryggið á nefinu um ára­mótin

Áramótin eru einstök á Íslandi og það þekkja flestir tilfinninguna sem því fylgir að halla höfðinu aftur til að horfa á himinn lýsast upp á áramótum. Fyrir foreldra fylgir þessari gleði þó líka aukin ábyrgð við að tryggja öryggi á oft yfirspenntum börnum og unglingum.

Skoðun
Fréttamynd

„Við bara svo­lítið sitjum uppi með þetta“

Víða er spáð hæglætisveðri á gamlárskvöld og mun lítið blása á suðvesturhorninu. Því má reikna með mikilli loftmengun vegna flugelda. Gert er ráð fyrir tveimur metrum á sekúndu eða minna á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti á gamlárskvöld og á að lygna enn meira eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja fólk til að plokka flug­elda­rusl á nýárs­dag

Landvernd, Ungir umhverfissinnar og sjálfboðaliðasamtökin Seeds Ísland boða til átaks á nýársdag til að plokka flugeldarusl. Átakið ber nafnið glitter, no litter, sem mætti þýða sem glimmer en ekkert rusl og vísar til flugeldanna sem verða sprengdir upp um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um ára­mót

Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir marga hunda hrædda við flugelda og hávaðann sem þeim fylgja og það geti haft mikil áhrif á þá í aðdraganda og á gamlárskvöldi. Hægt sé að gefa hundum töflur til að gleyma og til að róa þá.  

Innlent
Fréttamynd

Hér verða áramótabrennur á gaml­árs­dag 2025

Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista.

Innlent
Fréttamynd

Ljósa­dýrð loftin gyllir

Senn nálgast áramót og þá hefur skapast sú hefð að kveðja gamla árið með ljósadýrð og hvelli. Í hugum margra eru flugeldar ómissandi hluti af áramótunum en þeir eru ekki hættulausir og mikilvægt að fara að öllu með gát svo gleðin snúist ekki í angist þegar nýtt ár gengur í garð.

Skoðun
Fréttamynd

Stað­setning flugeldanna endur­skoðuð vegna drengsins

Staðsetning flugeldasýningar sem haldin var í Firði verður endurskoðuð eftir að ungur drengur fékk flugeldapúður í auga þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í Hafnarfirði í gær. Framkvæmdastjóri segist harma atvikið en tekur fram að öllum nálægðarreglum hafi verið fylgt.

Innlent
Fréttamynd

Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað

Flugeldapúður skaust í auga á ungum dreng þegar flugeldasýning við opnun Fjarðarins í Hafnarfirði stóð yfir. Faðir drengsins segir að viðburðarhaldarar hefðu mátt hátta öryggismálum betur þar sem áhorfendur voru nokkuð nálægt sprengjusvæðinu. Heilsa drengsins virðist góð en hann lýsir sviða í auganu, að sögn föðurins.

Innlent
Fréttamynd

Rúða brotin og flug­eld kastað inn

Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sér­stakt eftir­lit með af­gangs­flug­eldum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki miklar áhyggjur af geymslu flugelda utan sölutíma þeirra og annast ekki eftirlit með afgangsflugeldum. Meiri hætta myndist í kringum sjálfan sölutímann, þegar fyrirtæki eiga það til að geyma þá ótryggum svæðum. 

Innlent
Fréttamynd

Óseldir flug­eldar geymdir í vel vöktuðu húsi

Hátt í þrjú hundruð vörubrettum af óseldum flugeldum björgunarsveitanna hefur verið safnað saman í nærri í tvö þúsund fermetra rammgirtu húsi þar sem þeir bíða næstu áramóta. Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar segir allt kapp lagt á að öryggi á svæðinu sé tryggt.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í sjö ruslagámum á einum sólar­hring

Síðasti sólarhringur hefur verið erilsamur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en á tímabilinu hefur verið farið í átta útköll á slökkviliðsbílum sem flest voru vegna elds í ruslagámum.

Innlent
Fréttamynd

Mengun marg­falt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var

Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma.

Innlent