

Hópur manna skaut upp flugeldatertum á bílaplani rétt hjá Ölstofunni í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Íbúar beindu reiði sinni að barnum á hverfissíðu en eigandi Ölstofunnar segir flugeldana ekki tengjast barnum.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki miklar áhyggjur af geymslu flugelda utan sölutíma þeirra og annast ekki eftirlit með afgangsflugeldum. Meiri hætta myndist í kringum sjálfan sölutímann, þegar fyrirtæki eiga það til að geyma þá ótryggum svæðum.
Hátt í þrjú hundruð vörubrettum af óseldum flugeldum björgunarsveitanna hefur verið safnað saman í nærri í tvö þúsund fermetra rammgirtu húsi þar sem þeir bíða næstu áramóta. Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar segir allt kapp lagt á að öryggi á svæðinu sé tryggt.
Alexandra Johansen ítrekar fyrir fólki að skilja ekki eftir ósprungnar flugelda og flugeldarusl á víðavangi. Sonur Alexöndru fann ósprungna tertu á fimmtudaginn í síðustu viku sem sprakk beint framan í hann. Hann er mikið slasaður í andlitinu en hefur einnig upplifað mikla andlega vanlíðan og áfall.
Síðasti sólarhringur hefur verið erilsamur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en á tímabilinu hefur verið farið í átta útköll á slökkviliðsbílum sem flest voru vegna elds í ruslagámum.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva í eldi sem kviknaði í ruslagámi við Klambratún í Reykjavík. Útkall barst um níuleytið í kvöld.
Sérstökum gámum hefur verið komið fyrir á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar hvattir til að skila notuðum flugeldum þangað. Ruslið er sent til úr landi og notað til að framleiða orku fyrir Svía.
Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma.
Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður.
Karlmaður á þrítugsaldri er látinn eftir að flugeldur sprakk nærri höfði hans í Óðinsvéum í Danmörku í nótt.
Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld.
Veðurstofan spáir því að þegar nýtt ár gengur í garð verði kalt og rólegt veður víðast hvar á landinu. Því sé hætt við talsverðri flugeldamengun. Á nýársdag verði fremur hæg norðlæg átt, víða bjart og kalt veður.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum sem höfðu kastað flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss í gærkvöldi. Einnig hafði lögreglan afskipti af börnum sem köstuðu snjóboltum í bíla með þeim afleiðingum að ökumenn misstu nærri stjórn á bílum sínum.
Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Á hverju ári verða um tuttugu flugeldaslys hér á landi.
Eldur í gömlu fiskvinnsluhúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd kviknaði út frá flugeldum. Rúnar Eyberg Árnason varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir eldinn hafa virst meiri en hann var þegar slökkvilið kom á vettvang um miðnætti í nótt. Slökkvistarf tók um klukkutíma.
Lögreglu var í nótt tilkynnt um eld á svölum í Grafarvogi sem talið er að hafi kviknað út frá flugeldum sem var skotið á svalirnar. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eldurinn hafi verið töluverður.
Flugeldasala björgunarsveita Landsbjargar hófst á hundrað stöðum í morgun. Lítil breyting er í sölutölum milli ára.
Flugeldasala Landsbjargar hefst á morgun á 100 sölustöðum um land allt. Verð á flugeldum Landsbjargar hefur lítið hækkað á milli ára. Upplýsingafulltrúi segir kökurnar alltaf vinsælar.
Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður ekki haldin í ár. Sýningin í fyrra var líklega sú síðasta sem haldin hefur verið við lónið. Um er að ræða fjárhagslegt högg fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar, sem séð hefur um sýninguna.
Hávær hvellur ómaði um höfuðborgarsvæðið laust fyrir klukkan ellefu í kvöld. Margir í Kópavogi og Garðabæ urðu varir við sprenginguna og er hún til umtals í hverfahópum á Facebook.
Mikill viðbúnaður var við Austurbæjarskóla í Reykjavík í dag, eftir að útkall barst um hugsanlegan eld í skólanum eftir að flugeldur var sprengur innadyra. Ekki reyndist um eld að ræða en slökkvilið reykræsti húsnæðið.
Tuttugu og þrír hið minnsta eru látnir eftir að sprenging varð í flugeldaverksmiðju í Taílandi.
Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar.
Flugeldarusl má enn finna víða á höfuðborgarsvæðinu. Sviðsstjóri hjá umhverfisstofnun minnir fólk á að ruslið hverfi ekki um leið og snjórinn hverfur og hvetur fólk til að tína upp eftir sig.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum.
Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi.
Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að flugeldasala björgunarsveitanna í kringum nýliðin áramót virðist hafa verið ívíð meiri en fyrir ári.
Synir Kristjáns Bergs, Fiskikóngsins, lentu í slysi á gamlársdag þegar raketta sprakk í höndunum á þeim. Bræðurnir hlutu skaða á heyrn og brunasár en faðir þeirra segir það heppni að ekki fór verr. Ekki verði fleiri flugeldar sprengdir í fjölskyldunni framar.
Tólf manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítala vegna flugeldaslysa síðasta sólarhringinn. Í flestum tilvikum voru áverkarnir þó minniháttar.
Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun.