Innlent

Vara við gróðureldum vegna flug­elda

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldar kviknuðu nokkuð víða á Austurlandi um og kringum áramótin.
Eldar kviknuðu nokkuð víða á Austurlandi um og kringum áramótin. Slökkvilið Fjarðabyggðar

Almannavarnanefnd Austurlands varar við því að mikil hætta sé á gróðureldum vegna flugelda. Snjóþekja sé víða lítil og gróður þurr en nokkuð stórir eldar kviknuðu í Neskaupstað, á Reyðarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi kringum áramótin.

Talið er að þá gróðurelda megi rekja til flugelda.

Í yfirlýsingu vagna stöðunnar er fólk beðið um að fara varlega og er sérstaklega varað við svokölluðum sólum. Það eru blys sem falla til jarðar í fallhlífum og geta logað eftir að þær lenda.

„Þarf ekki að orðlengja þá eldhættu sem af getur skapast, ekki síst í þéttbýli.“

Almannavarnanefn hvetur íbúa Austurlands og gesti til að gæta sérstaklega að flugeldanotkun vegna þrettándans á morgun og í aðdraganda hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×