Reykjavík síðdegis

Lofar betra sumri en í fyrra
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt.

„Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“
Afbrotafræðingur segir refsihörku Íslendinga fara minnkandi samkvæmt rannsókn um viðhorf Íslendinga til refsinga og dóma. Íslendingar sækist frekar eftir endurhæfingu afbrotafólks í stað refsingar.

Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk
Sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, segir mikilvægt að skoða vel þau sambönd sem maður á og setja mörk ef þörf er á. Mörk séu leiðbeiningar um þarfir og væntingar í sambandi.

Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku
Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur.

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segist hafa verið skammaður fyrir að vilja halda góðu sambandi við Bandaríkin. Það sé þó mikilvægt að gera það. Best sé fyrir Íslendinga að bíða og sjá hvernig tollastríðið þróist. Baldur segir mögulegar afleiðingar tollastríðsins að spenna minnki á milli Evrópu og Kína.

„Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“
Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni.

Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár
Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann kveðst engan skilning hafa á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð.

Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi
Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er sterkur ólöglegur ópíóíði sem getur verið margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar.

Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi.

„Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að kynjafræði sé pólitísk í eðli sínu, og furðar sig á því að látið sé eins og hún sé að einhverju leyti hlutlaus þegar menn eru að innleiða róttæka kynjafræði á svið skólanna, eins og hann orðar það. Hann segir gífurlegan fjölda fólks hafa komið að máli við sig og þakkað honum fyrir að ræða þessi mál.

Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum.

Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði.

„Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segist reikna með því að ætli einstaklingar sér að setjast snemma í helgan stein sé raunhæft að gera ráð fyrir því að til þess þurfi að eiga nokkur hundruð milljónir króna. Hann segir umræðuna ekki nýja af nálinni og segist reglulega hitta agað ungt fólk sem hafi efni á að kaupa sér íbúð.

Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu.

Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu
Páll Pálsson fasteignasali segir ekki gott að segja til um áhrifin af fyrirhuguðu frumvarpi stjórnvalda um skammtímaleigu. Íbúðum í langtímaleigu muni líklega fjölga frekar en að fólk selji íbúðirnar. Páll fór yfir möguleg áhrif frumvarpsins og fasteignamarkaðinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

„Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“
Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af.

Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur
Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna varar fólk við svokölluðum sýndarverslunum sem spretta up eins og gorkúlur á internetinu.

Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið
Dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir fangelsin full af ofbeldisfólki sem telja sín brot vægara eðlis en annarra. Fréttir af manndrápi í Gufunesi á dögunum sé til marks um varhugaverða þróun.

„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“
Forseti borgarstjórnar segir það ekki sitt að svara fyrir það hvort borgarstjóri sitji áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en borgarstjóri fær fyrir formennskuna tæpar 900 þúsund krónur á mánuði. Skoða þurfi launamun milli hæst og lægst launuðu starfsmanna borgarinnar, en það verði ekki gert á þessu kjörtímabili.

„Algjörlega brjálæðislegt að sjá“
Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum.

Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata
Notkun á hugvíkkandi efnum gæti verið varasöm fyrir þá sem glíma við fíknivanda og eru í bata frá honum Þetta kom fram í máli Valgerðar Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, í Reykjavík síðdegis í dag.

Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir það undir hverjum og einum komið hvort hann þiggi svokölluð biðlaun eða starfslokasamning, þótt þeir séu þegar farnir að þiggja laun frá öðrum vinnuveitanda.

Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála
Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband.

Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Lagt er til að hægt verði að svipta þá ríkisborgararétti sem brjóta alvarlega af sér eða gefa rangar upplýsingar til Útlendingastofnunnar. Engin muni þó missa ríkisborgararétt verði hann við það ríkisfangslaus.

Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið
Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki.

Gerendur yngri og brotin alvarlegri
Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu.

Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn.

Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum
Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli.

Vill auka eftirlit með þungaflutningum
Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga.

Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af
Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar segir áríðandi að auka jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við geðsjúkdóma. Það þurfi auk þess að gefa fólki val um úrræði og lyf. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi einangrist ekki, þá sé meiri hætta á að raddirnar taki yfir. Elín Ebba fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.