

Frjálsar íþróttir

Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum
Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður.
Fréttir í tímaröð

Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda
Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa.

Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið
Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert.

Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu
Frjálsíþróttakonan Alaila Everett hefur komið sjálfri sér til varnar eftir að atvik í boðhlaupskeppni bandarískra gagnfræðiskóla fór á mikið flug á samfélagsmiðlum.

Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi
Hollenska hlaupakonan Maureen Koster rotaðist eftir að hún datt á brautina í úrslitum í þrjú þúsund metra hlaupi á Evrópumótinu innanhúss í Apeldoorn.

Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum
Baldvin Þór Magnússon varð að sætta sig við níunda sæti í sínum riðli í 3.000 metra hlaupi á EM innanhúss í Apeldoorn í Hollandi í dag. Hann fer því ekki í úrslit en þangað komust sex fremstu hlaupararnir.

Erna Sóley sextánda á EM
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi.

Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“
Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld.

Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“
Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sér ekki eftir því að hafa tekið stökkið út til Svíþjóðar í fyrra, þó svo að dvölin þar hafi verið einmanaleg og árangurinn ekki eins og hann vildi. Þolinmæði þrautir vinnur allar og í kvöld hefur hann leika á EM.

Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag
Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, ríkjandi Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi, efast um að frjálsar íþróttir séu neitt „hreinni“ í dag en áður. Lyfjamisnotkun sé mögulega bara betur falin.

Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“
Frjálsíþróttaþjálfarinn Liz McColgan er brjáluð eftir að dóttir hennar var líkamssmánuð á samfélagsmiðlum.

FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet
Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir setti mótsmet í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í Kaplakrika í gær. FH-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar á heimavelli.

Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag
Mondo Duplantis bætti heimsmetið í stangarstökki í ellefta sinn á ferlinum í gær. Hann lyfti sér þá yfir 6,27 metra.

Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag
Svo virðist sem Mondo Duplantis sé fleira til lista lagt en að lyfta sér yfir stöng og vera bestur í heimi í því. Hann hefur nú sent frá sér sitt fyrsta lag.

Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“
„Mér finnst hún alveg út í hött,“ segir Íslandsmethafi í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, um hugmynd sem hefur verið viðruð af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu sem myndi valda töluverðum breytingum á greininni. Daníel segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu sjálfu.

„Ég trúi þessu varla“
Nýjasta hlaupastjarna Íslands hefur bætt sig gríðarlega á örstuttum tíma. Eftir að hafa slegið Íslandsmet um helgina, stefnir hún enn hærra.

Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet
Seinni dagur Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll í dag. Eitt Íslandsmet var slegið en fyrra metið var sett árið 2004.

Segja að nýja reglan eyðileggi sportið
Alþjóða frjálsíþróttasambandið vill reyna að gera langstökkskeppnir frjálsra íþrótta áhugaverðari en breytingin er að fara mjög illa í marga langstökkvara.

Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari
Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í gær en þar var sett eitt aldursflokkamet og alls voru þrjátíu persónulegar bætingar.

Magnað heimsmet í hálfu maraþoni
Úgandamaðurinn Jacob Kiplimo setti nú í morgun nýtt og stórglæsilegt heimsmet í hálfu maraþoni þegar hann vann afar fjölsótt hlaup í Barcelona. Sá sem átti heimsmetið missti það tveimur mínútum eftir stórkostlegt 10 kílómetra hlaup sitt annars staðar á Spáni.

Fljótasti maður heims keppir við fljótasta manninn í NFL
Fljótasti maður heims í dag, Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles, og Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins, hafa ákveðið að keppa í spretthlaupi í sumar.

Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf
Frjálsíþróttakonur þurfa að fara í gegnum strangara eftirlitskerfi í framtíðinni ef nýjar tillögur verða að veruleika.

Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“
Baldvin Þór Magnússon hljóp á nýju Íslandsmeti þegar að hann tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í 3000 metra hlaupi innanhúss í Finnlandi í gær. Hlaupið tryggir Baldvini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Íslandsmet hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokkabót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM.

Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons
Erna Sóley Gunnarsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Irma Gunnarsdóttir komust allar á verðlaunapall í dag á Norðurlandameistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.