Handbolti

„Snældu­vit­laus með blóð­bragð í munni og pökkum þeim saman“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir.
Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Vísir/Vilhelm

Frjálsíþróttafólkið og parið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir láta stemninguna í kringum íslenska handboltalandsliðið í Malmö ekki framhjá sér fara. Þau ætla að styðja liðið til sigurs gegn Slóveníu í dag.

Þau Guðni, Íslandsmethafi í kringlukasti, og Guðbjörg, Íslandsmethafi í spretthlaupi, hafa búið í Malmö undanfarna mánuði þar sem þau stunda frjálsíþróttirnar að atvinnu.

Klippa: Guðbjörg og Guðni hita upp fyrir Norðurlandamót með strákunum

Þeim hefur ekki leiðst við að fá þúsundir Íslendinga í heimsókn og að geta fylgst með strákunum okkar hér í bæ.

„Þetta er geggjað. Við tökum því alvarlega að vera áttundi maðurinn á vellinum eins mikið og við getum. Við öskrum og hvetjum eins mikið og við getum,“ segir Guðni Valur sem er íklæddur íslenska fánann og með hann málaðan á höfuðið. Guðbjörg Jóna lagði ekki í sama lúkk.

„Ég legg ekki alveg í skalla og að málann, látum andlitsmálninguna duga,“ segir Guðbjörg.

Bæði mættu þau á leiki Íslands við Króatíu og Svíþjóð en misstu af leiknum við Sviss í gær.

„Ég var horfði á hann meðan ég var í nálastungum, við vorum bæði jafn spennt. En mér finnst geggjað að koma þegar ég get og hvatt liðið. Svo er þetta mikill andi fyrir okkur og peppandi fyrir Norðurlandamót hjá okkur á sunnudaginn,“ segir Guðbjörg.

„Það var erfitt að sitja heima og geta ekki öskrað á strákana,“ segir Guðni sem horfði á leikinn heima.

Þá eru þau sigurviss fyrir leik dagsins.

„Við mætum snælduvitlausir með blóðbragð í munni og pakka þeim saman,“ segir Guðni Valur.

Viðtalið má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×