Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að Mohammad Sinwar, leiðtogi Hamas, var drepinn í árás Ísraelshers á spítala í maímánuði. Hamas hefur ekki staðfest andlátið. Erlent 28.5.2025 23:43
Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Innlent 28.5.2025 23:03
Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Franskur skurðlæknir hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa kynferðislega misnotað 299 einstaklinga, flest börn, á árunum 1989 til 2014. Hann játaði sök í málinu. Erlent 28.5.2025 21:36
Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent 28.5.2025 20:30
Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Innlent 28.5.2025 19:39
Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um fólk að tjalda á túni í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang sagðist aðili hafa sofið í svefnpoka í hengirúmi. Hann vissi ekki að þar mætti ekki tjalda og hafði að auki hengt upp föt sín til þerris á svæðinu. Innlent 28.5.2025 18:42
Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggj.a Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja fer yfir málið í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.5.2025 18:30
Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Fjöldi viðbragðsaðila var við Hvítá í Hrunamannahreppi eftir að tilkynning barst um að dráttarvél hefði hafnað í ánni. Einn einstaklingur var í ökutækinu og hefur hann verið fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Innlent 28.5.2025 18:28
Viðja bar sex lömbum takk fyrir Ærin Viðja á bænum Haugum í Skriðdal á Fljótsdalshéraði gerði sér lítið fyrir og bar sex lömbum, sem er mjög, mjög fátítt eða jafn vel einsdæmi. Innlent 28.5.2025 18:17
„Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. Innlent 28.5.2025 17:47
Dúxinn greip í saxófóninn Alls útskrifuðust 175 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu um helgina. Kristinn Rúnar Þórarinsson, dúx skólans af stúdentsbraut, lauk einnig námi af húsamiðabraut auk þess að spila á saxófón við útskriftina. Innlent 28.5.2025 16:29
Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Karlotta H. Margrétardóttir er mjög vonsvikin með vinnubrögð lögreglu í tæplega fjögurra ára gömlu kynferðisbrotamáli sem lauk með sýknudómi í gær. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögregluna neinu máli. Hún vonar að barátta hennar verði öðrum konum víti til varnaðar. Ákærði var sýknaður fyrir nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla aðra konu. Innlent 28.5.2025 16:10
Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. Innlent 28.5.2025 15:32
Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. Innlent 28.5.2025 15:00
Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Oddur V Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, var sent út í morgun eftir að Landhelgisgæslunni barst aðstoðarbeiðni frá litlum fiskibát sem naut ekki lengur vélarafls suðaustur af Grindavík. Þetta var annan daginn í röð sem áhöfn Odds V er kölluð út en allt árið í fyrra var aðeins eitt útkall á björgunarskip í Grindavík. Innlent 28.5.2025 14:39
Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar standa að opnum fundi um öryggismál á norðurslóðum milli klukkan 15 og 17 í dag. „Norðurslóðir í breyttum heimi“ er yfirskrift málstofunnar en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Innlent 28.5.2025 14:31
Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Þjóðverjar ætla að hjálpa Úkraínumönnum að smíða langdrægar skotflaugar til þess að verjast árásum Rússa. Þetta sagði Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, þegar Volodýmýr Selenskíj Úkraínuforseti sótti hann heim í Berlín í dag. Erlent 28.5.2025 13:49
Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Alls útskrifuðust 332 nemendur frá Verzlunarskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Dúx skólans var Inga Júlíana Jónsdóttir. Nýstúdentar njóta þessa dagana lífsins í útskriftarferð á Krít. Innlent 28.5.2025 13:18
Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur fyrirskipað öllum sendirráðum landsins að hætta tímabundið að taka við umsóknum námsmanna um vegabréfsáritanir. Forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggjur af stöðunni og segir alvarlegt að vegið sé að tjáningarfrelsi þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og hvetur námsmenn sem fundið hafa fyrir áhrifum þessa til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni. Innlent 28.5.2025 13:11
Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Forsætisráðherra segir Atlantshafsbandalagið þurfa að beina sjónum sínum í auknum mæli til Norðurslóða, þangað sem alþjóðleg spenna er að færast. Ísland þurfi að byggja upp innviði, á borð við flugvelli og hafnir, til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Innlent 28.5.2025 12:16
Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. Innlent 28.5.2025 11:38
Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017. Innlent 28.5.2025 11:27
Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og fjölskylduvænt umhverfi er meginástæður flutnings fólks af höfuðborgarsvæðinu út á land. Fólk sættir sig við lengri ferðatíma til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf. Innlent 28.5.2025 11:15
Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Byggðarráð Skagafjarðar hefur falið sveitarstjóra að afla upplýsinga um þróun kjörsóknar í Skagafirði síðasta áratuginn og að í framhaldinu verði metið hvort fækkun kjörstaða hafi mögulega leitt til lakari kjörsóknar. Innlent 28.5.2025 10:59
Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Þorleifur Jón Hreiðarsson hefur leitað til lögfræðings sem sent hefur forseta- og íþróttastjóra bréf þar sem hann krefst svara við því hvers vegna gengið var fram hjá honum við val á landsliði keilara. Innlent 28.5.2025 10:49
Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Erlent 28.5.2025 10:37