Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. Erlent 8.7.2025 12:59
Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Innlent 8.7.2025 12:11
Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Innlent 8.7.2025 12:11
Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. Innlent 8.7.2025 09:16
Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Erlent 8.7.2025 08:55
Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast gera breytingar á vinnuverndarlöggjöfinni, sem munu gera það að verkum að vinnuveitendur geta ekki lengur múlbundið starfsmenn sína með því að láta þá undirrita trúnaðarsamning. Erlent 8.7.2025 08:48
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. Erlent 8.7.2025 08:04
Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Erlent 8.7.2025 07:48
Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort og þá hvaða ráðagerðir séu uppi til að vinna bug á þeim vanda sem Útlendingastofnun virðist eiga við að etja við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Innlent 8.7.2025 07:26
Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Lögreglan leitar að 75 ára konu með heilabilun á Akureyri. Hún er talin hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um fjögurleytið í nótt. Innlent 8.7.2025 07:17
„Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Í dag leggja þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fara þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. Innlent 8.7.2025 07:03
Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Greint var frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust leggja 25 prósent toll á allar vörur frá Japan og Suður-Kóreu, nánum bandamönnum, 30 prósent toll á vörur frá Suður-Afríku og 36 prósent toll á vörur frá Taílandi. Erlent 8.7.2025 06:57
Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Þingfundi var slitið klukkan ellefu mínútur yfir eitt í nótt, eftir langar og strangar umræður um veiðigjaldið. Innlent 8.7.2025 06:45
Einu verslun Þingeyringa lokað Einu verslun Þingeyringa verður lokað að öllu óbreyttu um mánaðamótin. Um ræðir sjoppuna Hammonu sem selur matvæli og ýmislegt nytsamlegt. Eiganda verslunarinnar bauðst starf í vegavinnu. Innlent 8.7.2025 06:44
Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan Dálítil væta verður í dag og bætir í úrkomu síðdegis en að mestu þurrt um landið austanvert fram á kvöld. Hiti er á bilinu tíu til tuttugu stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 8.7.2025 06:28
„Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði tilkynnt fyrir helgi að hlé yrði gert á sendingunum. Erlent 8.7.2025 06:28
Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Innlent 8.7.2025 06:21
Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Skipstjóri var handtekinn í gærkvöldi þegar hann kom í höfn í Reykjavík. Innlent 8.7.2025 06:10
Yfir hundrað látnir í Texas Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. Erlent 7.7.2025 23:57
Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Stofnandi sjálfseignarstofnunar sem fær ekki að starfsrækja bálstofu segir ákvörðun dómsmálaráðherra vera vonbrigði. Stefnt er á að ný líkbrennsla Kirkjugarðanna verði tekin í gagnið á næsta ári. Innlent 7.7.2025 23:51
Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hebu Ýr Pálsdóttur Hillers, 33 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar á miðborgarsvæðinu á laugardag. Innlent 7.7.2025 23:43
Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur hleypt af stokkunum vefsíðunni Málþóf.is, þar sem finna má samantekt á tölfræði tengda yfirstandandi málþófi vegna veiðigjaldafrumvarpsins. Formaður Uppreisnar segir Íslandsmetið í málþófi innan seilingar. Innlent 7.7.2025 22:59
„Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veðrið lék við landsmenn um allt land í dag og á Egilsstöðum var engin undantekning á því, þar sem hefur verið rjómablíða í dag og síðustu daga. Gestir í Höfðavík böðuðu sig í sólinni meðan gestir í Vök böðuðu sig í laugunum. Veður 7.7.2025 22:13
„Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Innlent 7.7.2025 21:05