Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. Erlent 27.9.2025 16:01
Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“. Erlent 27.9.2025 15:02
Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á öðrum tímanum í dag vegna vélsleðaslyss á Langjökli. Innlent 27.9.2025 14:49
Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Afbrotafræðingur segir þunga dóma í Gufunesmálinu ekki koma á óvart og að mennirnir muni líklegast afplána í fjögur til fimm ár á Litla hrauni. Svo virðist sem að dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast nýlega en erfitt að segja hvort það sé vegna aukinnar umræðu um ofbeldi og vopnaburð meðal ungmenna. Innlent 27.9.2025 12:16
Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Drónar sáust aftur svífa yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöldi. Danska lögreglan tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að fjölmargar ábendingar bárust frá almenningi. Erlent 27.9.2025 12:00
Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Þungir dómar í Gufunesmálinu svokallaða koma afbrotafræðingi ekki á óvart. Dómar yfir ungu fólki virðast hafa þyngst á síðustu misserum. Erfitt sé að segja hvort það sé tilkomið vegna aukinnar umræðu um ofbeldi meðal barna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 27.9.2025 11:48
Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Leiðsögukonan Jessica Zimmerman varð fyrir fantalegri árás af hendi ferðamanns sem snöggreiddist þegar hún tók mynd af ökutæki hans sem hann hafði lagt ólöglega. Maðurinn þröngvaði sér inn í rútu Jessicu og reyndi að hrifsa af henni spjaldtölvu með valdi. Hún lýsir vonbrigðum yfir sinnuleysi lögreglu. Innlent 27.9.2025 11:21
Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Lögreglan í San Ramon í Kaliforníu í Bandaríkjunum rannsakar nú mjög svo óhefðbundið rán í skartgripaverslun í bænum. Ránið var framið á mánudaginn en þá ruddust á þriðja tug grímuklæddra manna, sumir vopnaðir byssum, aðrir hökum og kylfum og nokkrir eingöngu með innkaupapoka, og létu greipar sópa um verslunina. Erlent 27.9.2025 11:06
Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í gær ný skjöl sem nefndin fékk nýverið frá dánarbúi barnaníðingsins látna, Jeffreys Epstein. Ýmis nöfn koma fram í skjölunum, sem eru meðal annars úr dagbók Epsteins, en þeirra á meðal eru Elon Musk, Peter Thiel, Steve Bannon og Andrés Bretaprins. Erlent 27.9.2025 10:15
Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Vinna hófst við Hringveginn við Jökulsá í Lóni sem fór í sundur vegna mikilla vatnavaxta um klukkan sex í morgun. Vegurinn fór í sundur á um fimmtíu metra bili. Innlent 27.9.2025 09:28
Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi sjónvarpsmaður á Fox, vakti mikla furðu í vikunni þegar hann boðaði nánast alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fund í næstu viku. Fundarboðinu fylgdi engin útskýring varðandi það hvað fundurinn ætti að vera um og þótti skyndifundurinn alfarið fordæmalaus. Erlent 27.9.2025 08:18
Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar „Ég var um borð í vél á leiðinni frá Færeyjum til Kaupmannahafnar þetta kvöld. Allt var kyrrt og hljótt, nema rétt áður en við áttum að lenda kemur tilkynning frá flugmanninum um að við getum ekki lent vegna dróna yfir flugvellinum.“ Erlent 27.9.2025 08:01
Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og að miklu leyti vegna ölvunar í miðbænum. Alls voru 79 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í gær og til fimm í morgun og gistu tíu í fangaklefa í nótt. Innlent 27.9.2025 07:45
„Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Auður Axelsdóttir, framkvæmdastýra Hugarafls, segir niðurstöður nýrrar Gallup könnunar á þjónustu Hugarafls sýna að þjónusta þeirra og nálgun virkar. Samkvæmt niðurstöðunum líður miklum meirihluta mjög illa við komu til þeirra en líðan batna verulega eftir það. Auður segir mikla þörf á að fjölga starfsfólki og vonar að þessar niðurstöður aðstoði við það. Stjórnvöld þurfi betur að styðja við úrræði sem starfi utan kerfis. Innlent 27.9.2025 07:02
Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Árvakur hf. og Sýn hf. hafa bæði skilað inn umsögn til Alþingis og lagst gegn frumvarpi menningar-, háskóla og nýsköpunarráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Með frumvarpinu er lagt til að hámarkshlutfall fjárveitinga til verkefna lækki úr 25 prósentum niður í 22 prósent, og myndi það þýða að styrkir til fjölmiðla á vegum Sýnar og Árvakurs myndu lækka. Innlent 27.9.2025 00:03
Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Íslendingar búi vel að því að eiga öflugt almannavarnakerfi, sem geti tekið á hvers kyns vá sem ber að höndum. Viðbragðsaðilar séu vakandi yfir öryggi á flugvellinum og hafi áður nýtt sér dróna. Innlent 26.9.2025 22:08
Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Jónína Brynjólfsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis ritara Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason lét af embættinu í dag, en kosið verður um nýjan ritara á miðstjórnarfundi flokksins 18. október. Innlent 26.9.2025 20:16
„Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Íbúi á stúdentagörðum háskólans segist vilja finna fyrir öryggi en ekki ógn eftir ítrekuð innbrot undanfarið. Óboðnir gestir gerðu sig meðal annars heimakomna í kjallara hússins þar sem þeir gerðu þarfir sínar á gólfið. Innlent 26.9.2025 19:27
Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Gerður Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Fyrrverandi sveitarstjóri, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, hefur þegar lokið störfum og Gerður tekin við. Innlent 26.9.2025 18:53
Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Þungir dómar voru kveðnir upp í Gufunesmálinu svokallaða í dag. Við gerum upp málið í kvöldfréttum og ræðum við verjendur sem sögðu daginn þungann fyrir alla sem að því koma. Innlent 26.9.2025 18:01
Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða segir dómara í málinu ekki taka mið af þeim augljósu hagsmunum sem Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson hafi af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Innlent 26.9.2025 16:32
Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta Taívan og þrír aðrir sem störfuðu fyrir stjórnarflokk landsins hafa verið dæmdir fyrir njósnir. Mennirnir eru sagðir hafa njósnað fyrir Kína og voru þeir dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsi. Erlent 26.9.2025 16:12
Anna ljósa fallin frá Anna Eðvaldsdóttir, betur þekkt sem Anna ljósa, er látin 66 ára að aldri eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hún var ein þekktasta ljósmóðir landsins, starfaði við fagið í tæpa þrjá áratugi og gaf út bækur með góðum ráðum fyrir verðandi og nýbakaða foreldra. Innlent 26.9.2025 15:23
Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur látið af embætti ritara Framsóknar. Hann segir skilið við stjórnmálin og snýr sér að öðrum verkefnum. Innlent 26.9.2025 15:02