Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Þegar krónur skipta meira máli en vel­ferð barna

Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði. Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að. Afleiðingin er sú að samið er við lítið fyrirtæki sem ekki hefur burði, aðstöðu, eða reynslu til að sinna þessu risastóra verkefni. Niðurstaðan er að allir tapa.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kærðu um­deildar fram­kvæmdir allt of seint

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Halla leiðir krabbameinsráð ráð­herra

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Enginn fulltrúi frá Ljósinu á sæti í ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælis­leit­enda sem vísað var frá Ís­landi

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún.

Innlent
Fréttamynd

Um 140 um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd týndir og eftirlýstir

Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnar­firði

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist enn eiga eftir að taka ákvörðun hvort, og þá hvar, hún bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir það aftur á móti úr lausu lofti gripið að hún sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, eins og hlaðvarpsstjórnendur hafa fullyrt um.

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræði og samfélagsmiðlar

Ég tók þátt í málstofu á Arctic Circle sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir og fjallaði um áskorun lítilla samfélaga og seiglu lýðræðisríkja á tíma upplýsingaóreiðu. Umræðan kjarnaðist um stöðu fjölmiðla í litlum samfélögum, samfélagsmiðla og áhrif þeirra á lýðræði.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt vopn í búri fjár­mála­ráð­herra

Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lag sem stendur saman

Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti vill af­nema áminningarskyldu

Um 48 prósent opinberra starfsmanna eru hlynnt afnámi áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins um 32 prósent eru andvígir afnámi hennar, samkvæmt nýrri könnun. Á sama tíma eru um 54 prósent landsmanna hlynnt því að áminningarskyldan sé afnumin en aðeins 23 prósent andvíg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ég þarf ekki að læra ís­lensku til að búa hérna

„Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna,“ sagði leigubílstjórinn og brosti í baksýnisspeglinum. Hann hafði búið hér í nokkur ár, talaði varla orð á íslensku en var augljóslega metnaðarfullur og hlýr ungur maður. Hann kom frá Evrópu og í heimalandi sínu hafði hann starfað við björgun og sjúkraflutningar en kom hingað í leit að betra lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast Þor­gerður úr­skurð EFTA-dómstólsins?

Frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um bókun 35 við EES-samninginn gengur út á það að lögfest verði að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem á sér innlendan uppruna.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­nefnd ræðir stöðuna á Grundar­tanga: „Þetta er bara ó­ljóst“

Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði í gær og aftur í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir að stór hluti framleiðslu Norðuráls á Grundartanga stöðvaðist í vikunni vegna bilunar. Nefndin hefur fengið fulltrúa Norðuráls, Samtaka iðnarðarins, Verkalýðsfélags Akraness og frá orkufyrirtækjunum á sinn fund til að rýna stöðuna. Staðan er sögð sýna fram á mikilvægi þess að hlúið verði að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í iðnaði.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar „vælið“ vegna Norður­áls

Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar.

Innlent
Fréttamynd

Verðmæta­sköpunar­laust haust

Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilar um­ferð um Vonar­skarð

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest breytingartillögu svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að heimila vélknúna umferð og hjólreiðar um Vonarskarð frá 1. september ár hvert og þar til svæðið verður ófært.

Innlent
Fréttamynd

Dóra Björt stefnir á for­manninn

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan.

Innlent