Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. Viðskipti innlent 28.8.2025 07:49
Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Skoðun 28.8.2025 06:02
Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Bókun eftir bókun var skráð í fundargerð bæjarstjórnar Kópavogs í gær undir liðnum Menntaráð er minni-og meirihlutinn tókust á um nýjar umbótatillögur fyrir grunnskóla bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs tilkynnti nýlega áætlanirnar opinberlega, minnihlutanum til ama. Innlent 27.8.2025 23:07
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Skoðun 27.8.2025 17:32
Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Íslenskt samfélag, stóriðja og land losaði meira magn gróðurhúsalofttegunda í fyrra en árið 2023. Stóraukin losun frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi átti meðal annars þátt í aukningunni. Horfur á að Ísland nái loftslagsskuldbindingum sínum fara versnandi ef eitthvað er. Innlent 27. ágúst 2025 12:02
Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum. Innlent 27. ágúst 2025 06:31
Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Talskona Stígamóta segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun vera áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi. Hún segir hann áfellisdóm yfir kerfinu og seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum en fagnar viðbrögðum dómsmálaráðherra. Innlent 26. ágúst 2025 23:30
Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Mánudaginn fyrsta september næstkomandi tekur heilbrigðisráðuneytið til starfa á nýjum stað, í nýendurgerðu húsnæði ráðuneyta á Skúlagötu 4. Innlent 26. ágúst 2025 22:18
Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum. Innlent 26. ágúst 2025 20:49
Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar „Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu. Innherji 26. ágúst 2025 16:36
Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Svein Magnússon, lækni og fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, formann stjórnar Landspítala út skipunartíma sitjandi stjórnar sem er 11. júlí 2026. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins. Innlent 26. ágúst 2025 15:46
Kosningar í september Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar. Skoðun 26. ágúst 2025 12:31
Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Dómsmálaráðherra segist taka dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmdi ríkið brotlegt í máli konu sem lenti í því að heimilisofbeldismál hennar fyrndist, alvarlega og boðar aðgerðir í málaflokknum. Innlent 26. ágúst 2025 11:59
Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Innlent 26. ágúst 2025 11:58
Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. Innlent 26. ágúst 2025 10:33
Munar þig um 5-7 milljónir árlega? OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Skoðun 26. ágúst 2025 09:01
Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur. Innlent 26. ágúst 2025 08:51
Eflum traustið Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Skoðun 26. ágúst 2025 07:30
Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Skoðun 25. ágúst 2025 21:02
Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem felur í sér að frítekjumörk húsnæðisbóta hækka frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er gerð vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi sama dag. Innlent 25. ágúst 2025 16:30
Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Borgarfulltrúar Framsóknar leggja í dag fram tillögu í skóla- og frístundaráði um skyldubundin stöðu- og framvindupróf í grunnskólum Reykjavíkur. Oddviti flokksins segir tilraunaverkefni hafa gengið vel í vor og að hann telji ekki eftir neinu að bíða að innleiða prófin í öllum skólum borgarinnar strax næsta vor. Innlent 25. ágúst 2025 15:13
Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar, og Árni Steinn Viggósson athafnamaður skírðu frumburð sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær. Lífið 25. ágúst 2025 11:03
Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 25. ágúst 2025 10:29
Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Skoðun 25. ágúst 2025 10:00
Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. Innlent 25. ágúst 2025 00:09